blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 blaöiA VEÐRIÐ í DAG AÐFANGADAGUR VÍÐA UM HEIM Algarve Glasgow 5 New York Amsterdam 7 Hamborg 6 Orlando Barcelona 8 Helsinkl 3 Osló Berlín 6 Kaupmannahöfn 7 Palma Chicago London 1 París Dublin 3 Madrid 6 Stokkhólmur Frankfurt 5 Montreal ■3 Þórshöfn Blautt og hvasst Sunnan 10 til 18 metrar á sek- úndu og rigning sunnan og vestan- lands, annars úrkomulítið. Hægir og dregur úr rigningu eftir því sem líður á kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Ofsaveður Suðvestan 18 til 25 metrar á sekúndu fram undir hádegi og skúrir eða él. Hæg- ara austan til. Lægir eftir hádegi, fyrst suðvestantil. Hiti 0 til 8 stig. Bandaríkin: Hættir í skóla og falsa ökuskírteini og debetkort: Afhausaði eiginkonuna Alofa Time, 51 árs maður frá Idaho í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa sagað höfuðið af fyrrverandi eiginkonu sinni. Lög- regla segir að Time hafi pyntað kon- una áður en hún lést. Upp komst um morðið þegar Time lenti í árekstri við annan fólksbíl á þjóðvegi í Idaho og höfuð kon- unnar flaug af palli pallbílsins sem hann ók. Lögregla fann svo lík konunnar í bílskúr mannsins. Saksóknarar segja að Time hafi grátbeðið lögreglu að skjóta sig til bana við handtök- una, en sjálfsvígsbréf fannst á heimili hans. I árekstrinum létust 36 ára kona og dóttir hennar sem voru farþegar í hinum bílnum. Time bíður enn dóms fyrir morð af gáleysi. Jólaskraut póstsins: Á ekki að stun- da smásölu „Hlutafélag í eigu hins opin- bera á ekki að stunda smásölu, hvort sem um er að ræða á snyrtivörum, jólaskrauti eða öðru. Því finnst mér þessi sala póstsins á jólaskrauti vera alveg á mörkunum," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um sölu íslandspósts á svokallaðri Jóla- prýði Póstsins. Um er að ræða sérhannað íslenskt jólaskraut sem ekki hefúr verið áður til sölu hjá póstinum eins og greint var frá í Blaðinu í gær. Seldu þrettán ára dreng fölsuð skilríki ■ Eru með undirmenn í flestum skólum og útibú á Akureyri ■ Afgreiða um hundrað skilríki á mánuði ■ Hægt að fá ódýr skilríki á netinu Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þetta er orðið svolítið stór bisness núna eftir að við komum okkur upp búnaði sjálfir. Við erum þrír saman hér á höfuðborgarsvæðinu og með útibú á Akureyri. Ætli þetta séu ekki um hundrað skilríki sem við afgreiðum í hverjum mánuði,“ segir Ólafur Nils Sigurðsson. Hann segir þá félaga geta afgreitt hvaða skilríki sem er, til dæmis debetkort og ökuskírteini, og að þau virki mjög raunveruleg. Ólafur Nils segir fölsuðu skilríkin vinsælli meðal stelpna heldur en stráka og að viðskiptin séu árs- tíðarbundin. Yngsti viðskiptavinur þeirra félaga var þrettán ára gamall. Sjálfbjargarviðleitni unga fólksins Gunnar Jónsson, leikari og dyra- vörður, segir fólk sífellt reyna að komast inn á skemmtistaði með fölsuðum skilríkjum. Hann segir dyraverði naska í að finna út hvaða skilriki eru ekki ekta. „Það er alltaf verið að reyna og þetta er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá krökk- unum. Algengast er að gera smá- vægilegar breytingar á kennitölum," segir Gunnar. „Það er nokkuð auð- velt fyrir okkur dyraverði að greina þetta og við söfnum skilríkjunum saman og afhendum lögreglunni.“ Þriggja til átta ára fangelsi liggur við brotum sem þessum að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögre- gluþjóns í Reykjavík. Hann segist ekki hafa heyrt af svona fölsunar- neti síðan maður var tekinn fyrir um áratug fyrir sambærileg brot. Hörður segir svona brot litin mjög alvarlegum augum, sérstaklega þegar opinber skilríki eiga við. Vinsælt hjá stelpunum Aðspurður segist Ólafur Nils ekki auglýsa þjónustuna sérstaklega heldur eru þeir með tengiliði í skól- unum. „Við erum Ólafur Nils. „Það koma skorpur á vorin og haustin hjá okkur. Ann- ars vegar er fólkið að undirbúa sig undir sumardjammið og hins vegar að byrja í menntaskóla.“ Lístillaá Elísa B. Wíum, framkvæmda- stjóri Vímulausrar æsku, kannast við notkun falsaðra skilríkja meðal ungs fólks og hefur heyrt af síðum á netinu þar sem krakkar geti keypt ódýr fölsuð skilríki. „Við heyrum mikið um þessar síður. Okkur Iíst mjög illa á hversu auðvelt er fyrir krakkana að fá fölsuð skilríki og komast inn áskemmti- Sjálfsbjargar- viðleitni hjá krökkunum GunnarJónsson, leikari og dyravöröur menn fl s Stelpurn eru sólgnari að komast inn á skemmtistaðina. Við þurfum samt að velja úr viðskipta- vinunum og höldum ákveðinni fjarlægð við þá,“ Kort og skilríki Piltarnir hafa séð ungmennum fyrir fölsuðum skilríkjum tll að komast inn á skemmtistaði. staði," segir segir Elísa. Ég er að heyra þetta hjá krökkunum og greinilega mikið um fölsuð skil- ríki meðal þeirra. Þau eru ótrúlega flink að redda sér hlutum á netinu, það er eiginlega alveg sama hvað það er,“ segir Elísa. Aukin viðskipti Ólafur Nils bendir á að við- skiptin hafi aukist eftir að þeir urðu sér út um eigin búnað. Áður þurftu þeir að senda viðskiptin út til Englands. Eftir að við fengum press- una sjálfir þá fáum við meiraútúr þessuog viðskiptin hafa aukist. Hvert skilríki kostar 6.500 krónur og eitt verð y fir allar tegundir. Við þurfum ekk- ert að vera í skóla lengur og komnir í bissness," segir Ólafur Nils. „Ég veit ekki til þess að okkar skilríki hafi nokkurn tímann verið gerð upptæk. Skilríkin eru á ábyrgð þe- irra sem kaupa þau og fólk fær ekki endurgreiðslu þó svo skilríki yrði gert upptækt." Standard & Poor lækkar lánshæfismat ríkissjóðs: Lendingin gæti orðið hörð Krónan rýrnaði að verðgildi um tæp þrjú prósent í gær eftir að Stand- ard & Poor lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs og fór hörðum orðum um stjórn ríkisfjármála. í umsögn Standard & Poor segir að lækkað lánshæfismat endurspegli minnkandi aðhald í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga næsta vor. Fjárlögin sem voru samþykkt fyrr í þessum mánuði eru sögð þensluhvetj- andi á sama tíma og brýn þörf sé á að draga úr ójafnvægi. Þá er stefnan sögð æ meira á skjön við stefnuna í peningamálum og því verði Seðla- bankinn sífellt að auka aðhald sitt. Þetta þýðir að líkur á harðri lendingu í efnahagslífinu aukast. Geir H. Haarde forsætisráðherra er ósáttur við mat Standard & Poor Forsætisráðherra osattur Geir H. Haar de gefur lítið fyrir dóm Standard & Poor um fjárlögin sem matsfyrirtækiö segir þensluvaldandi. ^ Mynd/BrynjarGauti og röksemdafærslu fyrirtækisins. Á fréttavef Mbl.is er haft eftir honum að ákvörðun fyrirtækisins sé óheppi- lega og stangist á við mat Moody’s. Hann sagði umsögnina heldur ekki vera réttan dóm yfir fjárlögunum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.