blaðið - 18.11.2006, Side 14

blaðið - 18.11.2006, Side 14
___________i____KYNNIR_____ INTERNET MARKETING BOOTCAMP Er vefurinn þinn nð skiln sínu? Scope stendur fyrlr tveggja daga námskeiði í markaðssetningu á Internetinu dagana 22.-23. nóvember á Hótel Nordica. Fyrirlesari er Susan Sweeney, starfandi ráðgjafi og höfundur fjölda bóka um markaðssetningu á Internetinu eins og “3G Marketing on the Internet" og “Internet Marketing for Your Tourism Business”. Náðu forskoti í samkeppninni! Á námskeiðinu er farið yfir helstu aðferðir til að hámarka árangur af markaðsstarfi á Internetinu og þátt- takendum kennt að nýta sér alla þá möguleika og nýjungar sem netið býður upp á til markaðssetningar. Kynntu þér dagskrána og skráðu þig á www.scope.is/bootcamp. Félagar í eftirtöldum félögum njóta sérstakra afsláttarkjara: |j| ímark, SAF, SAU, FVH, LHM. í samstarfi við j3 s Nordica hotel ICElANDAIRHOmS 14 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 HVAÐ MANSTU? 1. Hvað heitir Ellý sem var í Q4U fullu nafni? 2. Hver skrifar vikulega fjölmiðlapistla í Viðskiptablaðið? 3. Hver leikur Jaws eða Tanna í James Bond-myndunum? 4. Hvað heitir forsætisráðherra Frakklands? 5. Hvað er Bulgogi? blaðið Þjóðkirkjan: Hefði betur ráðið Sigríði Hæstiréttur telur Þjóðkirkjuna hafa brotið jafnréttislög með skipun Sigurðar Arnarsonar í embætti sendiráðsprests í London árið 2003. Hæstirétt- ur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn viðurkenndi skaðabótaskyldu íslensku Þjóðkirkjunnar gagnvart Sigríði Guðmarsdóttur, sem sótti einnig um stöðuna á sínum tíma. Hæsti- réttur taldi að Sigriður hefði sýnt fram á að menntun hennar og reynsla gerði hana jafnhæfa eða hæfari til að gegna prests- embættinu en sá sem það hlaut og hefðu verið leiddar nægilega miklar líkur að því að Sigríður hefði orðið fyrir fjárhagstjóni sem Þjóðkirkjan bæri ábyrgð á. Húsgögn & ' gjafavörur Ramrnar: 1250,- BORÐ FYRIR TVO 0$ Opnunarfímar Mán-Fri: 10-18 Lau: 11-18 Skemmuvegi 6 Svör: 'tz ® cz "p ~ E - = ° - •= E .E 'Cd r-:n=oicLDco'*f>inl5' Mynd/Golli ..flp Valdsvið slökkviliðsins takmarkað: Áminningar án afleiðinga ■ Lagafrumvarp búið að vera tvö ár í bígerð Allt frá Hringrásarbrunanum í nóvember 2004 hafa verið í burðar- liðnum lagabreytingar svo slökkvi- liðsmenn geti fylgt eftir kröfum sínum um úrbætur brunavarna. Slik lög myndu hjálpa til við að skil- greina betur hvar starfi slökkviliðs lýkur og byggingarfulltrúi tekur við. Björn Karlsson brunamálastjóri segir að vinna við þessa lagabreyt- ingu sé langt komin en hún taki þó ekki gildi fyrr en búið sé að afgreiða breytingar á skipulags- og mann- virkjalögum. Hann bindur vonir við að þessar lagabreytingar verði lagðar fram á næsta þingi. Björn segir þó að vissulega hafi slökkviliðsmenn úrræði til að fylgja eftir kröfum sínum. „Ef einhver ætlar að koma og stela eða nauðga þá er hann tekinn mjög harkalega og settur í fangelsi strax, en ef ein- hver hlýðir ekki reglum um bruna- varnir þá er það ekki gert heldur er farin mýkri leið.“ Mýkri leiðin er sú að eigendur húsnæðis sem eru með slakar brunavarnir fá send bréf þar sem þeim er hótað aðgerðum ef þeir lagi ekki ástandið. Aðhafist þeir ekki fá þeir sent annað bréf þar sem þeim er hótað dagsektum. Þá gefst eigendunum kostur á því að koma með sínar eigin athugasemdir og svona gengur ferlið áfram. „Hægt og rólega fást kröfurnar uppfylltar,“ segir Björn og bendir á að vilji Al- Það virðist vera vilji Alþingis að fara mýkri leið Björn Karlsson brunamálastjóri þingis virðist vera að mýkri leiðin sé farin í brunavarnamálum. Slökkviliðið hafði gert athuga- semdir við ástand lóðar fyrirtæk- isins. Eigandanum var gefinn sex vikna frestur til að vinna að úrbótum. Þegar bruninn varð á sínum tíma var fresturinn nýliðinn og litlar sem engar úrbætur höfðu verið gerðar. Ef slökkviliðið hefði haft betri leiðir til að krefjast úrbóta hefði verið hægt að koma í veg fyrir þann bruna. Björn segir að staða mála í íbúðum án leyfis sé ákaflega slæm. Það sé ekkert brunaeftirlit með íbúð- arhúsnæðum og þar lendir slökkvi- liðið í vanda. „Eldvarnaeftirlitið kemur að hús- næði sem er í rauninni iðnaðarhús- næði, en allt í einu er búið að breyta því í íbúðarhúsnæði.“ Hann segir að þarna virðist sem eldvarnamenn telji sig vera komna að mörkum síns valdsviðs. „Þetta er á valdsviði bygg- ingarfulltrúa sveitarfélagsins, það er hann sem á að sjá til þess að notk- unin á húsnæðinu sé sú rétta.“ íþróttir í sjónvarpi: Vill skoða kostnað RÚV Eðlilegt er að skoða hvort Ríkis- sjónvarpið eigi að vera í samkeppni við einkastöðvar um erlent íþrótta- efni að mati Björns Inga Hrafns- sonar, varaþingmanns Framsóknar- flokksins. Hann hefur nú lagt fram fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi þar sem óskað er eftir upp- lýsingum um kostnað við íþrótta- efni sjónvarpsins. Björn segir það vera umhugsunar- efni þegar Ríkissjónvarpið er orðið hlutskarpast í útboðum gegn einka- stöðvum um íþróttaefni á borð við Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu. Hann telur eðlilegra að pen- ingarnir séu notaðir til að styrkja innlenda dagskrárgerð. „Mér finnst það skjóta skökku við þegar verið er að setja upphæðir í erlent íþrótta- efni sem jafnast á við það sem á að setja í innlenda dagskrágerð."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.