blaðið - 28.10.2006, Page 18

blaðið - 28.10.2006, Page 18
40 ár eru lidin síðan íslensku bankarnir afhentu þjóðinni Skarðsbók postulasagna. Af þessu tilefni er bókin nú á handritasýningu Árnastofnunar í Þjóðmenningarhúsinu. élag Akui ‘AWAl »r Ibert Erróí Hafnarhúsi Undanfarin ár hefur Listasafn Reykjavíkur staðið fyrir árlegum sýningum á verkum Errós í eigu safnsins. Nú um stundir er hægt að berja augum nýjustu verk hans frá 1990-2005 í Hafnar- húsi. Á sýningunni er sjónum beint að grafíkverkum hans þar sem hann leitar fanga í sama efnivið og í málverkum sínum eða í prentmiðla samtímans. Á morgun klukkan 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýning- una og þar mun Þorbjörg Helga Gunnarsdóttir sýningarstjóri kynna verkin fyrir gestum. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga Qai HjartaHeill sími 552 5744 Gfró- og kreditkortþjónusta LAUGl 28. OKTÓBER 2006 Leiðsögn um íslenska málverkið Á morgun klukkan 14 mun Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistar- maður og rithöfundur, leiða gesti um sýningu Listasafns íslands. Hann mun í yfirreið sinni fjalla um viðhorf sitt og kynni af málverkinu frá 1980. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. blaöiö Opnun á Akureyri í dag verður opnuð í Listasafninu á Akureyri yfirlitssýn- ing á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur. Dröfn lést langt fyrir aldur fram árið 2000 og hafði þá markað djúp spor í sögu íslenskrar grafíklistar með tréristum sínum. Starað ofan í hyldýpið eikfélag Akureyrar hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir kraftmiklar og frumlegar sýningar sínar en Magnús Geir Þórð- arson hefur haldið um stjórnartaum- ana þar síðustu árin. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með því nýjasta í leikhúsi samtímans ættu að gera sér ferð norður yfir heiðar því í kvöld frumsýnir leikfélagið Herra Kolbert eftir David Gieselmann. Verkið var frumsýnt í Royal Court-leikhúsinu í London árið 2000 og hefur síðan ver- ið sett upp í mörgum framsæknustu leikhúsum Evrópu. Gagnrýnendur víða um lönd hafa ausið verkið lofi og þykir Gieselmann hafa náð að fanga samtímann á afhjúpandi og gagnrýninn hátt. Jón Páll Eyjólfs- son er leikstjóri. „Verkið gerist heima hjá Ralf og Söru sem bjóða vinafólki sinu í mat eitt kvöldið. Alveg frá byrjun er ljóst að ekki er allt með felldu hjá þeim sambýlingunum og um kvöldið fer af stað hröð og afdrifarík atburðarás og allskyns óhugnanlegir hlutir eiga sér stað,“ útskýrir Jón Páll og bætir við að alltaf sé erfitt að draga verk í dilka en að hann myndi lýsa því sem gaman- og spennuþriller. „Ég tek ekki að mér leikstjórn á verki nema ég sé sannfærður um að það eigi er- indi á fjalirnar og hafi eitthvað að segja okkur í samtímanum. Ég var frá upphafi fullviss um að þetta verk • fullnægði þeim skilyrðum.“ Tómið í tímanum Herra Kolbert er djúp ádeila á samtíma okkar sem er uppfullur af allsnægtum en organdi eyðimörk á sama tíma. Jón Páll segir Giesel- mann ná að fanga þennan doða samtímans í verkinu. „Gieselmann tekur vel þessari kynslóð sem er komin með allt upp í hendurnar en þráir samt einhverskonar líffyll- ingu, að finna til og finna fyrir því hvernig það er að vera manneskja. í þessari örvæntingarfullu leit að ein- hverju haldbæru grípa þessi einstak- lingar oft til þess ráðs að sturta í sig eiturlyfjum, halda framhjá, sofa hjá barnapíunni, aka á ofsahraða eða gera eitthvað annað sem vekur ein- hver viðbrögð. Fólkinu líður ekki eins og það sé lifandi þrátt fyrir að eiga allt dótið sem það langar í. Það skortir eitthvað stórt og mikið sem liggur ekki á lausu.“ Þetta ástand samtímans er Jóni Páli hugleikið og meðan hann vann að sýningunni las hann sér töluvert til um „dráps- fræði“ eða killology sem hann segir tengjast töluvert umfjöllunarefni sýningarinnar. „Þessi grein vísind- anna fjallar um það hvernig hægt er að deyfa þá frumhvöt mannsins að vilja ekki taka líf annarrar mann- eskju. Rannsóknir á undirstúku heiíans hafa leitt í ljós að þar er inn- byggður ákveðinn lás sem kemur í veg fyrir að við drepum aðra mann- eskju. Svo eru framleidd allskyns meðul til þess að brjóta upp þennan lás, til dæmis eru hermenn þjálfað- ir með tölvuleikjum og dúndrandi tónlist sem þeir síðan taka með sér á orrustuvöllinn og halda áfram að myrða fólk í raunveruleikanum sem þeir áður höfðu bara gert á tölvuskjánum. Sjálfir sjá þeir bara litlar grænar flyksur á jörðu niðri meðan þeir svífa um í háloftunum í háþróuðum orrustuvélum. Það er sífellt verið að skilyrða okkur til þess að hunsa þá frumþörf okkar að sýna öðru fólki samúð og drepa niður í okkur manngæskuna," segir Jón Páll og bætir við að það sé eitt- hvað verulega mikið athugavert við það þegar fréttir af því að FL Group hafi verið selt í heilu lagi veki meiri athygli en fréttir af sundurtættum líkömum á vígvellinum í Irak. Veikleiki að sýna hluttekningu Aðalpersónurnar í Herra Kolbert, þau Ralf og Sara, eru búnar að koma sér upp fallegu lífi að því er sam- Hvöss ádeila og leifrandi húmor Leikarar í sýningunni eru þau Edda Björg Eyjólfsdóttir, G/sli Pétur Hin- riksson, Guðjón Davíð Karlsson, Ól- afur Steinn Ingunnarson og Unnur ösp Stefánsdóttir ferðamenn þeirra best sjá en eins og oft endranær er ekki allt sem sýnist. „Þetta unga fólk er búið að koma sér upp réttu íbúðinni, kaupa plasmaskjá og allt það sem því fylg- ir. Allt er eins og það á að vera en fað vantar eitthvað í þennan heim. þessum heimi eru mistök að vera mannlegur. Að sýna samúð og hlut- tekingu er skilgreint sem veikleiki og ef þú afhjúpar það í heiminum sem Ralf og Sara búa í - og við öll hin, þá ertu dauðans matur. Þegar kúlið tapast er botninum náð,“ seg- ir Jón Páll, ánægður með uppsetn- inguna og starfið fyrir norðan. „Magnús Geir er mjög metnaðar- fullur í allri sinni stjórnun og verk- efnavali. Þarna hafa farið saman góðar vinnuaðstæður, góður starfs- andi og frábært verk. Okkur hefur líka tekist að sópa hingað norður fjölmörgum hæfileikaríkum lista- mönnum sem vinna að þessu með okkur og það er ómetanlegt.“ Jón Páll segir leikverkið hafa allt til að bera sem prýtt geti gott verk og hvetur alla til þess að panta sér far norður yfir heiðar. „Verkið er mjög krefjandi og ekki allra en sýningin er skemmtileg. Það kitlar okkur og slær okkur utan undir í senn. Gie- selmann fer alveg fram á brúnina og við fáum að stara ofan í hyldýp- ið um stund.“ hilma@bladid.net Handritin í Þjóömenningarhúsinu ÞJÓDMENNINGARHÚSIÐ Þjóðmenningarhúslð Hverfisgötu 15, sfmi: 5451400 www.thjodmennlng.is Sýningar - lelðsögn - veitlngar - verslun Opið daglega frá kl. 11 til 17 Ókeypis aðgangur um helgina. Strætisvagnar aka um Hverfisgötu. Bílastæðahús handan götunnar. Nýtt frá Nýhil Út er komin hjá Nýhil skáldsagan Fenrisúlfur eftir Bjarna Klemenz. Þar segir frá Bergi, hávaðasegg og miðbæjarrottu sem lifir í fantasíu- .SVONA Á AÐ SEGJA SÖGU." MANNTAFL f! EFTIR STEFAN ZWEIG AÐEINS 4 SYNINGAR! ÞRÁINN 8ERTELSSON TILNEFNT TIL GRIMUNNAR 2006 Miöasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is BORGARLEIKHUSIÐ heimi á mörkum noise-tónlistar og norrænnar goðafræði. Hann kemst í kynni við hina dularfullu BDSM- drottningu Védísi á Netinu og þarf í kjölfarið að keppa um hylli hennar við súkkulaðidrenginn sem gengur undir nafninu Bronsmaður- inn, hvers dagar verða brátt taldir. Á bak við allt saman lúrir skuggi undraverunnar eða ofurhetjunnar Fenrisúlfs. Þetta er fyrsta skáld- saga Bjarna og verður hún fáanleg í verslunum líkt og hinar tvær skáld- sögurnar sem Nýhil gefur út fyrir þessi jól en það eru Svavar Pétur & 20. öldin eftir Hauk Má Helgason og Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl. fenrisúlfu bjami klcmcfi

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.