blaðið

Ulloq

blaðið - 28.10.2006, Qupperneq 38

blaðið - 28.10.2006, Qupperneq 38
3 8 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 Það er einfalt að búa til drauga- sleikipinna úr laugardagsnamminu. Settu einfaldlega vasaklút eða bréf yfir sleikjóinn og bittu hnút með bandi utan um sleikipinnann. blaðið Krekkjðvahan er skenuatileg Víða um heim er hrekkjavöku fagnað. Á (slandi hefur sá siður ekki fest sig í sessi. Þess í stað höld- um við upp á öskudag í febrúarmánuði. En það er samt alltaf gaman að finna sér tilefni til að klæð- ast í búning, lesa draugasögu, búa til draugakökur og kynna sér um hvað hrekkjavakan snýst. Draugakökur Þetta þarftu: 1/2 bolli sykur 1/2 bolli púðursykur 1/2 bolli hnetusmjör 1/4 bolli mjúkt smjör 1 egg 1 1/4 bolli hveiti 3/4 teskeið matarsódi Vz teskeið lyftiduft 1/4 teskeið salt Skrautkrem: 3 bollar flórsykur 4 til 5 teskeiðar mjólk Nammi til að skreyta með ef vill. Eða skrautsykur.Smá- kökumót sem er eins og draugur í laginu. Hringlaga mót dugir líka ef þú átt ekki slíkt. Og svona gerirðu: Fáðu einhvern fullorðinn til að hjálpa þér. Hrærðu saman sykri, hnetusmjöri, smjöri og eggi í stórri skál. Hrærðu saman við hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti. Settu plastfilmu yfir skálina og kældu deigið í ís- skápnum í 3 klukkustundir. Hitaðu ofninn í 220 gráður. Settu smá hveiti á hreint borð. Skiptu deiginu í tvennt og búðu til tvær rúllur úr því. Flettu út deigið og skerðu út úr því með litlu kökumóti. Notaðu hringi eða mót sem eru í laginu eins og draugur. Raðaðu kökunum á bökunarpapp- ír. Passaðu að hafa þær ekki of þétt saman. Kökurnar eiga að bakast í 6 til 8 mínútur þangað til þær eru Ijósbrúnar. Taktu þær þá úr ofninum og láttu þær kólna. Biandaðu skrautkremið í skál þangað til það er mjúkt og settu það á kökurnar. Skreyttu með nammi. Hvers vegna draugar og beinagrindur á hrekkjavöku? Hrekkjavaka um helgina Hrekkjavaka er haldin hátíðleg víða um heim núna um helgina og í næstu viku og þið veltið því ef til vill fyrir ykkur af hverju svona mikil áhersla er lögð á drauga og draugalega stemningu. Siðurinn er upprunninn hjá Keltum á Bretlandseyjum en fyrir þús- undum ára fögnuðu þeir nýju ári 1. nóvember í stað 31. desember. Keltar dýrkuðu náttúruna og héldu mikla veislu þar sem þeir kveiktu bál, fóru í búninga og færðu gjafir og mat til látinna vina og ættingja í von um að þeir kæmu f heimsókn. I Mexíkó fögnuðu Astekar degi hin- na dauðu í ágúst. Þeir færðu þeim blóm og mat. Miklu seinna lýsti kaþólska kirkjan því yfir að þann 1. nóvember yrði haldin allraheilagra- messa til að heiðra látna dýrlinga. Nóttin fyrir allraheilagramessu varð þekkt sem All Hakkiween sem má þýða sem hrekkjavöku. Þegar kaþólsk trú breiddist út um Suður- Ameríku sameinuðust þessar hátíð- ir í eina, sú keltneska, dagur hinna dauðu og allraheilagramessa. Beinagrindur, draugar og nornir einkenna þennan dag og nóttina áður og sumum finnst það ógurlegt en hrekkjavaka er samt hátíð og þá ríkir engin sorg og lífi þeirra sem eru látnir er fagnað. Þannig minnir hrekkjavak- an og tákn hinna dauðu, draugar og beinagrindur, okkur á hvað lífið er dýrmætt II Árshátíð Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldin í húsi Ferðafélags íslands Mörkinni 3 föstudaginn 3. nóvember kl. 19.30 (húsið opnað kl. 19.00 ) Ávarp: Veislustjóri: Hátíðarræða: Einsöngur: Danssýning: Margrét Margeirsdóttir formaður FEB Hinrik Bjarnason. Guðrún Helgadóttir rithöfundur. Signý Sæmundsdóttir. Ungmenni frá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi. Söngur og gamanmál. Dansleikur: Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Veislumatseðill. Verð aðgöngumiða kr. 4800.- Miðar seldir á skrifstofu félagsins s.588-2111 Síðasti söludagur þriðjudagur 31. október. Hvað heitir þú? „Ólína Rún Þórarinsdóttir." Hvenær áttu afmæli? „4. janúar og ég er alveg að verða 5 ára.“ Áttu einhver systkini? „Ég á eina systur sem heitir Fan- ný Helga og er 2 ára.“ Hvað heitir leikskólinn þinn? „Hann heitir Rjúpnahæð og deild- in mín heitir Krummahreiður." Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum? „Að leika mér í dúkkubúinu og að stóru kubbunum og að leika mér úti.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég myndi vilja vera lögga því að þá gæti ég verið úti seint á kvöldin." Hvaða kvikmynd sástu síðast og hvernig fannst þér hún? „Ég horfði síðast á öskubusku og fannst hún mjög skemmtileg." Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Pasta með tómatsósu og steikt- ur fiskur." Hver er uppáhaldstölvuleikurinn þinn? „Ég spila aldrei tölvuleiki. Ég fer bara í Stafakarlanna og inn á disney.com eða barbie.com." Hvernig tónlist finnst þér skemmti- legast aðhlustaá? „Tónlistina úr Línu langsokk og Latabæ." Ef þú fengir eina ósk, hvers mynd- irðu óska þér? „Að ég gæti leikið við Elís og Bent Ara frændur mína á hverj- um deg i."

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.