blaðið - 28.10.2006, Síða 31

blaðið - 28.10.2006, Síða 31
blaöiö LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 31 „Höfnunartilfinningerfylgikvillileik- arans en hún þarf ekki að vera mikil í byrjun ferilsins þvi þá á maður allt lífið framundan og alla sénsana eftir. Ég held að fólk á mínum aldri sé oft illa haldið af höfnunarkennd, ekki síst þeir sem eru á föstum samningi því þeim finnst þeim hafnað á þeirri forsendu að þeir fái ekki góð hlut- verk að glíma við. Ég upplifi meiri höfnunartilfinningu inni í stofnun- unum en í lausamennskunni því þar er erfitt að upplifa mikla höfnun. Það vinnur enginn leikari í lausa- mennsku nema hann hafi mikið til að bera, aðrir detta út og fara í önnur störf.“ Edda hefur prófað að vera á samningi og að vera í lausamennsku en er ekki frá þvi að lausamennskan henti henni betur. „Það er spennu- fíkillinn í mér sem fær eitthvað út úr því að vera í lausamennsku en ég er ekki að segja að það sé mér hollt. Á haustin fæ ég óviðráðanlegt gleði- kast í magann við það að veturinn skuli kannski vera hálfskrifað blað. Þetta er því alltaf stressandi en ég væri vanþakklát ef ég leyfði mér að taka mér orðið basl í munn. Ég er þvílík forréttindamanneskja, ég hef alltaf haft miklu fleiri verkefni en ég get sinnt og er óendanlega þakklát." Næ ekki andanum fyrir grátnum Edda ákvað að skella sér í háskóla í sumar og er nánast hálfnuð með mastersgráðu í stjórnun mennta- og menningarfyrirtækja. „Eftir námið stefni ég að því að fara í röðina með strákunum og sækja um borgarleik- hússtjórastöðuna. Annars er allt opið hjá mér, ég gæti líka ráðskast aðeins með öll þessi stóru flugfélög, skipafy rirtæki, banka eða fjárfesting- arfyrirtæki. Ég er alveg tilbúin til að fá 20 milljónir á mánuði í nokkur ár. Það væri svolítið öruggt fyrir spennu- fíkilinn í mér en ég myndi reyna að gera þetta æsandi,“ segir Edda og viðurkennir að skólinn geti verið ansi erfiður. „Þetta er svo erfitt að stundum næ ég ekki andanum fyrir grátkekki og áhyggjum. Stundum finnst mér ég vera með greindarvísi- tölu núll en þess á milli er þetta of- boðslega skemmtileg áskorun. Þetta er mesta áskorun sem ég hef á ævi minni tekist á við því þarna er ég á núllpunkti, ég hef ekkert í handrað- anum nema lífsreynsluna og er að takast á við hluti sem ég hef aldrei á ævi minni lent í. Þó ég sé stundum í áhyggjukasti og geti ekki sofið því ég held að ég geti þetta ekki þá ríf ég mig upp á rassgatinu og sæki mér áfallahjálp. Ég hringi í Gunna vin minn sem segir alltaf að ég geti þetta víst og þá er ég komin á rétt ról. Þau verkefni sem ég hef leyst hingað til hafa gengið upp og með reglulegu millibili er ég í bjartsýniskasti og tel fullvíst að ég muni ná öllum kúrs- unum sem ég þarf til að geta skrifað ritgerðina." Hættulega þægilegt að vera einhleyp Edda er fráskilin og segist því finna fyrir mikilli samsvörun við Ástríði, persónu sína í Brilljant skiln- aður. „Það var ekki langt um liðið frá mínum skilnaði þegar ég byrj- aði að leika í verkinu. Þetta er búið að vera meðferð fyrir mig og meira að segja ákveðin heilunarmeðferð fyrir marga sem sjá þetta. En þetta er tilfinningavinna í hvert sinn á leiksviðinu og það má segja að það sé súrsætt að standa uppi á sviði í hvert sinn og rifja upp þessar gömlu tilfinn- ingar. Það er líka ákveðið kikk því maður fær stundum kikk út úr því að þjást. Ég er því einhleyp og það er hættulega þægileg tilfinning. Ég trúi því að maður eigi að eiga í ástar- samböndum og ég veit að það er líka skrifað í mín ský. Hins vegar er svo of- boðslega þægilegt að ráða öllu sjálfur, þurfa aldrei að spyrja neinn og gera allt nákvæmlega eins og manni sýn- ist. Ég er líka í þeim forréttindahópi að eiga svona ofboðslega mikið af yndislegum vinum og kunningjum í kringum mig og yndislega fjölskyldu. Ástríður fann rosalega fyrir einmana- leikanum og það eru margir sem upplifa hann. Eg upplifði hann bara á stuttu tímabili þegar ég vildi ekki hafa samband við neinn, ég þurfti að vera ein og þjást.“ Rækta það besta í mínu fari. Edda hefur unnið heilmikið í sjálfri sér undanfarin ár og segist umfram allt vera þakklát fyrir ynd- islegt líf. „Mér finnst ég hafa fengið Fágæt sérgáfa „Það verðurað segj- ast eins og er að kómískt hæfileikafólk útskrifast mjög sjaldan úr leiklistarskóla. Þetta er fágæt sérgáfa en þegar maður er kominn á minn aldur þá þorir maður að segja þetta upphátt. “ margar gjafir frá lífinu, bæði í starfi og einkalífi. Það er svo mikið af fólki að glíma við sjúkdóma og alls konar sorgir og það er ómetanlegt að eiga fjölskyldu þar sem allir eru heilsu- hraustir. I sjálfsræktinni reyni ég að rækta það besta í mínu fari en ég hef alltaf viljað vinna með tilfinningar mínar. Leikarar þurfa að gera það en það er því miður ótrúlega auðvelt að sleppa með yfirborðsvinnu. Ef þú sérð leikara sem þú virkilega hrífst af og hann fær þig til að hlæja og gráta þá er öruggt að hann er að vinna alvöru tilfinningavinnu og fara í eigin tilfinningabanka. Svo sérðu fullt af fólki sem stendur uppi á leik- sviði með tilfinningarnar hangandi utan á sér og hefur ekki kjark til að fara í eigin tilfinningabanka," segir Edda og bætir við að sjálfsræktin hafi gefið henni meiri heiðarleika. ,Ég er miklu óhræddari að horfast í augu við það þegar ég verð grimm, hranaleg eða stekk upp á nef mér og veð yfir fólk. Ég er farin að ná utan um það strax, ég þarf ekki að ljúga að sjálfri mér að þetta hafi verið í lagi. Ég horfist í augu við að það var ekki í lagi hvernig ég kom fram og ég er farin að þora að biðjast fyrir- gefningar. Ég á til ofboðslega mikla stálstjórnunarsemi, ég verð ósveigj- anleg og hlutirnir verða að vera eftir mínu höfði. Ég er að læra að greina þarna á milli, hvenær það er stjórn- sýki og hvenær það er vegna þess að ég hef reynsluna og veit betur.“ svanhvit@bladid.net v'\nsæ\u irsh^ðarp^ar . ££%&**** fundi« áahóPa fyrir 5t°ra y ekki missa af okkar landsfræga og margrómaða jólahlaðborði. Pantið tímanlega til að tryggja ykkur borð. Síðast komust færri að en vildu. p^ðeins nokkur kvo\d laus Veislur O cc Árshátíðir '< I— Jólahlaðborð Zi < Brúðkaup cc Z) Fermingar O Vinnustaðafundir oo ID Hópefli tn LLl Ráðstefnur o.fl. > Á föstudags- og laugardagskvöldum er innifalið í verði; Jólahlaðborð, dansleikur, hljómsveit leikur fyrir dansi, rútuferðir fram og til baka. Sunnudagskvöldin eru fjölskyldukvöldin okkar, þá kemur jólasveinninn í heimsókn með glaðning handa börnunum, frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með foreldrum. 4 glæsilegir salir - allt að 350 manns Tilvalið fyrir starfsmannahópa, vinahópa, klúbba, félagasamtök og alla hópa sem vilja hafa gaman og láta dekra við sig í mat og drykk . UppL og ból^nir í síma Sfliðasfláíimi í HVCVCUfÖCuilt www. skidaskali.is - Netf. skidaskali@skidaskali.is uDI ZUZU

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.