blaðið

Ulloq

blaðið - 23.12.2006, Qupperneq 40

blaðið - 23.12.2006, Qupperneq 40
blaðið GUR 23. DESEMBER 2006 Þakkargjörðin Þakkargjörðin er haldin hátíðleg árlega í Bandaríkjunum og er hefð fyrir því að gæða sér á kalkúni á þeim degi en um 280 milljónir kalkúna eru seldar um þetfa leyti. Banda- ríkjaforseti sér þó alltaf til þess að bjarga eins og einum kalkúni fyrir hátíðina. Hungursneyð og offita Vissir þú að um það bil 1,2 milljarður jarðarbúa lifa við hungursneyð en nánast jafnstór hluti mannkyns glímir við offitu. Jólatónleikar Baggalúts verða í Iðnó í kvöld og er húsið opnað klukkan 21.00 en tón- leikarnir byrja 22.00 og er ekki við öðru að búast en að jólaandinn svífi þar yfir vötnum. „Við tökum lög af öllum okkar plötum þannig að það verður bæði mjög jólalegt og svo eitthvað kántrý" segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútsmaður. „Við vorum með tónleika á Nasa í fyrra en það var töluvert fyrr i desember og var ákveðið að hafa þá á Þorláksmessu í ár. Tónleikarnir verða líka í beinni útsendingu á Rás tvö þannig að allir landsmenn ættu að geta notið þeirra, við verðum allavega að keppa við Bubba. Þeir á Rás tvö báðu okkur um að gera þetta og við slógum bara til. Svo verður líka þarna fleira fólk með okkur eins og Biggi og KK og svo verður þarna lúðrasveit og raddir þannig að það verða um tuttugu manns á sviðinu eða svo“. Þeir sem vilja komast endanlega í jólaskap og lyfta sér aðeins upp áður en hátiðarhöldin byrja verða því vart sviknir í kvöld. „Það er annars rándýrt á þessa tónleika en miðinn kostar 2.500 krónur en það verður vel þess virði. Það eru ekki margir miðar í boði, þess vegna er þetta svona dýrt en miðarnir eru að fara ansi hratt sýndist okkur í morgun þannig að það er ekki við öðru að búast en mikilli stemningu. En annars getur fólk bara keypt sér útvarp ef það lendir í vandræðum. Ég held að þetta verði mjög gaman, við erum meira segja búnir að æfa okkur til tilbreytingar en það er ekki auðveldasta mál í heimi að hóa þessu bandi saman til æfinga. Við erum yfirleitt svo margir á sviðinu, ætli lág- marksfjöldinn sé ekki í kringum átta. En það er líka bara gaman, fiðlur og mandólín og trompet og svoleiðis fjör. Það er því bara um að gera fyrir fólk að slappa aðeins af eftir jólaösina og ná sér niður með okkur i kvöld,“ segir Bragi Baggalútur. Lyfin í leiðinni 15-25% afsláttur af Nicorette Nicorette erfáanlegt í fimm mismunandi lyfjaformum sem hvert um sig hæfir mismunandi þörfum reykingamanna Mint og Classic Upprunalega Nicorette nikótfntyggigúmmíið Fruitmint og Freshmint Ný kynslóð af nikótlntyggigúmmli, mjúkt að innan með stökku yfirboröi Nefúðalyf Dregur úr Iðngun með skjótum hætti Tungurótartafla Util tafla með stórt hlutverk (aðeins 6mm) Innsogslyf Munnstykki,*pað næsta sem þú kemst slgarettunni Dagplástur Sigraðu slgaretturnar á daginn og sofðu vel á nóttunni Veldu rétt Nicorette Opnunartími yfir hátíðimar. Aðfangadagur kl. 10-14 Jóladagur Lokað Gamlársdagur kl. 10-14 Nýársdagur Lokað Opið aðra daga 10-23 Lyfjaval A P Ó T E K BÍLAAPÓTEK | Traust og persónuleg þjónusta Nicorette nikótlnlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum I fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir þvf hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Þvf ber að kynna sér upplýsingar um notkun I fylgiseðli. I fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótlni eða óðrum innihaldsefnum tyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstóðuga versnandi hjartaöng, ah/arleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótlnlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótfnlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseöilinn vandlega áöur en byrjaö er aö nota lyfið. Geymlö fylgiseöilinn. Nauösynlegt getur veriö aö lesa hann slöar.Handhafi markaðsleyfis: Pfizer Denmark PCH ApS. Umboð á klandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. ábært og franskt -Frönsk bylting í tónlistarsafnið rt c Frönsk tónlist er ekki bara Brig- itte Bardot í minipilsi að andvarpa Je t’aime í míkrófóninn. Frakkar eru ekki bara sætir og háttvísir, þeir gera popp, djass og dans- tónlist af ástríðu. Endafóru þeir fyrst í sleik. Settu af stað franska byltingu í tónlistarsafni þínu. Etienne De Crecy Super Discount Platan var gefin út árið 1997. Super Discount er ein besta dansplata allra tíma. Sett saman og hljóðblönduð af Eti- enne De Crecy sem hafði það að markmiði að hanna einskonar parískttónlistarlandslag. Platan inniheldur lög listamanna eins og Alex Gopher og Air auk nokkurra laga frá Etienne sjálfum. Eigir þú sundlaug í grænum garði þar sem þú situr á laugarbakk- anum og dinglar tánum meðan þú sýpur á sangria-drykk, þá er þessi plata St Germain tilvalin í tilefnið. Þessi elektró-djasssuða er hreint mögnuð taktblanda þar sem hústónlist, gospel og blús- tónar krauma með. íii Serge Gainsbourg -Ittltials SG Hvernig er hægt að lita fram hjá Gains- bourg þegar lagt er á kaupráð um franska tónlist? Ef þú átt enga plötu með Gainsbourg geturðu byrjað á að kaupa þessa. SebastienTelli- er - Politics Þekktasta lag Telliers er popplagið: La Ritournelle sem sló í gegn á heimsvisu. Plata hans Po- litics er uppfull af undurfurðulegri og yndislegri sixtís-popptónlist og þú sérð ekki eftir því að eyða aurum sem þú vannst fyrir með blóði og tárum í tónlistargullmola eins og þennan. VI Miss Kittin -1 Com Miss Kittin er ógnvæn- leg. En tónlistin hennar er það ekki. I Com er fyrsta sólóplata hennar og í Ijósi þess er platan hreint ótrúlegt verk. Elektrótónlist er meginuppi- staða þessa tónlistarævintýris en það má greina áhrif pönks og teknós auk þess sem textarnir eru hreint út sagt geðveikislegir. Laurent Garnier- Unreasonable Behaviour Besta teknóplata sem hefur nokkru sinni verið gerð. Allt frá fáránlega innblásnum saxófón- ':'í ■ blæstri frá guðunum í 'OT'/f\ The Man With The Red Face í suddalegt teknó af gamla skólanum í Sounds From The Big Babou. Daft Punk - Homework Fyrsta plata franska dúettsins Daft Punk, Homework, var ein vinsælasta danstónlistarplata tíunda áratugarins og fellur í flokk- inn danstónlist 101. Þessa verður þú að eiga. Cassius - Au Reve Þessi plata hitar blóðið > að suðumarki og kemur L- því á hreyfingu. Svolítið - eins og góð bók eða kvikmynd sem opnar augubín og gerir þig spenntan og æstan. Platan er bæði róleg og líka útúrfönkuð og smárokkskotin. liLLi- Air - Moon Safari ” " ‘ r íslendingar þekkja Air mjög vel. Fyrsta plata þeirra er sú allra besta. Plata sem er gott að spila meðan ekið er einhverja fjallabaksleið í grámóskulegu veðri. Sexy Boy og Kelly Watch the Stars eldast hreint ótrúlega vel. Slakaðu á snobbinu og ekki neita þér um þessa af því að hún er „búin“.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.