blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 blaöið Pósthúsið við Skipholt 50a mun sameinast pósthúsinu við Grensás- veg 9 frá og með 27. desember Pósthúsið við Skipholt 50a mun sameinast pósthúsinu við Grensásveg 9 og mun pósthúsið þar því þjóna viðskiptavinum sem búa í póstnúmerinu 105. Þeir sem búa í póstnúmerunum 103, 104, 105 og 108 nota því pósthúsið við Grensásveg. Afgreiðslutíminn er frá kl. 9.00 -18.00 alla virka daga. Nánari upplýsingar eru veittar í þjóstuveri í síma 580 1200. www.postur.is PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN ÚR SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefur unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana PENZIM er hrein, tær og litarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefni eða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM inniheidur engar fitur, oílur eða kremblöndursem geta smitað og eyðilagt flíkur eöa rúmföt. PENZIM' PENZIM Urtu'Vf-no* GB. WmiA|I.NATLRAI, st;pt« tcmr MARIN*. EN2YMC* AíK »<w.rd S4<ln *c Brjuvnailmj irrrioN VVmf ÁU. NATIRAL <jrrn Acnvr MARjvr: mzwiK ,Vdvi««l sktfitK Bo>l> Penzim fæst í apótekum, heilsubúðum og verslunum Nóatúns um land ailt. penzim.is IUugi Jökulsson skrifar um batnandi menn Lof og dýrð Valgerði Adauða mínum átti ég von en ekki því að þurfa að skrifa hér pistil til lofs og dýrðar Valgerði Sverr- isdóttur. En það eru jú almælt sannindi að enginn veit sína æv- ina fyrr en öll er og það sannast hér eina ferðina enn: Lof og prís Valgerði Sverrisdóttur! Mjök erum tregt tungu at hræra - segir þar og svo er mér vissulega innanbrjósts við þessa óvæntu yfirlýsingu. Sannleik- urinn er nefnilega sá að ég hef hingað til haft heldur lítið álit á stjórnmálamanninum Valgerði Sverrisdóttur. Sem viðskiptaráð- herra varð ég ekki var við að hún hefði margt til málanna að leggja og sem iðnaðarráðherra gerði hún ekki annað en elta stjóriðjustefnu Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Og það er reyndar alveg sama þótt Valgerður hafi nú unnið sér inn dágott prik í mínum huga, þá munu afskipti hennar af Kárahnjúkastíflu æv- inlega verða stór svartur og ljótur blettur á orðstír hennar, eins og allra annarra sem ábyrgð bera á þeim óskapnaði. Og því miður sennilegt að í sögubókum fram- tíðarinnar verði hennar helst minnst fyrir þátt hennar i því hneyksli. En þó kann hún að eiga sér svolitla viðreisnar von fyrir það óvænta frumkvæði sem hún hefur nú tekið i utanríkisráðuneytinu - þótt væntanlega muni henni ekki vinnast tími til að fylgja því að ráði eftir. Eins og menn muna var upphaf Valgerðar sem utan- ríkisráðherra ekki glæsilegt - það voru bornar stórkostlegar brigður á að hún kynni erlend tungumál af teljandi viti, og óneitanlega var sérlega álappalegt þegar hún til- kynnti að hún afsalaði sér öllum afskiptum af hinum alræmdu varnar- viðræðum við Bandaríkja- menn - rétt eftir að hún hafði sjálf sagt að þær viðræður yrðu mik- ilvægasta verkefni hennar í ut- anríkisráðu- neytinu. Þetta allt saman virtist ekki kunna góðri lukku að stýra. Ljósmæður eða jeppagengi En nú hefur Valgerður í tvígang komið mér að minnsta kosti mjög þægilega á óvart. Fyrst var það þegar hún til- kynnti fyrir nokkrum vikum gagn- gerar brey tingar á tilhögun þeirrar friðargæslu sem íslendingar hafa stundað á vegum alþjóðasamtaka í útlöndum. I utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar, Davíðs Oddssonar og síðast Geirs Hilm- ars Haarde virtist friðargæslan óðum að þróast í áttina að ein- hvers konar herflokki. „Okkar menn“ fóru um í einkennisbún- ingum, með alvæpni og í stórum jeppum og það var eitthvað veru- lega vandræðalegt við hvernig þetta fór allt saman fram. Og þarf ekki einu sinni að rifja upp harm- leikinn í Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan til að sýna fram á það. Draumur Björns Bjarnasonar um íslenskan her virtist hafa ræst - al- veg án þess að nokkur íslendingur hefði verið spurður hvort þjóðin vildi þetta. Valgerði til hróss kom hún auga á hversu fáránlegur þessi litli her- flokkur okkar var - „jeppagengin" eins og íslenska friðargæslan var kölluð. Og hún ákvað að snúa al- gjörlega af þessari braut og héðan í frá myndi íslenska friðargæslan helga sig mannúðarverkefnum - og ljósmæður í fullum skrúða myndu koma í stað hinna alvopn- uðu dáta. Það virtist miklum mun betur við hæfi okkar íslendinga enjeppagengin. Svo las ég á dögunum að nú hyggst Valgerður reyna að brjóta svolitið ímynd og ásýnd sjálfrar utanríkisþjónustunnar sem hún sagði réttilega að væri alltof karl- læg. Og gott ef hún tók ekki bein- línis svo til orða að sendiráðin íslensku væru alltof mörg. Þegar ég sá það haft eftir henni varð ég að horfast í augu við að ég yrði að gera svo vel að setjast niður og skrifa hróspistil um Valgerði. Þarflaus sendiráð Því umfang íslensku utanríkisþjónustunnar hefur lengi verið mér heilmikill þyrnir í augum. Sendiráðum er haldið úti í fjölmörgum löndum al- gjörlega að þarflausu - til dæmis á öllum En þaö ei þó að minnsta kostijofsvert aö lofa að fjölga ékki sendi- henum - séistgklega miöaó við sendiheiia- oigíuna sem átti séi stað meðan Davíð gegndi embœttis utaniíkisiáðheiia. Norðurlöndunum - og það þótt allir séu nú sammála um að verk- efni sendiráðanna séu orðin ansi fátækleg. Einhvern tíma var Hall- dór Ásgrímsson enda spurður að því hvort ekki mætti leggja niður eitthvað af sendiráðunum á Norð- urlöndum en hann hélt nú ekki - því hvers konar skilaboð værum við þá að senda frændþjóðum okkar á Norðurlöndum? Islenska ríkið átti sem sagt að eyða millj- ónum og aftur milljónum í meira og minna tilgangslaus sendiráð bara sem „skilaboð" íslendinga um vináttu okkar við viðkomandi þjóðir. Og ekki einu sinni við þjóð- irnar sjálfar, því hinn venjulegi Ole í Noregi og Martti í Finnlandi láta sig einu gilda slík „skilaboð“ - skilaboðum Halldórs var náttúr- lega fyrst og fremst ætlað að ná eyrum örfárra embættismanna sem láta sig slík mál varða. (Og vissulega má halda því fram að „skilaboðaárátta" Hall- dórs hafi skilað árangri - það er að segja skilað honum sjálfum ár- angri, nú þegar hann er kominn i pattaralega stöðu á vegum nor- rænna embættismanna.) Sendiherraorgía Ég á ekki von á að Valgerður stígi svo afdrifaríkt skref að fara að leggja niður sendiráð á þeim skamma tíma sem hún á eftir að sitja í embætti. En það er þó að minnsta kosti lofsvert að lofa að fjölga ekki sendiherrum - sér- staklega miðað við sendiherra- orgíuna sem átti sér stað meðan Davíð gegndi embættis utanrík- isráðherra. Og Valgerður verður að fá að eiga það sem henni ber: Áherslubreytingar hennar í ráðu- neytinu eru allar til mikilla bóta. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR „Kann hún að eiga sér svolitla viðreisnar von fyrirþað óvænta frumkvæði sem hún hefur nú tekið í utanrikisráðuneytinu. “

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.