blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 20
Aöfangadagur á Rás 2 Það verður mikið um dýrðir á Rás 2 á aðfangadag en þar munu nokkrir helstu útvarpsmenn landsins leiða landsmenn inn í jólahátíðina. Leikar hefjast 9:03 með Hrafnhildi Halldórsdóttur en hún spilar Ijúfa og fallega jólatón- list fyrir hlustendur og spjallar við fólk til sjávar og sveita. Klukkan 13 tekur Hulda Sif Hermannsdóttir við keflinu og segir hlustendum frá ólíkum jólasiðum um víða veröld og spilar skemmtilega jóla- tónlist. Klukkan 16:08 tekur Guðni Már Henningsson við og stendur vaktina til 18 en svo rekur Svan- hildur Jakobsdóttir lestina og spilar notaleg jólalög til miðnættis. Dagskrá fyrir börnin Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, verður með opið yfir hátíðarnar og um að gera fyrir fjölskylduna að kynna sér það sem þar er í boði. Þar standa nú yfir sýning- arnar: Uncertain States of Am- erica og Erró - Grafík. Nú geta börnin fengið lánaðan 32 spjalda upplýsingastokk í afgreiðslu og farið í skemmtilegan spurninga- leik um sýninguna Uncertain States of America. Tilgangurinn er að gera heimsóknina í Lista- safn Reykjavíkur enn áhugaverð- ari og vekja börn og fullorðna til umhugsunar um það sem fyrir augu þer á skemmtilegan og upplýsandi hátt. í stokknum eru spurningaþrautir, tillögur og leikir sem hægt er að glíma við í heild sinni eða taka fyrir þau spjöld sem vekja áhuga. Hægt er að festa stokkinn á sig þannig að hendur eru frjálsar og óheftar til að punkta hjá sér, teikna eða skrifa. Lokað er á aðfangadag, jóladag og nýársdag en annars opið daglega frá 10-17,12-15 á annan í jólum og 10-14 á gaml- ársdag. Ótti eða valdhroki að er hægt að láta þessa nýju bók Guðna Th. Jó- hannessonarfarasvolítið í taugarnar á sér. Hún er óneitanlega býsna hrað- soðin og þess má stundum sjá merki í textanum jafnt sem strúktúrnum. Og einhverjir gætu geðvonskast yfir því hve mörgum spurningum bókin varpar fram án þess að Guðni hafi við þeim nokkurt svar. En þegar að var gáð finnst mér nú reyndar að þessir „gallar' á bók Guðna séu einmitt helstu kostir hennar - eða öllu heldur, óhjákvæmi- legir fylgifiskar þess sem best er við bókina. Sem er hversu „aktúel" hún er og glóðvolg - fjallar beinlínis um atburði sem við erum að uppgötva þessa dagana. Mýgrútur af fróðleiksmolum Af einhverjum dularfullum ástæðum hafa höfundar og bókaforlög á Islandi verið mjög hikandi við að gefa út bækur um samtímaviðburði eða alveg nýhðna sögu. Þessi bók Guðna er því að vissu leyti nýlunda og ber að fagna henni sérstaklega sem slíkri. Þær hleran- ir og önnur belli- brögð sem íslensk stjórnvöld gripu til gegn meira og minna ímynduðum andstæðingum, það allt saman átti sér að vísu stað fyrir mörgum áratugum, en þetta er bara að byrja að koma fram í dags- ljósið núna og inn í þá umræðu kemur bók Guðna eins og kölluð. Það er verulegur fengur að þess- ari bók og hún er vel, lipurlega og skemmtilega skrifuð - með þeim fyrirvara sem ég setti fremst í þess- ari klausu. Guðni er hinn ágætasti rithöfundur og kann að þræða ein- stigið milli þess að skrifa læsilegan texta fyrir almenning og sýna heim- ildum fullan fræðilegan sóma. Hér er mýgrútur af fróðleiksmolum og myndin af samtökum vinstrimanna á sjöunda og áttunda áratugnum er afar skemmtileg - ef það er þá rétta orðið. Ofvarkár Hér er ekki tóm til að draga víðtæk- ar pólitískar ályktanir af því sem bók Guðna leiðir í ljós en hún er vitaskuld Guðni Th. Jóhannesson „Hérer mýgrútur af fróðleiksmolum og myndin af samtökum vinstrimanna á sjöunda og áttunda áratugnum er afar skemmtileg - ef það er þá rétta orðiðsegir lllugi Jökulsson. skyldulesning fyrir alla sem áhuga hafa á sögu íslands og póhtík á 20. öld. Ég verð hins vegar að segja að mér finnst Guðni alltof varkár framan af bókinni - það er eins og hann leggi sig svo í líma við að „skilja tíðarandann' eða kannski bara að verða ekki sak- aður um að vera ljótur komm- únisti að hann afsakar um of glórulaust framferði ís- lenskra yfirvalda gegn „óvinum“ sínum. Víst er Guðni á réttri leið þegar hann varpar ffarn sinni meginkenn- ingu um að „ótt- inn“ hafi ráðið ferðinnihjáþeim yfirvöldum sem brutu trekk í trekk mannrétt- indi á borgurum - óttinn við komm- únismann, lengst af-ogrétterþað líka að þann ótta verður að skoða í samhengi við tíð- arandann hér fyrrum. En ekki verður hvað sem er afsakað með þessum „ótta“, enda er eins og Guðna blöskri æ Bækur ★★★★ Skyldulesning fyrir alla sem áhuga hafa á pólitík. Of varkár framan af bókinni. Ovinir ríkisins Eftir Guðni Th. Jóhannesson meir eftir því sem fram vindur sög- unni og hann gefst eiginlega alveg upp á að reyna að afsaka hleranirnar og önnur uppátæki stjórnvaldanna. Það þýðir náttúrlega ekkert að draga fjöður yfir að partur áf því hve yfir- völd voru viljug til að grípa til „óhefð- bundinna“ ráða til að fylgjast með „óvinum" sínum lá einfaldlega í vald- hroka og jafnvel valdníðslu. Sem virð- ast hafa legið nánast í eðli íslenskra stjórnvalda. Guðni hefði alveg mátt neyða lesendur til að horfast betur í augu við það. Illugi Jökulsson Helga, himneska stjarna „Laglínan varð til á aðfangadags- kvöld 1969 en þá var ég fimmtán ára gamall. Árum saman reyndi ég sjálfur að yrkja ljóð við lagið en það gekk ekki neitt. Tíminn leið, lagið leitaði sífellt á huga minn og ég var sannfærður um að ég væri með eitt- hvað verulega gott í höndunum," útskýrir Steinn Kárason en hann sendi nýlega frá sér smáskífu sem inniheldur tvær útgáfur af jólalagi hans sem Sigurbjörn Einarsson biskup orti ljóð við. Ljóðið ber titilinn Helga, himneska stjarna. .Mörgum árum síðar var ég stadd- ur í messu í Hallgrímskirkju þar sem ég heyrði Immanúel eftir Sigurbjörn. Sá boðskapur heillaði mig svo að ég var sannfærður um að best færi á því að hann myndi yrkja ljóð við lagið,“ segir Steinn. Hann hafði fljótlega samband við Sigurbjörn sem tók erindinu ljúf- mannlega og bað Stein að koma með nótur að laginu. Það vafðist þó eilítið fyrir Steini þar sem hann kann hvorki að lesa né skrifa nót- ur. „Ég leitaði því til nágranna míns í vesturbænum, Atla Heimis Sveinssonar, og bað hann að skrifa upp lagið. Atli gerði það fyrir mig og ég hélt á fund Sigurbjörns með það. Hann hringdi svo í mig nokkr- um dögum síðar og sagði „Steinn minn, þetta er tilbúið, þú mátt sækja þetta.““ Sálmur Steins var svo frumfluttur í Dómkirkjunni í Reykjavík árið 2004. Á geislaplöt- unni sem kom út á dögunum er að finna tvær útgáfur af sálminum. Annars vegar í flutningi Schola cantorum og félaga úr kammer- sveit Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar og hins vegar í flutningi Hrólfs Sæmunds- sonar barítóns og Steingríms Þór- hallssonar organista. jtimanvXum ye^griífwf!- mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm■ BBHBHi mmmmmmmm „Bókin sýnir að þar fer gáfumenni sem tekur stjórnmálaafskipti sín alvarlega og lestur hennar ætti að vekja alla, andstæðinga Steingríms sem og samherja, til umhugsunar um mikiivæg mál." Örn Arnarson, Blaðið „Það er von mín að þessi bók verði ómissandi í bókasafni tískuáhugamanna, sagnfræðinga og safnara, og öðrum hönnuðum innblástur." María Ólafsdóttir hönnuður. Rosaleppaprjón Ijósi nyju Hél*nc Maqnusson „Textinn er nútímaleg endursögn /.../fagurlega skreytt landslagsmyndum frá Njáluslóðum. Bókin hefur þannig ýmsa þá kosti sem dregið gætu ungt fólk að þessum merkilega arfi okkar." Skafti Þ. Halldórsson, Morgunblaðið 20. des. 2006 Salka Gleðileg bókajól! Bókaútgáfan Salka - Skipholti 50c -105 Reykjavík - salkaforlag.is wmammmaummmmmmmm■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.