blaðið - 25.10.2006, Side 26
3 8 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006
blaðiö
Náttúran inn
Það getur verið skemmtilegt að verða sér úti um eins og eina væna trjágrein
úr garðinum og fara með inn fyrir veggi heimilisins. Trjágreinin getur þjónað
hlutverki fataslár og einnig er hægt er að hengja Ijós á hana og stilla henni
upp við vegg eða hengja í loft. Þetta er skemmtileg hugmynd fyrir barnaher-
bergi og gefur þeim ævintýralegan blæ sem flest börn kunna að meta.
heimili@bladid.net
Yfirsýn yfir útgjöldin
Með því að gera fjárhagsáætlun og
halda heimilisbókhald fær maður
betri yfirsýn yfir útgjöld heimilisins
og þarf ekki að láta reikningana
koma sér á óvart.
neytendur
neytendur@bladid.net
Handverk og listmunir í Ráðhúsinu
Forvitnileg sölusýning
Handverk og Hönnun
stendur í ár fyrir stórri
sölusýningu á islensku
handverki og listiðnaði
þar sem kenna mun ýmissa grasa
og eflaust hægt að finna eitt og
annað skemmtilegt fyrir heimilið.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
Handverk og Hönnun stendur
fyrir sölusýningu eins og þessari,"
segir Sunneva Hafsteinsdóttir
framkvæmdarstjóri Handverks og
Hönnunar. Þetta eru mjög mikið
nytjahlutir sem þarna eru til sölu og
sýnis og hugmyndin er að fólk hitti
manneskjurnar á bakvið hlutina, en
handverksfólkið sér um að kynna
sína framleiðslu sjálft. Sýningin
er líka haldin til að auka skilning
á handverki og listiðnaði og fólk
getur spurt spurninga um verkin
og vinnuna á bakvið þá, þannig
að þetta verður mjög skemmtilegt
og gefandi. Einnig er verið er að
stytta leiðina á milli neytandans
og framleiðandans en eins og við
þekkjum það í dag þá er leiðin þar á
milli oft mjög löng. Það er oft mikil
vinna að baki hverjum hlut og
gaman fyrir fólk að kynnast henni
og eykur það einnig á virðingu fyrir
hlutunum.”
Sérstök valnefnd sá um að
velja inn sextíu ólíka aðila til að
sýna hlutina sína á sýningunni.
Valnefndin hafði það að markmiði
að úrvalið væri sem fjölbreyttast.
Það sem verður til sýnis og sölu
í Ráðhúsinu eru munir úr leðri
og roði, skartgripir, glermunir,
nytjahlutir úr leir, húsgögn,
fjölbreyttar textílvöruru, hlutir úr
hornum og beinum og fjölbreyttir
trémunir. Ráðhúsið ætti að vera
skemmtilegur viðkomustaður um
helgina og eflaust hægt að finna
ýmislegt í jólapakkana fyrir þá
sem eru farnir að huga að jólum.
Sýningin opnar klukkan 17.30 á
fimmtudaginn 26. október og
verður opin föstudag frá 12.00 til
19.00 og laugardag og sunnudag frá
12.00-18.00.
loa@bladid.net
Málaðar rendur í Marimekko
í Marimekko á Laugaveginum er
hægt að finna eitt og annað fallegt fyr-
ir heimilið. Fyrirtækið er finnskt og
var stofnað 1951. í upphafi sérhæfði
fyrirtækið sig í textílframleiðslu en
nú framleiðir fyrirtækið fatnað og
eitt og annað fyrir heimilið þó að fal-
legur textíll sé þar alltaf í fyrirrúmi.
í haust býður Marimekko upp á nýja
línu í ýmsum hlutum fyrir heimili
eins og borðmottum, pottaleppum,
ofnhönskum og púðaverum. Mynstr-
ið sem prýðir nýju línuna kallast
Piccolo og eru hlutirnir gerðir til að
fagna fimmtíu ára afmæli mynsturs-
ins. Mynstrið hefur hingað til aðeins
verið notað á skyrtum sem kallast
Jokapoika. Mynstrið er eins og það
sé málað með pensli og sagan segir
að það hafi orðið til þegar sonur kon-
unnar sem stofnaði Marimekko hafi
búið sér til grímubúning þar sem
hann tók skyrtu föður síns og mál-
aði á hana rendur með pensli.
Blý og kadmíum i leirvörum
Hætta á blýeitrun
Vísbendingar eru um að leir-
hlutir sem eru ríkulega lit-
skreyttir geti gefið frá sér
mikið magn af blýi, kadm-
íum og öðrum þungmálmum. Af
þeim sökum á fólk aldrei að nota
leirvörur undir matvæli og drykki
nema fullvíst sé að þær séu ætlaðar
undir slíkt. Sérstaklega skal varast
að nota leirhluti undir súr matvæli
og drykki svo sem ávaxtagrauta,
ávaxtasafa og vín.
Þetta kemur fram í upplýsinga-
riti um nýjar reglur sem ætíað er að
snerta matvæli sem Umhverfisstofn-
un hefur gefið út.
Elín Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður matvælasviðs Umhverfis-
stofnunar, segir að fólk geti litið eft-
ir því hvort glas- og gaffalmerki sé á
leirvörum en það er til marks um að
varan sé hæf fyrir geymslu matvæla.
Einnig gefa leiðbeiningar á umbúð-
um yfirleitt til kynna hvort varan sé
ætluð undir matvæli.
Ekki ætlaðir undir matvæli
Elín segir að framleiðendur og
innflytjendur leirmuna hér á landi
eigi að vera meðvitaðir um þetta og
þekkja þær reglur sem gilda. Hætt-
an felist frekar í því að fólk noti
muni sem ekki eru ætlaðir fyrir
matvæli undir þau. Það á meðal ann-
ars við um muni sem það kaupir á
ferðalögum erlendis.
„Það á sérstaklega við um minja-
gripi sem fólk kaupir og eru ekki
endilega ætlaðir undir matvæli held-
ur eru frekar hugsaðir sem skraut-
gripir. Það notar þá undir matvæli
án þess að gera sér grein fyrir hætt-
unni,“ segir Elín.
Glas og gaffall Þetta merki gefur
til kynna að munur sé ætiaður fyrir
matvæli.
Blý getur haft skaðleg áhrif á
taugakerfi og meltingarveg auk
þess sem það getur leitt til blóðleys-
is. Þeir sem eru viðkvæmastir fyrir
blýi eru fóstur og lítil börn.
Blýeitrun úr leirmunum
„Ég er ekki viss um að fólk sé al-
mennt meðvitað um hættuna og
þess vegna erum við að reyna að
koma þessu til skila," segir Elín.
Hún þekkir ekki dæmi þess að þessi
efni hafi borist úr leirmunum og
valdið fólki skaða hér á landi en þau
séu þekkt erlendis. „Það voru dæmi
um það í Svíþjóð í hitteðfyrra þar
sem fólk var að koma með mikið af
leirhlutum frá Grikklandi sem blý
og kadmium lak úr,“ segir hún.
f að minnsta kosti einu tilviki kom
upp alvarleg blýeitrun við neyslu
matvæla sem geymd voru í leiríláti
sem ekki var hæft til geymslu mat-
væla.
Samfellur ekki eitraðar
Fjallað var um könnun
danska neytenda-
blaðsins Tænk á
skaðlegum efnum
í samfellum fyrir
börn á neytendasíðu
Blaðsins þann 18. októ-
ber síðastliðinn. Af sex-
tán samfellum sem blaðið
lét kanna innihéldu sex
óæskileg efni eins og þalöt
og triclosan.
Myndin sem birtist
með greininni er af
samfellum frá framleið-
andanum Living Craft
sem ekki reyndust inni-
halda óæskileg efni.
Living Craft í lagi
Samfellur frá Living
Craft lentu í öðru sæti
í könnun danska neyt-
endablaösins Tænk.
Þvert á móti fengu þær
aðra bestu einkunn
í könnuninni.
Myndbirtingin
virðist hafa valdið
misskilningi og bið-
ur Blaðið þá sem hlut eiga
að máli afsökunar á því.
Vörur frá Living Craft
eru umhverfisvottaðar
og fást i verlsuninni Börn
náttúrunnar á Skólavörðu-
stíg 17 en hún sérhæfir
sig í náttúrlegum leik-
föngum, bókum um
uppeldi og ullarfötum
sem unnin eru á nátt-
úrlegan hátt.