blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 25
blaðið LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 25 Ut Anna M. Þ. Ólafsdóttir hefur í tíu ár starfað sem fræðslu- og upp- lýsingafulltrúi Hjálp- arstarfs kirkjunnar. „Á sínum tíma sótti iég um þetta starf fyrir tilviljun,“ segir hún. „Ég bjó í Karlstad í Svíþjóð í tvö ár ásamt fyrr- verandi eiginmanni og syni. Eitt sinn þegar ég var í stuttri heimsókn hér heima sá ég þetta starf auglýst og fannst það spennandi. Atvinnu- ástand í Karlstad var erfitt á þessum tíma, atvinnulíf einhæft og lítið að gera svo það ýtti undir mig líka að koma heim. Ég er kennaramenntuð og hafði tekið hagnýta fjölmiðlun í Háskólanum, og fannst þetta tvennt geta sameinast mjög vel í þessu starfi, auk þess sem ég hafði áhuga á fjarlægum löndum. Mér fannst líka gaman að þetta skyldi vera kristilegt starf. Ég hef alltaf laðast að því þótt ég sé kannski meiri efamanneskja en trúmanneskja. Mér hefur oft fundist að það væri ýmislegt sem gengi ekki alveg upp í trúnni og farið frá henni um tíma en alltaf komið aftur. Ég fékk starfið og mér líkar það vel. Ég vinn aðallega á skrifstofunni en fer á um það bil eins og hálfs árs fresti út í vinnuferðir. Hjálpar- starf kirkjunnar er með verkefni í þremur löndum í Afríku: Mósam- bík, Malaví og Oganda. Við erum líka með verkefni á Indlandi og erum þar í samstarfi við tvenn ind- versk samtök, mannréttindasamtök sem vinna með hinum stéttlausu og svo kristileg samtök sem sinna skóla- starfi og reka sjúSjáhús. Ég hef farið til þessara landa ffi að fylgjast með starfseminni." Broshýr þrælabörn Hvað sérðu? * „Á Indlandi felst stór hluti af starf- inu í því að leysa þrælabörn úr ánauð. Við höfum einnig stutt verkalýðsbar- áttu og mannréttindabaráttu hinna stéttlausu, þess fólk sem á rétt sam- kvæmt stjórnarskránni en hefur í raun engan rétt. Þarna er við lýði gamalt stéttakerfi og fólk er vant því að hafa ódýrt eða ókeypis vinnuafl og hefur engan áhuga á að rétta hag þess. Þarna hef ég séð hluti sem ég bef tekið mjög nærri mér. Ég hitti fjölskyldu sem vann.í hrísgrjónaverk- smiðju. Konurnar vinna á nóttunni við að sjóða hrísgrjónin til að losa hismið af. Karlarnir og börnin vinna á daginn. Fjölskyldan er því aldrei saman. Frídagar eru engir. Karlinn fær örfáar krónur að launum og konan fær brotin grjón úr myllunni sem ekki er hægt að selja. Þetta er ekki einu sinni nægur matur ofan í fjölskylduna hvað þá fyrir öðru. Þegar maður hittir fólk sem býr við þessar aðstæður þá getur maður ekki annað en fundið til. Ekki síst vegna þess að það á svo litla von um að að- stæður þess breytist. Konurnar ganga með hrísgrjónin í skálum sem þær bera á höfðinu og fara frá einni vinnslustöðinni yfir í mylluna og sturta hrísgrjónunum úr skálinni ofan í trekt. Mér var sagt af konu sem hefði flækt hárið í drif- skaftinu með þeim afleiðingum að hálft höfuðleðrið rifnaði af henni. Hún fékk engar sjúkrabætur og var frá vinnu í heilt ár. Við heyrðum af mörgum alvarlegum slysum og erfiðri baráttu stéttlausra fyrir rétt- indum sínum. Samstarfsaðilar okkar vinna brautryðjendastarf í þessu og við erum stolt af þvf að geta stutt þá. Við fengum Eflingu hér heima til liðs við okkur og þeir hafa stutt þetta verk- efni vel. Þrælabörnin eru óteljandi og búa við ömurlegar aðstæður. Maður veit allar staðreyndir um líf þeirra. Þau búa fjarri fjölskyldu sinni, oft á göt- unni þar sem þau sofa og eru í vinn- unni tólf tíma á dag og jafnvel lengur. Þau fá sitt hádegishlé en þurfa að hafa með eigin mat og sú pása er dregin frá vinnutímanum. Þau eru lamin ef þeim mistekst og vinna innan um eldri starfsmenn sem oft misnota þau Vinnustaðir þeirra eru dimmar loftlausar holur og þar eru oft engin klósett. Þau eru í einhæfri vinnu og fá verk í brjóstkassann, í hnén og í handleggina. Þótt við vitum allar þessar stað- reyndir þá held ég að ekkert okkar geti raunverulega sett sig í þeirra spor. Það er svo einkennilegt að þessi börn eru alltaf broshýr. Þeim finnst alltaf spennandi þegar einhver kemur að hitta þau því þá er eitthvað nýtt að sjá í þeirri hversdagslegu einhæfni sem líf þeirra er. Börnin fá einn frídag í mánuði og þann dag nota samtökin okkar til að ná til þeirra. Efnt er til dagskrár, þeim er gefinn matur, farið í leiki og sungið og þau eru frædd um stöðu sína og sagt að hún sé ólöglegt og að þau eigi möguleika á að kom- ast í skóla í gegnum samtökin. Þegar maður spyr börnin hvað þau langi til að verða þegar þau verði stór þá „Það er ekkert lífað þurfa að borða dag eftir dag eitthvað sem er ódýrt og vont. Þetta er það sem mérfinnst skelfilegast að horfa upp á hér heima." svara þau öll að þau vilji verða kenn- ari eða læknir. Mörg þeirra neyðast til að vinna af því að pabbi, mamma eða systkini veiktust og taka varð lán til að fá lyf. Þau komast ekki í skóla. Læknisstarfið og kennarastarfið eru því störf sem þau líta upp til og vildu gjarnan vinna. Islensk kona, mann- fræðingur, fór eitt sinn á vegum okkar til að vinna sjálfboðastörf á Indlandi. Hún spurði indverskan ungling, 14 ára þræladreng hvaða drauma hann ætti sér og hvað hann vildi verða. Hann svaraði: „Ég á enga drauma. Ég er búinn að tapa bernsk- unni og tækifærunum.“ Henni fannst ekki hægt að fá hræðilegra svar og ég er sammála því.“ Börn sem brosa ekki Hvernig er ástandið á börnunum sem þú sérð í Afríku? „1 Áfríku hitti ég í fyrsta sinn börn sem brostu ekki. I fátækum löndum þar sem ég hef komið, vilja krakkar heilsa manni með handabandi eða bara koma við mann. Þau fyllast for- vitni þegar það sér bíl eða ókunnugt fólk. En í Úganda horfðu börnin ekki einu sinni á mig heldur voru niðurlút. Þau höfðu misst báða foreldra sína úr alnæmi. Ég spurði hvort ekki væri til frænka eða frændi eða einhver í grenndinni sem gæti hjálpað þeim, ekki endilega um efnahagsleg gæði, heldur verið til staðar og huggað þau. En það var enginn. Svo margir voru dánir. Mömmur, einar eftir með börn, höfðu kiknað undan álaginu og farið. Ömmur voru oft einar eftir, eðabara enginn. En ég hef líka heimsótt börn í Úganda sem hafa fengið aðstoð og þá hafa börnin fengið allt annað fas. Munurinn er gríðarlegur. Þegar svona heimsókn lýkur þá er yfirgnæf- andi sú tilfinning að það sé hægt að gera svo margt. En svo kemur líka til manns hugsunin hvað gerist þegar deginum lýkur og útlendingarnir sem komu í heimsókn eru farnir. Það er ekkert ljós að hafa og börnin reyna að læsa sig inni, ef hægt er að læsa hurðinni, ef kofinn er ekki bara Skötuveislan er byrjuð hjá okkur. Komdu og skoðaðu fiskborðið okkar fullt af ilmandi tindabykkju og skötubörðumf hnoðmör, hamsatólg og þrumara með. Opið í dag í öllum verslunum Fiskisögu 08.00 - 18.00 „ pJm -■ Ævintýralegar fiskbúðir fiskisaga.is Hamraborg 14a •'Skipholti 70 • Höfðabakka 1 • Vegamótum (Nesvegi 100) Sundlaugavegi 12 • Háaleitisbraut 58-60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.