blaðið - 21.12.2006, Page 6

blaðið - 21.12.2006, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 blaöiö 4 lítra flíspoki VC 5200 / VC5300 ■ Afl: 1800/2000 w ■ Hepa 12 sía ■ Sérlega nett ■ Hæöarstilling áröri ■ 3,3 Itr poki HEPA 12 sía hreinsar 99,5% óhreininda A 2204 / A 2604 ■ Sýgur blautt og þurrt ■ Einnig fyrir útblástu ■ 18 / 25 Itr tankur VC 6100/VC 6200 ■ Afl: 1800/2000 w ■ HEPA 12 sía ■ Hæöarstilling á röri ■ Aukahlutir Snura dregst mn k^ ÞRÓUNARAÐST00 Fjórðungur til Malaví Nær fjórðungur af framlögum Þróunarsamvinnustofnunar á næsta ári fer til verkefna í Malaví. Þau framlög nema alls 280 milljónum króna en alls kosta verkefni á vegum stofnunarinnar 1.200 milljónir króna á næsta ári. 150 milij- ónir fara til Úganda og litlu minna til Namibíu. 130 milljónir verða notaðar í Mósambík, tæpar 100 milljónir í Srí Lanka og 70 milljónir fara til Níkaragúa. INNLENT Biðstaða á strandstað Stjórnarformaður Nesskipa segir aðgeröir í biðstöðu og að líklegt sé að skipið verði hlutað sundur í fjörunni. Veðurskilyrði hamla þvi'að SKEIFAN 3E-F ■ SlMI 581-2333 • FAX 568-0215 • WWW.RAFVER.IS Aðgerðir á strandstað í biðstöðu: Rífa skipið líklega í fjöruborðinu ■ Ósköp lítiö hægt aö gera ■ Hættum ekki mannslífum ■ Aðstæður ekki eins og best verður á kosið Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég held að það sé ósköp lítið sem hægt er að gera og rólegt hefur verið á vígstöðvunum. Ástæða strands- ins virðist vera bilun í sjálfstýring- unni og ekkert annað hefur komið fram. Skaðinn er augljós þar sem skipið er ónýtt og darraðardansinn í kringum þetta er kostnaðarsamur segir GuðmundurÁsgeirsson, stjórn- arformaður Nesskipa. Flutningaskipið Wilson Muuga var vaktað í fyrrinótt af lögreglu- og björgunarsveitarmönnum eftir að það strandaði utan við Sandgerði klukkan sex mínútur yfir fjögur að- faranótt þriðjudags. í gær var unnið að því að leggja viðunandi veg niður að fjörunni og undirbúnar að- gerðir við að tæma olíutanka skips- ins. Veður hélt áfram að hafa áhrif á störf björgunarmanna þar sem mikið rok og rigning var á strand- staðnum í gær. Slæmar aðstæður Umhverfisstofnun stýrir að- gerðum varðandi losun þeirra fjögur hundruð tonna af svartolíu á' ' Það fer eftir að- r n stæðum hvenær * a, fJm hægtverðurað hefjast handa. V jTj s Stefán Einarsson, y, 7 Umhverfisstofnunar sem eru í tönkum skipsins. Stefán Einarsson, fagstjóri framkvæmda- og eftirlitssviðs stofnunarinnar, segir aðstæður á strandstað stýra því hvernig framvindan verður. „Við urðum að bjarga fólkinu fyrst. Síðan verður hafist handa við að ná olíunni úr skipinu, eftir því sem hægt er. Undirbúningur stendur yfir og við erum í samstarfi við 01- íudreifingu með þá aðgerð,“ segir Stefán. „Það fer eftir aðstæðum hve- nær hægt verður að hefjast handa, aðstæður hér eru ekki eins og best verður á kosið.“ Hættum ekki mannslífum Gestur Guðjónsson, umhverfisör- yggisfulltrúi Olíudreifingar, segir undirbúning í gangi en bendir á að lítil dagsbirta og veðurskilyrði dragi úr kraftinum. Hann segir of snemmt að segja til um hvenær haf- ist verði handa við dælingu. „Við erum að senda mannskap um borð til að meta aðstæður og búnaður- inn er kominn. Þetta er heilmikil aðgerð og við ætlum alls ekki að hætta mannslífum hérna,“ segir Gestur. „Varðandi framhaldið er best að spyrja veðurguðina. Núver- andi veðurspá gefur ekki tilefni til bjartsýni.“ Hlutað sundur Aðspurður ítrekar Guðmundur að lítið verði gert við skipið úr þessu. Hann telur líklegt að beðið verði eftir því að skipið þokist ofar í fjöruna og þá verði hægt að hluta það sundur. „1 næstu viku gæti þok- ast eitthvað í því að vinna í skip- inu en í raun er allt í biðstöðu og menn að skoða aðstæður. Það eina sem er 1 gangi er að tappa olíunni af,“ segir Guðmundur. „Ég hef sjálfur átt samtöl við skipsáhöfn- ina og þar kom ekkert nýtt fram. Skipstjórinn gegndi öllu því sem honum var sagt og gerði allt í sam- ráði við okkur. Nú er rannsóknar- lögreglan að yfirheyra mennina og teknar voru alkóhólprufur af öllum skipverjum." fituskert og eggjalaus gerir gœfumuninn vÁÍ'/. VOGABÆR Sími 424 6525 www.vogabaer.is Utigangsmenn í Reykjavík: Fá hlý rúm og hjúkrunarþjónustu Opna á nýtt heimili fyrir útigangs- menn í Reykjavík á næsta ári sam- kvæmt samkomulagi sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri undirrituðu í gær. Á heimil- inu verður boðið upp á gistiaðstöðu fyrir tíu karlmenn en rannsóknir benda til þess að þeir skipi yfirgnæf- andi meirihluta heimilislausra í Reykjavík. Samningurinn nær til fjögurra ára og áætlað er að félagsmálaráðu- neytið og Reykjavíkurborg muni samanlagt verja um 160 milljónum til stofnunarinnar. Fram kom í máli félagsmálaráð- herra í gær að margt bendi til þess að útigangsmenn eigi upp til hópa við alvarlegan heilsubrest að stríða og séu einnig almennt háðir áfengi og fíkniefnum. Á heimilinu munu útigangs- menn meðal annars fá aðgang að sérhæfðri heilbrigðis- og hjúkrunar- þjónustu en ekki verða sett skilyrði fyrir dvöl á heimilinu um að við- komandi hætti neyslu. Heimilislausir í Reykjavík fá gisti- aðstöðu / Reykjavík eru nú um 50 heimilislausir einstaklingar og þá aðallega karlmenn á aldrinum 30 til 50 ára.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.