blaðið - 21.12.2006, Side 41

blaðið - 21.12.2006, Side 41
blaðið FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 41 Þingmaður stóð upp á Banda- ríkjaþingi og sagði tímabært að biðja Ingrid Bergman afsökunar á þeirri fordæmingu sem hún hefði orðið fyrir, hún myndi alltaf eiga pláss í hjörtum Bandaríkjamanna sem einn besti leikari samtímans. Ingrid Bergman og Rossellini skildu eftir sjö ára stormasamt hjónaband. Ingrid hafði trúað því að hjónaband þeirra myndi leiða til farsællar listrænnar sköpunar en svo varð ekki og vonbrigði hennar voru mikil. Hún giftist sænskum leikhúsframleiðanda, Lars Schmidt. Þau skildu eftir sautján ára hjónaband eftir að hún komst að ástarsambandi hans við yngri konu. Lifði fyrir vinnuna Einn ástmanna Ingridar, harm- óníkuleikarinn Larry Adler, sagði um hana: „Maður hreifst af fegurð hennarenmannifannsteinsoghún hefði aldrei lesið bók. Hún hafði engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Ég held að Ingrid hefði tekið að sér hlutverk í góðri kvikmynd fyrir hvern sem var, jafnvel fyrir nasista. Hún var mjög ákveðin kona. Hún lifði fyrir vinnu sína. Og ég held að enginn einstaklingur hafi verið henni jafnmikils virði og vinnan.“ Þriðju Óskarsverðlaunin hlaut Ingrid fyrir leik sinn í Morðinu í Austurlandahraðlestinni og síðan vann hún einn stærsta leiksigur sinn í Haustsónötu Ingmars Berg- mans. Þá var hún fárveik af krabba- meini en heyrðist aldrei kvarta. Örfáum dögum fyrir dauða sinn sagði hún: „Ég er ekki hrædd við að deyja. Líf mitt hefur verið auðugt. Ég er sátt.“ Ingrid Bergman lést árið 1982 á 67. afmælisdag sinn. I m. 21.-24 desember UR KJÖTBORÐI „Mér finnst líf mitt hafa verið dásamlegt,“ sagði Ingrid Bergman þegar hún sneri til Bandaríkjanna eftir sjö ára fjarveru til að taka við verðlaunum gagnrýnenda fyrir leik sinn í Anastasíu. „Ég hef gert það sem mér hefur fundist vera rétt. Ég fékk hugrekki í vöggugjöf og all- nokkra ævintýraþrá og það hefur fleytt mér áfram ásamt skopskyni mínu og skammti af heilbrigðri skynsemi." S?T ? Kaupmannsbúðirnar BÆJARLIND 1 • SÍMI 544 4510 Opið alla daga frá kl. 10 - 20 Hamborgarhryggur frá kr. 1.190 kg Hóisfjalla hangilæri kr. 1.590 kg Nautalundir kr. 3.590 kg mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Oprð á Aðfangadag til kl. 14:00 EFLIR - ALMANNATENGSL

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.