blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 blaðið Helga Arnardóttir fréttamaöur á RUV Oft á síðasta snúningi í mínum huga eru jólin mikið stress og álag. Þau skella yfirleitt ekki á hjá mér fyrr en jólasteikin er borin á borð á aðfangadagskvöld. Það er sama hvað ég reyni að skipu- leggja mig vel fyrir jólin þá endar það nær alltaf á því að ég ríf mig upp á aðfangadagsmorgun til að kaupa síðustu jólagjafirnar, dauðþreytt og uppgefin eftir mikla vinnu. Fyrir jól síðustu ára hef ég alltaf verið í prófum í háskól- anum og í vor eftir útskrift hélt ég að nú loksins ætti ég eftir að njóta undirbúnings jólanna í ár. En nei, það er sama sagan, ég sé fram á að rífa mig upp á aðfangadag til að klára síðustu jólagjafakaupin auk þess að ryksuga og keyra út pakka með bauga niður á hné. Oft eru jólin hreint álag sem er afar sorglegt og síðan klárast þau eins fljótt og þau hefjast. Ég verð engu að síður að monta mig af því að ég náði þrátt fyrir mikla vinnu að baka eina sort af smákökum og búa til jólakonfekt. Það er afrek í mínum huga. Ég sé þó fram á bjartari tíma því ég og kærastinn minn ætlum að vera á Húsavík yfir áramótin og það sé ég í hillingum. Fjarlægð frá stressinu í borginni og hreint sveitaloft verður algjör draumur. Þar ætla ég að slaka á í faðmi tengdafjölskyldu minnar, lesa bækur, borða góðan mat og hitta skemmtilegt fólk. Vonandi kemur jólaand- Jólin hafa mismunandi þýðingu í huga fólks. I augum flestra eru þau heilög hátíð Ijóss ogfriðar sem menn verja með síniim nánustu. Aðrir fyllast streitu í aðdraganda jólanna eða láta eyðslnsemi og efn- ishyggju grt'pa sig heljartökum. Þá má ekki heldtir gleyma þeint sem eiga titn sárt að binda á þessunt árstíma og verða jafnvel að eyða jól- untini einir og yfirgefnir. Hvað eru jólin? Blaðið lagði þessa sptirningu fyrirfimm valinkunna einstaklinga Jólin eru leitin að sannleikanum Leitin að sannleikanum gæti raunar verið undirtitillinn að jólaguðspjallinu. Allar per- sónurnar í þeirri sögu eru að leita að vettvangi lífsins. Veraldlegar aðstæður þeirra, hirð- anna, vitringanna, Maríu og Jósefs eru ólíkar en hjörtun leita þess sama, þ.e. sannleika og frelsis. Það sama á við um okkur, nútíma- manneskjurnar, veraldlegar aðstæður okkar eru sannarlega ólíkar, veraldlegar þarfir okk- ar eru mismunandi en hjörtun þrá það sama, að lifa í sannleika og frelsi. Undirbúningur okkar fyrir jólin undirstrikar þetta, meira að segja jólaösin í Kringlunni og Smáralindinni sannar það að við erum að leita. Okkur gengur í raun gott eitt til í öllu stressinu og asanum, við erum að leita, jafnvel þar sem við stöndum sveitt í Bónus með hamborgarhrygginn í ann- arri hendi og maltið í hinni eins og fátækir fjár- hirðar. Og svo rennur aðfangadagur upp, við horfum á ástvini okkar í þakklæti , heyrum jólaguðspjallið lesið, hlustum á Heims um ból og þá lýkst það upp fyrir okkur að þetta var það sem við vorum að leita að, þessi tilfinning, að tilheyra Guði og mönnum. Jólin eru að finna ftið í sálinni Jólin eru að finna frið í sál og líkama. Ég ætla að finna þennan frið og kærleika og hef valið mér að gera það í paradís á jörð sem er Hauka- dalur í Dýrafirði. Þangað er ég kominn til að dvelja hjá 79 ára gamalli fóstru minni og við er- um hér tvö í dalnum ásamt tíkinni og fjórum hestum. Húsið hennar er uppljómað og er eins ævintýrahöll þegar ekið er að því í myrkrinu og jólin eru löngu komin hingað. Hérna finn ég fyr- ir miklum friði og ég ætla að nota tímann um jólin til að líta um öxl og fram á veginn. Ég hef fyrir nokkru síðan fundið fyrir innri ró en hér er endalaus friður og fegurð til viðbótar. Þetta eru fjórðu jólin sem ég eyði hér í Haukadalnum og ég kann því einstaklega vel. Nú fyrir jólin hef ég tekið þátt í öllu lífsgæða- kapphlaupinú og erlinum sem fylgja nútímajól- um. Ég er hræddur um það séu margir sem týna sjálfum sér í þessum erli og endalausa kapphlaupi. Það er líka miskilningur að dýrar gjafir séu það sem færir fólk saman og treystir fjölskyldubönd. Börnin verða ekkert kátari eða glaðari ef gjafirnar eru dýrar. Það er að sjálf- sögðu gaman að gefa og þiggja en það er ekki hægt að kaupa sér friðþægingu og hamingju. Á rólegu nótunum Jólin eru fyrst og fremst hátíð í mínum huga. Þau eru náttúrlega hátíð Ijóss og friðar. Mér finnst þau líka vera tími nýrra tækifæra fyrir mann og opna fyrir nýja möguleika í lífinu. Hjá okkur tónlistarmönnum er þetta yfir- leitt mikill annatími en ég er samt búin að vera frekar á rólegu nótunum núna. Ég er búin að vera úti í Bandaríkjunum í svolítinn tfma þannig að það eru ekki allir sem vita að ég er komin heim. Þess vegna er búið að vera frekar rólegt hjá mér núna þó að ég hafi tekið að mér einstaka verkefni. Þetta er sennilega í fyrsta skipti í ein tíu eða tólf ár sem svo háttar til þannig að ég ætla að reyna að njóta þess til hins ýtrasta. Hvað jólahefðir varðar fer ég alltaf í kirkju á aðfangadag og í jólaboð hjá systur minni á annan í jólum. Þá finnst mér líka alveg ómiss- andi að syngja Heims um ból á jólunum. Ég verð að gera það. Svo sendi ég alltaf að minnsta kosti eitt jóla- kort og sú heppna er Kristrún vinkona mín á ísafirði. Ég reyni að minnsta kosti að koma því í verk. Ljósið í myrkrinu og að næra sálina Fyrir mér eru jólin leið til að lýsa upp skammdegið. Norræn jól voru í öndverðu einhvers konar skammdegishátíð og orðið jól kemur þegar fyrir i heiðnum sið en var þá not- að um miðvetrarblót eða sólhvarfahátíð. Að lífga upp á þennan árstíma er því siður sem hefur komist snemma á. Menn hafa fund- ið að í my rkrinu og kuldanum dugði fátt betur til að ylja sér um hjartarætur og næra sálina en góður mannfagnaður þar sem var etið, drukkið og haft gaman. Sama undir hvaða formerkjum hátíðarhöld- in eru haldin eða í hvaða búningi þau eru, held ég að þau geri öllum gott. Hver hefur sinn siðinn á en skammdegis- hátíðin mfn er partí með fjölskyldunni. Við klæðum okkur upp, borðum rjúpu og opnum gjafir. Að því loknu finnst mér best að skríða undir sæng með jólabækurnar og konfekt- kassa og lesa langt fram á morgun. Mér finnst jólaskraut vel til þess fallið að lýsa upp myrkrið. Ég hef mjög gaman af öllu mest „takkí“ skrautinu. I I I ! I I I I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.