blaðið - 18.11.2006, Page 31

blaðið - 18.11.2006, Page 31
30 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 blaöiö „Viðfangsefm stjórnmálanna er að gæta þess að engir séu fátækir Þar liggur ábyrgð okkar stjórn- málamannanna sem eiguni að horfa til hagsmuna heildarinnar. að fór að brjótast um í mér að það væri nánast pólitísk skylda mín að gera grein íyrir sjálfum mér og sýn minni á sam- félagið í bók. Þetta var skemmtilegt viðfangsefni hvernig sem á það er litið því skriftirnar neyddu mig til að átta mig á sam- hengi hlutanna og horfa á þá í heild. Bókin er tilboð um rökræðu. Ég trúi á gildi rökræðunnar og umræð- unnar og lýðræðislegra skoðana- skipta," segir Steingrímur J. Sigfús- son um nýútkomna bók sína Við öll - íslenskt velferðarsamfélag á tíma- mótum sem Salka gefur út. Hnattvæðing græðg- iskapítalismans Kemstu að niðurstöðu í þessari bók? „Samning bókarinnar sannfærði mig enn betur en áður um vissa hluti en knúði mig líka til að endur- meta viðhorf mín í vissum tilvikum. Ég get til dæmis nefnt viðhorfin til markaðarins. Ég er nú eindregn- ari andstæðingur óheftrar kapít- alískrar markaðshyggju en ég var orðinn um tíma. Þegar maður setur hana, hvort sem er í félagslegt sam- hengi á íslandi eða skoðar hana í hnattrænu samhengi félagsmála og umhverfismála, þá get ég ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að það verður að setja mjög stífa fyrirvara á því að hin óhefta nýfrjálshyggju-markaðsvæðingar- stefna vaði yfir heiminn á skítugum skónum. Ég gagnrýni ýmsa þætti hnattvæðingar vegna þess að hún er allt of mikið á forsendum fjármagns og stórfyrirtækja. Engum stjórnmálamanni sem tekur sjálfan sig alvarlega á að líð- ast að tala af léttúð um hin stóru hnattrænu viðfangsefni sem eru svo brýn og svo krefjandi. Kosturinn við stöðuna er sá að mannkynið býr yfir meiri þekkingu og tækni til að leysa málin en nokkru sinni fyrr. Þessa miklu getu er hins vegar ekki verið að virkja. Það fer of mikil orka í ófrið og of miklir fjármunir í víg- búnað. Neyslukapphlaupið valsar óheft um á Vesturlöndum. Vestur- lönd eru forréttindaklúbbur sem ver stöðu sína í heiminum með kjafti og klóm. I þróunarríkjunum upp- lifa menn þetta réttilega þannig að þeir séu alltaf að draga stysta stráið. Það verður að vinda ofan af hnatt- vædda græðgiskapítalismanum sem ræður ferðinni í allt of ríkum mæli í viðskiptalífi og stjórnmálum. Sem betur fer er hugsandi fólk úti um allan heim sem lætur i sér heyra og veit að breytingar eru nauðsynlegar. Þar felst vonin. í vissum skilningi hefur bókin gert mig róttækari á nýjan leik en fyrst og fremst vonandi víðsýnni. Bókin er ekki hvað síst málsvörn fyrir hinu samábyrga norræna velferðarsamfé- lagi. I þessari bók kemst ég að þeirri niðurstöðu að það hafi aldrei verið neitt vandamál fyrir samfélög að ein- hverjir verði ríkir. Mannskynssagan er vörðuð af dæmum um mikla auð- legð fámennrar yfirstéttar eða hóps í samfélaginu. Viðfangsefni stjórn- málanna er að gæta þess að engir séu fátækir. Þar liggur ábyrgð okkar stjórnmálamannanna sem eigum að horfa til hagsmuna heildarinnar. Ég trúi þvi líka að ísland gæti haft verulegu hlutverki að gegna sem smá- þjóð. Ég sting upp á því í bókinni að við bjóðumst til að hýsa hér smáríkja- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta verði formleg stofnun sem gæti hagsmuna og réttinda smærri ríkja og sjálfstjórnarsvæða og smærri menningar- og málsvæða. Hvar ætti hún betur heima en á íslandi sem var lengi minnsta sjálfstæða þjóðin í Sameinuðu þjóðunum? Það væri sómi að því ef tsland byðist til að taka að sér slíkt hlutverk. Áhrif frá Nýja-Sjálandi Förum að upphafinu, hvað gerði þigað vinstrimanni? „Ég held að það liggi að hluta til í uppeldinu. Ég var alinn upp í um- hverfi þar sem var mikið um vinstri- sinnaða framsóknarmenn: Þetta var félagshyggjufólk og herstöðvaand- stæðingar. Strax í menntaskóla fékk Greiðslukjör í allt að 36 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga SGleraugað Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík Sími: 568 1800 Fax: 568 2668 gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is blaðið LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 3 5 ég áhuga á utanríkis- og umhverf- ismálum og varð mjög róttækur í þeim málaflokkum. Þar með var stefnan tekin. Ég fann um tvítugt að ég átti best heima í Alþýðubandalaginu sem var róttækasti flokkurinn. Á þessum aldri var ég eindreginn her- stöðvaandstæðingur, vinstrimaður og umhverfisverndarsinni. Ég hef ekki elst mikið í þessum skilningi. Ég er nokkurn veginn sami vinstri- maðurinn og ég var rétt um tvítugt. En vitaskuld hef ég þroskast á þeim árum sem liðið hafa og sjóndeildar- hringurinn hefur víkkað. Þegar ég var tvítugur var ég skiptinemi á Nýja-Sjálandi i ár og var svo stálheppinn að lenda i fóstri hjá róttæku fólki. Fóstri minn þar, sem nú býr í Ástralíu, er mannfræð- ingur og kennari að mennt, mikill hugsuður og heimspekingur. Við áttum gríðarlega góðar rökræður um pólitík og heimspeki þegar við unnum saman á búgarðinum. Það var ákaflega gott að fá þann glugga út í heiminn sem ég fékk við það að vera skiptinemi og átti sinn þátt í að móta lífsskoðanir mínar.“ Áminning í söng Enginn efast um að þú ert í pól- itík af hugsjón en hverjir eru mestu eldhugar sem þú hejur kynnst í stjórnmálastarfi? „Mér verður aðallega hugsað til minna gömlu góðu félaga sem höfðu mótandi áhrif á mig þegar ég var kominn í framboð fyrir Alþýðu- bandalagið. Ég nefni Lúðvík Jóseps- son sem ég leit mjög upp til og dáði. Ég kynntist honum allvel. Hann var stórkostlegur maður. Eldhugi, skarp- greindur og skipulagður stjórn- málamaður. Einhver allra mesti ræðumaur sem ég hef kynnst, flutti meitlaðar, vel uppbyggðar og þaul- hugsaðar ræður. Hann hélt þær ekki til að sýna hversu glæsilegur ræðu- maður hann væri heldur vegna boð- skaparins sem hann var að koma á framfæri. Hann gat flutt þrumandi ræðu blaðlaust. Talaði kannski í korter en þá kom hann með innskot i ræðuna og fór í smá skógarferð. í þetta fóru kannski fimm mínútur og svo kom hann aftur á hárréttum stað inn í aðalræðuna. Hann var ótrúlegur. Ég hafði gífurlega mikið saman að sælda við Svavar Gestsson. Hann leiðbeindi mér og hjálpaði og sama má segja um Hjörleif Guttormsson og Ragnar Arnalds. Auðvitað hef ég séð stjórnmálaskörunga úr öðrum flokkum. Eysteinn Jónsson var mjög merkur stjórnmálamaður og sérstak- lega ber ég virðingu fyrir framsýni hans á sviði umhverfismála. Erlendir stjórnmálamenn hafa haft sín áhrif á mig. Þeir tveir menn sem ég dái mest, bæði sem stjórn- málamenn og manneskjur, eru Nel- son Mandela og Mahatma Gandhi. Ég hef kynnt mér verk þeirra og hug- sjónir. Þeir eru hetjur og afreksmenn, miklu fremur en hershöfðingjar og stríðsherrar sem menn hefja á stall og reisa styttur af. Menn sem ná þeim risavaxna árangri sem Mandela og Gandhi náðu með friðsamlegum, lýðræðislegum aðgerðum sem eru byggðar á grundvelli mannúðar og hugsjóna eru sannar hetjur í mínum augum. Ég ber hins vegar ákaflega litla virðingu fyrir ónefndum for- ystumönnum vissra ríkja um þessar mundir og í báðum tilvikum gætu fyrstu stafirnir vel verið B. Svo er gott fólk í kringum mann sem hefur á sinn hátt haft meiri áhrif á mann en maður áttar sig kannski á fyrr en seinna á lífsleið- inni. Besta veganesti mitt út í lífið var söngurinn hennar mömmu í eldhúsinu heima. Þegar hann hljóm aði þá var það ágætis áminning til mín um að reyna að vera sæmileg manneskja.“ Skokkað milli heima Þegarþetta viðtal birtist ertu í opin- berri þingmannaheimsókn í Indlandi þar sem bilið milli ríkra ogfátœkra er gríðarlegt. Hvernig heldurðu að það verði að koma til slíks lands? Framhald á nœstu opnu A//t á einum stað

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.