blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 blaðið UTAN UR HEIMI Gula fljótið rautt Kínversk stjórnvöld hafa sektað kínverskt fyrirtæki fyrir að hleypa lituðu vatni í Gula fljótið. Með þessu breyttist litur fljótsins á um kílómetra löngu svæði. Verið er að kanna hvort efnin séu eitruð en fljótið er uppspretta drykkjarvatns tuga milljóna manna. ■II I hættu vegna slæðuummæla Daniela Santanche, hægrisinnaður þingmaður á ftalíu, hefur fengið lögregluvernd eftir að hafa sagt að ekkert í Kóraninum skipaði konum að ganga með slæður. íslamskur bænaprestur kallar Danielu heið- ingja og óttast nú margir um öryggi þingmannsins. mmm Gætu haldið tilraunum áfram Fréttir um að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu beðist afsökunar á kjarnorkusprengingu eru misvísandi og engin trygging fyrir því að þau hætti tilraunum. Kínverskur sendi- maður hefur haft eftir Kim Jong-ll, forseta Norður-Kóreu, að stjórnin iðrist sprengingarnar og geri ekki fleiri tilraunir. Islensk heimili: Skulda 670 milljarða Skuldir heimila við bankakerf- ið hafa aukist um 130 milljarða eða tæp 25 prósent frá áramótum samkvæmt frétt Greiningar Glitn- is banka. Heildarskuldir námu 670 milljörðum í lok september. Um 75 prósent af skuldum heimilanna eru í formi verð- tryggðra langtímalána og hafa þessar skuldir hækkað töluvert vegna hárrar verðbólgu undan- farið. Þá hafa gengisbundnar skuldir tvöfaldast frá áramót- um og námu þær 56 milljörð- um í lok síðasta mánaðar. Bankinn spáir því að aukin greiðslubyrði muni draga úr neyslugetu almenn- ings á næstu mánuðum og innlendri eftirspurn. Óvenjuleg viðbrögð ölvaðs ökumanns sem ók á hus: Lést vera meðvitundarlaus og blekkti lögreglumenn ■ Sóaði tíma lögreglu og sjúkraflutningamanna ■ Drukknir menn reyna að vinna tíma Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Við höfum séð margt en þetta er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Guð- brandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Maður á þrítugsaldri sem keyrði á húsvegg gerði sér upp meðvitundarleysi þegar lögreglan kom á staðinn og leiddi það til mikils umstangs fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn. Maðurinn var við akstur í aust- urborginni í Reykjavík þegar hann missti stjórn á bíl sem hann ók og klessti á vegg. Þegar lögreglan kom á staðinn var bíllinn nokkuð Þetta er alveg nýtt fyrir okkur Guðbrandur Sigurðs- son, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar skemmdur og loftpúði hafði blásið út þegar lögreglan kom á slysstað. Maðurinn virtist meðvitundar- laus en annað átti eftir að koma í ljós. Ekki varð þó vart við áverka á honum. „Lögreglan sér náttúrlega enga aðra leið en að koma manninum undir læknishendur,“ segir Guð- brandur. Lögreglan sá því til þess að maðurinn væri fluttur á slysadeild Borgarspítalans og virtist allan þann tíma vera meðvitundarlaus. Eftir að maðurinn kom á spítal- ann kom í ljós að hann hafði gert sér upp meðvitundarleysið, og það svo vel að engan grunaði neitt. Þar að auki fannst áfengislykt út úr mann- inum og tók spítalinn tvær blóð- prufur í stað einnar. „Það kemur fyrir að menn reyni að ýkja ástand sitt og þykist ölvaðri en þeir eru,“ segir Guðbrandur. Það munu drukknir menn gera svo farið sé með þá í blóðprufu. Hug- myndin er sú að kaupa sér tíma A rangri hillu í lífinu Maður á þrítugs- aldri lék sig meðvitundarlausan á slys- stað og komst það ekki upp fyrr en hann var kominn á spítala. Maðurinn reyndist svo sannfærandi að haft var á orði að hann ætti heima í leiklist. þannig að áfengismagnið í blóði þeirra minnki. Atvikið er litið mjög alvarlegum augum og þá sérstaklega fyrir að sóa tíma sjúkraflutningamanna, lögreglu og lækna. Þá mun það vera ólöglegt að plata neyðarhjálparlið. Alls voru 20 manns teknir ölvaðir um síðustu helgi en einnig er tekið hart á ökumönnum án öryggisbelta og 14 ökumenn voru sektaðir vegna þessa. ; - llfe " I How to Look Good Naked ■ Claire er tveggja barna móöir sem hefur ekki sæst viö líkama sinn eftir barnsburö. Getur hún litiö vel út nakin? Fylgstu meö á SKJÁEINUM kl. 22.00 í kvöld. SKJÁRE/WN næst í gegnum Skjáinn og Digítal ísland 0

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.