blaðið - 21.12.2006, Side 30

blaðið - 21.12.2006, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er komid syndaflóð? „Nei, þetta er alvanalegt. Höfum við ekki haft fjögur ár í hæg- lætinu? Það er bara verið að minna okkur á að við séum orðnar kveifar og emjum eins og krakkar þegar það blæs. Hollt að minnast heilags Þorláks sem aldreí lastaði veður." Geir Waagc, sóknarprestitr í Rei/kholti í Borgarfirði Mikið hefur verið um flóð á Suðurlandi og Norðurlandi svo helst mætti líkja við syndaflóðið sjálft. HEYRST HEFUR... að hafa verið miklar um- ræður í þjóðfélaginu um um- deildan Kompássþátt þar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu var borinn þungum sökum. Guðmundur mætti í Kastljós á þriðjudags- kvöldið til að svara fyrir sig þar sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri frétta- stofu Stöðvar 2, var í sama þætti kvöldið áður. Það fer ekki mikið fyrir umræðum um sekt eða sak- leysi Guðmundar á bloggsíðum, enda virðist sem fæstir vilji bendla nöfn sín við slíkt. Óðru máli gildir um www.malefnin. com enda vefur þar sem not- endur geta tjáð sig nafnlaust. Þar er könnun á því hvort notendur trúa útskýringum Guðmundar í Kastljósi og þegar þetta er ritað eru um 63 prósent sem gera það ekki. í umræðum á Barnalandi virðist flestum finnast leiðinlegt að þetta skyldi koma fram svona stuttu fyrir jól og líta þar til fjöl- skyldu Guðmundar. Björgvin Halldórsson á vafalaust góð jól framundan, enda virðast vinsældir nýjustu geislaplötu hans engan enda ætla að taka. Á plötunni eru tón- leikar Björgvins og Sinfóníuhljóm- sveitar íslands sem haldnir voru í september síðastliðnum. Platan kom út 25. nóvember og nú þegar hafa selst 17 þúsund eintök sem er frábær árangur á innan við mánuði. Þó ber að hafa í huga að um 8500 eintök voru seld í sérsölu til fyrir- tækja og annarra aðila. Björgvin og Sinfóníuhljómsveitin fengu afhenta platínuplötu á þriðju- dagskvöldið við hátíðlega athöfn. Útgáfan inniheldur bæði geislaplötu og DVD-mynddisk sem þýðir að mynddiskurinn er langsöluhæsti diskurinn sem hefur komið út fyrr eða síðar á íslandi. svanhvit@bladid.net Marteinn Þorkelsson: „Mat- arvenjur Islendinga um jólin hafa breyst undanfarin ár en klassískur matur er alltaf áberandi." BbSiSÆyþór U Starfið mitt Hangikjötið selst alltaf vel Það er nóg að gera hjá Marteini Þorkelssyni, framleiðslustjóri í Kjötbankanum, þessa dagana enda nokkrir dagar til jóla og landsmenn því í óðaönn að kaupa í jólamatinn. Marteinn segir að annríkið sé í há- marki þessa síðustu daga fyrir jól. „Það er ekki góð hugmynd að kaupa kjötið of seint því það er búinn að vera kjötskortur undanfarna mán- uði og til að mynda er mikill skortur á rjúpu. Það hefur verið hörgull á grísakjöti og nautakjöti undanfarið og ég held því að fólk ætti að hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Þar sem Kjöt- bankinn er framleiðslufyrirtæki segir Marteinn að annríkið byrji hjá þeim í endaðan nóvember. „Við seljum kjöt í jólahlaðborðin á veit- ingahús og hótel. Þá kemst maður í jólaskap þar sem við framleiðum paté, reykjum fyrstu hangikjöts- grindurnar og gröfum kjötið.“ Nýjungagirni í matarvali Marteinn Þorkelsson segist telja að matarvenjur landans um jólin hafa breyst undanfarin ár. „Við framleiðum ekta ameríska kalkúna- fyllingu og eftirsóknin eftir henni er alltaf að aukast. Neyslan á kalkúnum, öndum og öðru fuglakjöti er því að aukast. Eins hefur innflutningur á dádýrum og strútakjöti aukist enda er fólk jafnan nýjungagjarnt og vill prófa eitthvað nýtt. Samt sem áður er þessi klassíski matur alltaf áber- andi, hangikjöt, hamborgarhryggur og rjúpa,“ segir Marteinn sem sjálfur hefur kalkún á aðfangadag. „Eg hef kalkúninn á amerískan máta, með sykursætri kartöflumús og öllu til- heyrandi. Svo má ekki gleyma jóla- hangikjötinu á jóladag en salan á því er alltaf jafn mikil. Þótt allar þessar nýjungar komi inn á markaðinn selst hangikjötið alltaf jafn vel.“ Nautið vinsælt yfir áramótin Auk þess segist Marteinn finna fyrir því að fólk noti frekar léttari mat um áramótin. „Kjötbankinn er áberandi í nautakjötssölu og við seljum meira fyrir áramótin en fyrir jólin. Ég held að fólk sé búið að fá nóg af salti og reyk eftir jólin. Það vill komast í góða Wellington- nautalund, heilsteiktar nautasteikur, kalkúninn eða jafnvel bara gott fersk- kryddað lambalæri. Fólk leitar því í ferskleikann aftur.“ svanhvit@bladid.net SU DOKU talnaþraut 6 1 5 2 8 9 7 4 3 3 9 7 1 4 6 2 5 8 2 4 8 3 5 7 6 9 1 9 6 3 4 7 8 5 1 2 4 5 2 9 1 3 8 6 7 7 8 1 6 2 5 9 3 4 i 2 9 7 6 4 3 8 5 5 3 4 8 9 2 1 7 6 8 7 6 5 3 1 4 2 9 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir f hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 2 9 5 4 5 7 4 8 7 9 6 5 2 9 7 3 5 9 8 9 3 1 5 7 1 6 5 3 8 2 1 6 7 eftir Jim Unger 2-26 © LaughingSlook Inlernalional Inc./dist. by United Media. 2004 Ég held að samstarf okkar sé ekki að ganga upp, fröken Baxter. A förnum vegi Hvað gefurðu margar jólagjafir? Hlynur Rúnarsson, nemi „Ég gef þrjár jólagjafir til þeirra sem eru mér kærastir." Guðrún Sonja Birgisdóttir, nemi „Ég held ég gefi þrettán jólagjafir." Karl Gunnarsson, svæðisstjóri „Ég hef ekki hugmynd um það, konan sér um þetta.“ Stefanía Sjöfn Vignisdóttir, nemi „Ég gef svona tíu jólagjafir. Gef fjölskyldunni og vinkonum." Vala Fanney ívarsdóttir, nemi „Þær verða svona sex.“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.