blaðið - 28.10.2006, Síða 12

blaðið - 28.10.2006, Síða 12
blaöid Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Nauðgarar lausir Get ekki varist tilhugsuninni um að lögreglan gæti staðið sig betur í að finna nauðgarana sem réðust á ungu konurnar í miðbænum. Árásirnar í porti við Menntaskólann í Reykjavík, við Þjóðleikhúsið og sú þriðja utan við borgarmörkin eftir að sú kona þáði far með ókunnugum heim eftir skemmtanahald í miðbænum vekja ugg. Þrátt fyrir að konurnar hafi kannski ekki tekið skynsamlega ákvörðun þegar þær ákváðu að rölta einar um bæinn eða að þiggja bílfarið gefur það ekki nauðgunarleyfi á þær. Nauðgunin er ekki á þeirra ábyrgð. Við vitum af hættunum sem leynast, en þær hafa sjaldan verið eins of- arlega í huga og nú. Enda gerist það sem betur fer ekki oft að konur séu gripnar á göngu, dregnar afsíðis og nauðgað. Verður varnarleið kvenna að vera aldrei einar á ferð í miðbænum að næturlagi? Passa að ein vinkonan taki sig ekki út úr hópnum við skemmtanahald um helgar og allar fari heim á sama tíma? Það á ekki að þurfa að verjast nauðgurum á götum borgarinnar. Við hljótum að gera þá kröfu að lögreglan leggi allt kapp á að stöðva þessa menn og upplýsa málin. Að hún haldi nauðgurum á mott- unni með virku eftirliti í miðbænum um helgar. Sé sýnileg. Afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson sagði í viðtali við Blaðið ekki hægt að útiloka að sömu mennirnir hafi nauðað konunum tveimur með hálfsmánaðarmillibili við þessar sögufrægu byggingar borgarinnar, enda frásögn þeirra beggja mjög áþekk. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, blés í sömu frétt á þá kenningu. Samt veit lögreglan ekki hverjir voru að verki. Rannsókn hennar hefur ekki leitt þá á spor nauðgaranna. Lögreglan hefur pukrast með rannsókn málanna frá fyrstu nauðgun- inni fyrir tæpum þremur vikum. Hún hefur ekki óskað eftir aðstoð þeirra sem voru á ferli þessar nætur. Af hverju stíga lögreglumennirnir ekki fram og biðja almenning um að- stoð við að upplýsa málin? Konur eiga ekki að sætta sig við þá ógn sem vofir yfir þeim í miðbænum. Konur geta, ef þær vilja, kallað eftir umbótum. Þær geta staðið saman og hunsað að fara í miðbæinn þangað til nauðgararnir finnast. Ár er síðan fimmtíu þúsund konur söfunuðust saman til að krefjast launajafnræðis á við karla. Þær aðgerðir báru ekki árangur frekar en aðrar síðustu tólf ár. Dæmið gæti hins vegar gengið upp neiti konur að eyða krónunum sínum í miðbænum þar til löggæslan hefur verið hert. Eftir helgar eru sagðar fréttir af tilefnislausum líkamsárásum á unga menn í miðborginni. Dæmi eru um hópárásir á menn á göngu í miðbænum. Þeir virðast hafa sætt sig við áhættuna sem þeir taka við skemmtanahaldið. Ætla konur einnig að sætta sig við hættuna á að vera beittar ofbeldi? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN Ú R SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefhaffæði, hefiir unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana 12 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaöið LAtJPTkK? tKx< aKTja MiG fl EvRUHr/MiU. tQ Vfrp G&>v£íKt 1\ fc TÆ ÍAkfl EiVM ' Prófkjörið er einstakt tækifæri Lýðræðið er langt frá því að vera fullkomið. Það er þó besta stjórn- arformið sem við þekkjum. Und- anfarnar vikur hef ég tekið þátt í prófkjörsbaráttu stærstu stjórn- málahreyfingarlandsins. Það hefur verið afar ánægjulegur tími. Félags- menn í Sjálfstæðisflokknum hér í Reykjavík eru um 20 þúsund. Ég hef fengið færi á að ræða við mjög marga þeirra, bæði þá sem komið hafa á kosningaskrifstofu mína við Austurvöll, þá sem ég hef rætt við í síma og hitt á ótal fundum og mannamótum. Það er ómetanlegt fyrir þá sem vilja taka þátt í stjórn- málum að fá tækifæri til að heyra sjónarmið þeirra sem valdið hafa, kjósenda. Góð aðferð Prófkjör er auðvitað ekki eina leiðin sem stjórnmálaflokkarnir hafa til þess að velja fólk á fram- boðslista sína. Við sjálfstæðis- menn þekkjum einnig þá leið sem stundum hefur verið farin, að fela fámennri kjörnefnd það verkefni að stilla upp lista. Sjálf hef ég reynslu af störfum kjörnefndar og tók þátt í því að stilla upp lista fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Var það ærið verkefni þótt prófkjör hefði skorið úr um efstu sæti. Að fela fámennum hópi það hlutverk að búa til framboðslista án prófkjörs getur hins vegar orkað tvímælis. Það er mikilvægt að nýir frambjóð- endur fái tækifæri til þess að gefa kost á sér og fái um leið að láta á sig reyna í kosningabaráttu. Ég hef sagt það við menn sem hafa spurt mig hvort ekki sé erfitt og lýjandi að heyja svo harða baráttu, að próf- kjörsbarátta sé bara undirbúningur fyrir þá baráttu sem mestu máli skiptir; kosningarnar í vor. Treysti menn sér ekki í þann undirbún- Viðhorí Sigríður Andersen ing verður á litlu að byggja þegar á hólminn er komið. Þess vegna tel ég prófkjör ákjósanlegustu leið- ina til þess að velja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Málefnalegt innlegg Prófkjörið í dag hefur mun meiri áhrif en bara á uppröðun listans í vor. Allir frambjóðendur hafa nýtt síðustu vikur, ef ekki mánuði, til þess að eiga orðastað við þúsundir kjósenda sem hafa skoðanir á hlut- verki stjórnmálamanna. Eðli máls samkvæmt er margt sem brennur á mönnum. Sjálf hef ég fengið tækifæri til þess að kynnast sjónar- miðum fólks sem segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við hið opinbera, ríki eða borg. Má sem dæmi nefna einföld mál á borð við afgreiðslu erinda hjá opinberum stofnunum, flóknari mál á borð við tekjutengingu lífeyrisgreiðslna og afar alvarleg mál eins og úrræði fyrir langveik börn og foreldra þeirra. Ég get svo nefnt það hér til gamans að aðeins einn viðmælandi minn hefur haft áhuga á að ræða kvótakerfið sérstaklega. Það er trúlega til marks um breytta tíma. Öll þessi samtöl hafa verið áhuga- verð og vakið mig til umhugsunar um einfaldar og hagkvæmar lausnir. Ég hef sannfærst enn frekar en áður um að þær megi finna með sjálf- stæðisstefnuna að leiðarljósi. Ég hef einnig áttað mig á því með þessum samtölum að í kosningunum í vor verður einkum tekist á um þrennt; stöðugleika í efnahagsmálum, lækkun skatta og þar með bættan hag heimilanna og aðstoð velferðar- kerfisins við þá sem á þurfa að halda. Það er afar mikilvægt að við fram- bjóðendurnir höldum til haga öllum þeim góðu ábendingum sem við höfum fengið undanfarnar vikur. Tökum þátt Þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins er einstakt tækifæri til þess að hafa áhrif á framboðslista stærstu stjórnmálahreyfingar lands- ins. Ég hvet reykvíska sjálfstæðis- menn til þess að taka þátt í þvi að stilla upp sigurstranglegum lista fyrir kosningarnar í vor. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 5.-7. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í dag. PENZIM er hrein, tær og iitarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefhi, litarefnl eða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIMinniheldur engar fitur, oflur eða kremblöndursem geta smitað og eyðilagt flíkureðarúmfót. PENZIM VVmtAU MAIVRAt SUftRAaiVI VfARlVi: FVZVVtFS AdvMtcttl Skin fc Body PEN2IM I.OTION WltMALLMATlRAt St Penzim fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. penzim.is Klippt & skorið Mikill hiti var frá fyrstu stundu í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þannig voru stuðningsmenn Guð- laugs Þórs Þórðarsonar í kjördeildum til þess að fylgj- ast með kjörsókn, en þær upplýsingar eru svo notaðar til þess að hringja út þá kjós- endur, sem láta bíða eftir sér, og líklegir eru taldirtil þess að styðja Guðlaug. Nokkurgremja mun hafa skap- ast vegna þessa meðal annarra frambjóðenda, en Þórunn Guðmundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar, lét gott heita. Á hinn bóginn munu aðrir frambjóðendur vera að velta fyrir sér að senda eftirlitsmenn í kjördeildir til þess að ganga úr skugga um að þar fari allt fram eftir settum reglum. Enginn treystir sér til þess að spá nokkru fyrir um lyktir prófkjörsins, ef undan er skilið efsta sætið, sem Geir H. Ha- arde, flokksformaður, sækist einn eftir. Það er svo ekki fyrr en í níunda sæti, sem menn þora að spá að Grazyna María Okuniewska kunnl að hreppa það með nokkrum fjölda atkvæða. Að öðru leyti er nýliðunin óljós, en þó heyrði Klippari það hjá öldnum sjálfstæðismönnum að Sigríður Andersen ætti stuðning þeirra allan, enda tímbært að á þing kæmist reyk- vísk sjálfstæðiskona úr ungliðahreyfingunni. Það hefur víst ekki gerst í hálfa öld eða síðan Ragnhildur Helgadóttir var kjörin á þing 1956. Skákfrömuðurinn Hrafn Jökulsson hyggst undir næstu helgi hreiðra um sig í Kringlunni og setjast að maraþontafli til styrktar starfi skákfélagsins Hróksins á Grænlandi. Meðal þeirra, sem þegar hafa skorað á þennan óþreytandi skák- mann eru Unnur Birna Vilhjálmsdóttir alheimsfegurðardrottning, Eva María Jóns- dóttir sjónvarpskona, tónlistarmaðurinn KK, Össur Skarphéðinsson þingmaður, Rúnar Júlfusson tónlistarmaður, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Benedikt Erlings- son leikari ogJóhanna Vilhjálmsdóttir sjón- varpskona. Ætli Klippari skori ekki á hann líka! andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.