blaðið


blaðið - 24.10.2006, Qupperneq 28

blaðið - 24.10.2006, Qupperneq 28
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Defoe bítur frá sér Enski íþróttamálaráöherrann hefur óskað eftir þvi við enska knattspyrnusambandið að það rannsaki nánar átök Jermaine Defoe og Argentínumannsins Javier Mascherano i leik Tottenham og West Ham um helgina. Eftir að Mascherano braut á Defoe virtist sem Defoe biti Argentínumanninn i handlegginn. Martin Jol, stjóri Tottenham, lýsti atvikinu sem „glettnu narti“ til að sýna pirring Defoes vegna sífelldra brota West Ham-varnarinnar. 500. leikur Paul Scholes: Skoraði sitt 132. mark Paul Scholes lék um helgina sinn 500. leik með liði sínu, Manchester United, þegar liðið sigraði Liverpool nokkuð örugg- lega í ensku úrvalsdeildinni með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram á heimavelli Manchester, Old Trafford. Paul Scholes hélt upp á daginn með því að skora fyrra mark liðsins á 39. mínútu en þetta var 132. mark Scholes á ferlinum með United. Scholes lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United þann 21. september 1994, þá tvítugur að aldri. Alla tíð síðan 1997 hefur Scholes verið lykilmaður á miðj- Paul Scholes Skoraði mark í 500. leik sinum með Manchester United unni hjá United. Einungis níuleik- menn liðsins hafa náð því að spila 500 leiki fyrir liðið og bætist Scho- les í hóp með mönnum á borð við Denis Irwin, Bobby Charlton, Ryan Giggs og Gary Neville. Á allra næstu dögum skýrist hvort Hafþór Ægir Vilhjálmsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi hjá IA, semur við sænska fyrstu deildar liðið Norrköpping eður ei. Norr- köpping er ekki eina liðið á eftir Haf- þóri því mörg íslensk lið hafa sýnt því áhuga að fá Hafþór í sínar raðir og eru þar á meðal lið eins og Valur, KR og Islandsmeistarar FH. Núna standa yfir viðræður á milli ÍA og Norrköpping um kaup á leik- manninum og ef liðin ná samkomu- lagi geta Svíarnir hafið beinar samn- ingaviðræður við Hafþór. Vilhjálmur Birgisson, faðir Hafþórs, segir að ekki sé enn vitað hvers konar samn- ing Norrköpping hafi i huga en von var á samingstilboði í gær. Hafþór er samningsbundinn ÍA til 31. október og mun því ekkert gerast hér heima fyrr en að þeim tíma liðnum. Hafþór, sem hefur verið samnings- bundinn lA, gerði undir lok nýaf- staðins tímabils nýjan samning við liðið sem hafði þá viðbótarklausu að ef Guðjón Þórðarson yrði ráð- inn til félagsins gæti Hafþór fengið lausn frá liðinu. Eftir að Guðjón var ráðinn til starfa var látið reyna á þennan samning og 19. október úr- skurðaði samninga- og félagsskipta- nefnd KSl að samningurinn skyldi gilda og Hafþór fær því að fara frá Skaganum. Fleiri lið fspilinu Að undanförnu hefur nafn FH verið sífellt háværara í umræðunni um Hafþór og hefur jafnvel heyrst að FH hafi nú þegar boðið Hafþóri samning og hafi þá boðið betur en Norrköpping. Vilhjálmur segir að ekkert sé til í þeim sögusögnum. Hann segir að FH hafi sýnt mikinn áhuga á því að fá Hafþór til sín en engir samningar séu komnir fram. „Það er mikill heiður fyrir ungan leikmann að þrefaldir íslandsmeist- arar skuli sýna honum áhuga." Pétur Stephensen, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar FH, segir að þó svo að Hafþór sé frábær knattspyrnumaður sem myndi sóma sér vel í liði FH þá hafi liðið ekki sett sig í samband við leik- manninn. Pétur bætti þó við að ef samningar næðust ekki á milli ÍA og Norrköpping þá myndu flest öll íslensku liðin reyna að ná Hafþóri í sitt lið og þá myndu FH-ingar sjálf- sagt vera í þeim hópi. Leist vel á aðstæður ytra Hafþór er nýkominn frá Norr- köpping þar sem hann var að kynna sér félagið og leist honum mjög vel á aðstæður þar. Hjáliðinu erufyrir sóknarmennirnir Garðar Gunn- laugsson og Stefán Þórðarson og segir Hafþór að það myndi hjálpa honum gífurlega mikið ef hann tæki þá ákvörðun að fara til Svíþjóðar. En hann bætir þó við að hann hefði ekkert á móti því að spila eitt tíma- bil í viðbót hér heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. Hafþór segir að flestöll liðin í efstu deild hér heima hafi haft sam- band við sig og sína aðstandendur en segir að enn sem komið er hafi engin ákvörðun verið tekin um hvert framhaldið verður. Hann seg- ist ætla að taka sér smá tíma til að hugsa um hvert framhaldið verði og taka svo ákvörðun upp úr því. Það er ljóst að á næstu dögum skýrist hvort Hafþór heldur til Sví- þjóðar. En ef svo fer að hann kýs að fara ekki út í atvinnumennsku er ljóst að 1. nóvember munu flestöll liðin í Landsbankadeildinni reyna að gera sitt besta til að krækja í þennan eftirsótta leikmann.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.