blaðið - 25.10.2006, Side 30

blaðið - 25.10.2006, Side 30
blaðið Pólitíska hornið.. vinstri, HÆGRI snú! Maður er eiginlega ekki maður með mönnum í dag nema láta sig umhverf- ismál varða. Þetta er hálf- partinn eins og tískubóla og það er í sjálfu sér í lagi en það er samt eitt- hvað bogið við þessa umræðu. Það er eins og einhver brenglun hafi orðið einhvers staðar á leiðinni þegar fólk fór að halda að stjórnmálamenn og ríkið væru best til þess fallin að stjórna og hafa yfirumsjón með náttúrunni og umhverfismálum. Ríkið á nefnilega ekki að skipta sér eins mikið af umhverfis- málum og það gerir í dag. Það er ekki best til þess fallið. Það eru allt of margir flóknir og ólíkir hagsmunir sem togast á hjá ríkinu eða þeim sem taka ákvarðanirnar, til þess að besta niðurstaða fáist. Reynslan sýnir að þar sem mest umhverfisspjöll hafa orðið í heiminum, þar sem umgengni um náttúruna er hvað verst, hefur ríkisvaldið verið á ferðinni. Má nefna sem dæmi ótrúlega mengun og umhverfisspjöll í gömlu Sovétríkjunum sem hin nýfrjálsu ríki sitja uppi með. Hlut- verk ríkisins á ekki að vera annað en að setja lagalegan ramma um nýtingu og vernd náttúrunnar og framfylgja reglunum. Einkaaðilar eru mun líklegri til þess að gæta betur að hags- munum náttúrunnar innan þess ramma sem ríkið setur. Það er þeirra hagur að vel sé farið með náttúruna og umhverfið því það ætti að nýtast þeim. Ef þeir ganga á gæði náttúrunnar bera þeir sjálfir skaðann af því. Það er þeim beinlínis í hag að horfa til sjálfbærrar nýtingar og setja hagsmuni náttúrunnar í forgang svo að þeir geti grætt á henni. Þá græða allir; náttúran, þeir sem hennar njóta og þeir sem hana vilja nýta. kristin@bladid.net V______________________ J Þorvaldur Þórsson Það tók Will Gadd rúma viku að klífa Black Death og áður en yfir lauk höfðu hann og Ijósmyndari hans farið þrjár ferðir á sjúkra- hús til aðhlynningar. Á leiðarenda komst hann á endanum nefbrotinn.” „Það er að kólna núna þannig að það er ekki annað hægt að gera en að vona það besta,” segir Þorvaldur Þórs- son í stjórn íslenska alpafélagsins um veður til ísklifurs. Þorvaldur segir nauðsynlegt fyrir þá sem vilja stunda ísklifur að sækja námskeið. „Það er hægt að sækja nám- skeið hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum,“ segir hann og nefnir að slys verði oftast hjá byrjendum vegna van- mats á aðstæðum. „Þekkingin skiptir máli í ísklifri,” seg- ir Þorvaldur. Þorvaldur segir aðstæður á íslandi mjög góðar til ísklif- urs og marga erlenda og færa ísklifursmenn sækja hingað til að fara leiðir sem aldrei áður hafi verið farnar. „Það er ákveðin spenna í því að klifra leið í fyrsta sinn. í Colorado sem er mekka ísklif- urs í veröldinni er búið að klifra allar leiðir mörg hundruð sinnum. Á Islandi þarf ekki að keyra nema í klukkutima frá Reykjavík til að finna spennandi klifurleiðir sem aldrei hafa áður verið farnar.” Þorvaldur nefnir hinn heimsfræga Will Gadd sem kom hingað til lands til að klífa eina erfiðustu klifurleið heims: Brennivín í Hauka- dal (Black Death á enska vísu). „Það klifur hefur ekki verið endur- tekið og reyndist leiðin honum mjög erfið. Það tók hann rúma viku að klífa leiðina og áður en yfir lauk höfðu hann og ljósmyndari hans farið þrjár ferðir á sjúkrahús til aðhlynningar. A leiðarenda komst hann á endanum nefbrotinn.” „Jökulís er ekki eins skemmtilegur til klifurs og venjulegur vatnsís,” segir Þorvaldur. „Jökulísinn er í mörgum lögum og flagnar leiðinlega frá. Gott er að ganga upp fossa. Auðveldara er að höggva þann ís til því hann er linur og auðveldur viðureignar.” Varðandi útbúnað í ísklifri segir Þorvaldur að ákveðins grunn- búnaðar sé þörf. „Það þarf að verða sér úti um axir og brodda," segir hann. „Klifurlínu, ísskrúfur og tvistaheldur hann áfram. „Og fyrst og fremst þarf að verða sér úti um þekkingu,” bætir hánn við. Uridir áhrifum sjöunda áratugarins Mínikjólar Stutt skal paö vera í haust og í anda sjöunda áxatug- arins. Mlnikjóllinn er afar heitur i haust og hvort sem kjóllinn er mynstraður úr ull eða satíni, með belgsniði eða a-sniði, skal harm vera afar stuttur, eða vel ofan við hné. Hægt er að klæð- ast þykkum sokkabuxum við kjólana og háhæluðum skóm með rúrmaðri tá eða lágum ökklastígvójum. Gerviaugnhár eru einnig vinsæl í haust og aí ýmsum gerðum, mynstruð og skreytt. og gerviaugnhár eru heit í haust - ;;; 'MUu buúdbu, '' bcAÁJUtt

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.