blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006
blaöi
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Trausti Hafliðason
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhiidur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarfulltrúi: Elín Albertsdóttir
Elskum náungann
í dag er Þorláksmessa. Þegar íslendingar hugsa um Þorláksmessu
hugsa þeir fyrst og fremst um jólagjafakaup og skötulykt. Fæstir leiða
hugann að því að dagurinn er kenndur við Þorlák helga Þórhallsson,
sem var biskup í Skálholti undir lok tólftu aldar. Þorlákur var fyrir
margt mjög merkilegur maður þó ekki nema bara fyrir það að vera
eini íslenski dýrlingurinn í kaþólskri trú sem hlotið hefur opinbera
viðurkenningu. Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann verndardýrling
Islands fyrir rúmum tuttugu árum. Það getur verið ágætt að hugsa
um þetta í hinu daglega amstri jólaundirbúningsins.
Jólin eru á næsta leiti. Aðfangadagur er á morgun. Þá færist ró yfir
fólk eftir nokkurra vikna kapphlaup við að gera allt tilbúið fyrir hátíð-
arnar. Oft er sagt að jólin séu hátíð barnanna og það er rétt, en þau
eru líka hátíð fjölskyldunnar. Þau eru hátíð okkar allra sem viljum
halda þau hátíðleg. Margir, ekki síst kirkjunnar menn, hafa sagt að
desembermánuður einkennist um of af stressi. Lífsgæðakapphlaupið
nái hámarki í jólamánuðinum. Það er mikið til í því.
Á jólunum er ágætt að líta svolítið í eigin barm. Skoða lífið í sam-
hengi. Flestir íslendingar hafa það gott en þó ekki allir.
Fréttir berast af fátækt og það er hryggileg staðreynd að í landinu
er fólk sem ekki á pening fyrir jólamat eða jólagjöfum. Það er rauna-
legt að hugsa til þess sem kom fram í nýrri rannsókn að sjö prósent
íslenskra barna búa við fátækt. Samkvæmt skilgreiningu Efnahags-
og framfarastofnunar Evrópu bjuggu á bilinu fjögur til fimm þúsund
börn við fátækt árið 2004. Hvernig er lífið hjá þessum börnum um
jólin og foreldrum þeirra? Sumir eiga góða að en hinir þurfa að fá
mat og gjafir gefnar frá líknarfélögum og öðrum góðgerðasamtökum.
Hvernig tilfinning ætli það sé að þurfa að búa við þetta? Það eru ör-
ugglega þung skrefin hjá þessu fólki þegar það fer og biður um aðstoð,
mat og gjafir.
Það er dapurlegt að hugsa til þess að á elliheimilum situr gamalt
fólk eitt um jólin, gleymt af ættingjum sínum. Það er líka sorglegt
að hugsa til þess að um hátíðarnar er hópur fatlaðra og þroskaheftra
á vistheimilum vegna þess að fjölskyldur þeirra treysta sér ekki, eða
hafa ekki áhuga á, að hafa þessi skyldmenni sín hjá sér.
Hvort sem menn eru trúaðir eða ekki þá er sannleikur í boðskap
krists þegar hann segir elska skaltu náungann eins og sjálfan þig.
Alltof margir gleyma þessu. Gleðileg jól.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
flðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Simbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
by SEKONDA
Utsölustaðir:
Jens Kringlunni • Gilbert úrsmiður Laugavegl 62 • Helgi Sigurðsson ursmiður
Skolavörðustíg 3 ■ Georg Hannah ursmiður Keflavfk • Guömundur B. Hannah
ursmiður Akranesi • Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi
Leonard Kringlunni
12
blaAiö
tfoLY 5HiT*/HWimí GflNGf V mi /Vf. MWtectf
KoM BAKA ö& HrRT\ /o.oöo AT HúSiNU oKKnK
... OG HfliMAl 5 A Grí>r EKKr EiNu 5ínN«*
GLEf)iLEG
Hvenær verður
Samfylkingin tilbúin?
Nú þegar innan við fimm mán-
uðir eru til kosninga er áhugavert
að velta því fyrir sér hvort Sam-
fylkingin sé raunverulega að verða
tilbúin til að setjast í ríkisstjórn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt
því vissulega fram í ræðu á flokks-
stjórnarfundi í Reykjanesbæ fyrir
skömmu en það var svo sem ekki
í fyrsta sinn sem slíku er haldið
fram af talsmönnum flokksins.
Fyrir þingkosningarnar 1999 sagði
þáverandi talsmaður Samíylking-
arinnar og forsætisráðherraefni,
Margrét Frímannsdóttir, ítrekað
að loksins væru íslenskir jafnaðar-
menn tilbúnir til að taka við stjórn-
artaumunum. Þeir hefðu fram til
þess tíma verið sundraðir í marga
flokka en hefðu nú myndað kosn-
ingabandalag, sem sýndi að þeir
gætu starfað saman og verið kjöl-
festa nýrrar ríkisstjórnar.
Fyrir kosningarnar 2003 sögðu
bæði Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tals-
maður og forsætisráðherraefni, að
nú væri stundin runnin upp; Sam-
fylkingin væri ungur flokkur en
hefði nú slitið barnsskónum, stillt
saman strengi sína og væri reiðu-
búinn að taka við forystuhlutverki
í nýrri ríkisstjórn (það er svo auð-
vitað annað mál - en engu að síður
áhugavert - að eini flokkurinn sem
bauð fram sérstakt forsætisráð-
herraefni skuli í báðum tilvikum
hafa látið það verða sitt fyrsta
verk daginn eftir kjördag að hafa
samband við formann Framsókn-
arflokksins til að bjóða honum
forsætisráðherrastólinn).
Af hverju núna?
Nú, í aðdraganda alþingiskosn-
inga vorið 2007, stígur Ingibjörg
Sólrún enn fram og segir að til
þessa hafi kjósendur ekki treyst
þingflokki Samfylkingarinnar
til að gæta hagsmuna sinna, fara
með skattpeninga af ábyrgð, gæta
að samkeppnishæfni atvinnulífs-
ins og vernda hagsmuni íslands
út á við, en nú verði á þessu breyt-
ing. „En af hverju núna?“ spyr Ingi-
björg Sólrún. “Jú,“ svarar hún sjálf.
„Vegna þess að Samfylkingin er til-
búin, frambjóðendur eru tilbúnir
og ég er tilbúin.“
Engin leið er að skilja þessi orð
öðruvísi en svo að fram til þessa
hafihvorkiSamfylkingin.frambjóð-
endur né formaður flokksins verið
tilbúin. Þarna var auðvitað um að
ræða sársaukafulla sjálfsgagnrýni,
eins og Mörður Árnason lýsti því
í þingræðu, en leiðir auðvitað hug-
ann að því hvort einhver innistæða
sé til fyrir fullyrðingunni um að
nú sé að verða breyting á. Höfum
við með öðrum orðum eitthvað
meira fyrir okkur í því nú að Sam-
fylkingin sé að verða tilbúin heldur
en þegar sambærilegar yfirlýsingar
voru gefnar fyrir kosningarnar
1999 og 2003? Hvað hefur breyst?
Hefur flokkurinn eitthvað dregið
úr þeirri upphlaupa- og yfirboða-
pólitík, sem á undanförnum árum
hefur rýrt trúverðugleika hans,
bæði gagnvart kjósendum og hugs-
anlegum samstarfsflokkum í ríkis-
stjórn? Eru frambjóðendur flokks-
ins, þingmenn og þingmannsefni,
ábyrgari og samheldnari hópur en
áður? Hefur flokknum tekist að
móta sér skýra stefnu eða feykist
málflutningurinn enn til eftir því
hvernig vindar blása hverju sinni?
Hefur flokkurinn gert það upp við
sig hvort hann vill verða stjórn-
tækur hægri krataflokkur eða
keppinautur Vinstri grænna um
arfleifð gamla Alþýðubandalags-
ins? Samfylkingin þarf að svara
þessum spurningum með trúverð-
ugum hætti ef hún ætlar að sann-
færa kjósendur í landinu um að
hún sé tilbúin.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Klippt & skorið
Pósturinn, sem eitt sinn var hluti ríkis-
stofnunarinnar Póstur og sími en er nú
hlutafélagið (slandspóstur ehf. hefur
blásið út kynnu
sumir að segja,
ekki aðeins á sfnu
upphaflega sviði
heldur einnig á
öðrum og óskyld-
ari. Þannig er stutt að minnast þess að félagið
keypti Samskipti og hristu sumir höfuðið sem
ekki skildu hvað Pósturinn vildi í prentiðnað-
inn. Ekki er ólíklegt að sömu menn hafi hrist
kollinn aftur þegar þeir sáu auglýsingu sem
bréfberar dreifðu í vikunni. Þar er auglýstur
jólaórói póstsins sem af auglýsingunni að
merkja er hin mesta húsprýði. Forsvarsmenn
Póstsins virðast ekki í nokkrum vafa um að
þetta sé við hæfi, alla vega sagði Vilhjálmur
Sigurðsson, forstöðumaður Frímerkjasölu ís-
landspósts, jólaóróasöluna í engu frábrugðna
frímerkjasölu. Þá er bara að heyra hvað frí-
merkjasafnararsegja.
jörgvin Guðmundsson, fréttastjóri
og einn leiðarahöfunda Fréttablaðs-
ins, hefur aldrei
legið á skoðunum
sínum um ágæti frjáls-
hyggjunnar. ( leiðara
Fréttablaðsins í gær
nær Björgvin þó nýjum
hæðum þegar hann
fjallar um björgunar-
starf á íslandi. Hann færir rök fyrir því að ein
helsta ástæða þess hversu björgunarstarf á ís-
landi hafi verið farsælt undanfarin ár sé fólgin
í strúktúr björgunarsveitanna.
Leiðarahöfundur Fréttablaðsins segir
björgunarsveitirnar hafa byggt starf
sitt upp á sjálfboðaliðum og ekki verið
háðar „náðar-
valdi fjárveitinga-
valdsins". Sú
mikla vinna sem
fari í tekjuöflun
sjálf boðaliða
virki sem drifkraftur og knýi þá áfram í starf-
inu. Þá ritar Björgvin: „Sá kraftur hefði ekki
verið virkjaður væru félagsmenn ríkisstarfs-
menn." Þá hlýtur maður að spyrja: Ætli það
séu einhverjir ríkisstarfsmenn sjálfboðaliðar í
björgunarsveitunum?
1+1
StYSRVflRNRFÉlRGIÐ
LRNDSBJÖRG