blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 10
Margar tegundir af gjafakörfum með spennandi sælkeravörum. eilsuhúsiö Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi UPPAHALDSDJOR MARGflA KYNSLOÐA UTAN ÚR HEIMI NORÐUR-KÖREA Ekkert samkomulag Samningaviðræöur sex ríkja um kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu sigldu í strand í gær. Viðræðurnar stóðu í fimm daga í Peking í Kína og segja emb- ættismenn að lítill sem enginn árangur hafi náðst af viðræðunum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald viðræðna, en Bandaríkjamenn, Kínverjar, Rússar, Japanar og Norður- og Suður-Kóreumenn sóttu þær. SMrMólkJ ekkl kennt eð þrila lsvélar: Ellefu óhreinum ísvélum lokað NOStf BUBUJflVC Gjöfin hennar/ • Undirföt • Náttföt Náttkjólar Sloppar • Gjafakort Opiö í dag Þorláksmessu 11-23 * Aðfangadag 10-13 * Næg bílastæöi LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 blaðiö Hin víöfræga skötuveisla á Þorláksmessu POTTURINN OGPANNAN 8orðapantanir í síma 551 1690 Opið 11.30 - 22.00 - Brautarholt 22 - 105 Reykjavík - Sími 551 1690 - www.potturinnogpannan.is Gjafakarfa sælkerans * Burger King Staöurinn brást vel við athugasemd- um og fékk söluleyfi aftur. Mynd/Frikki ísvélum lokað vegna óhreininda: ís með dýfu og saurgerlum ■ Stopp á ellefu stöðum ■ Hreinlæti ábótavant Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net „Við vitum ekki hvaðan hann kom og þeir vita það ekki heldur hjá heilbrigð- isfulltrúa," segir Ævar Olsen, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Burger King á íslandi. Matvælaeftirlit Reykja- vikurborgar stöðvaði íssölu á veitinga- stað Burger King við Ártúnshöfða síð- astliðið sumar eftir að saurkólígerlar fundust í sýni sem tekið var úr ísvél staðarins. Alls þurfti eftirlitið að stöðva íssölu á ellefu sölustöðum og sumum oftar en einu sinni þar sem heildargerlafjöldi í sýnum reyndist vera of hár. Allir sölustaðirnar hafa fengið söluleyfi á ný eftir að hafa gert viðeigandi ráðstafanir. Gerlamagn yfir hámarki „Þetta er eldgamalt mál og löngu búið að samþykkja opnun,“ segir Ævar. „Þegar þeir komu aftur og tóku sýni þá var allt saman í lagi þannig að við vitum ekki hvað gerð- ist. Það gæti hafa verið blandan frá Emmessís. Við vitum ekki neitt." Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri Emmessíss, vísar því á bug að orsökina megi finna í þeirra blöndu. „Við gerum daglegar prufur á okkar framleiðslu og það er útilokað að svona geti gerst.“ Matvælaeftirlit Reykjavíkur- borgar kannaði heildargerla- fjölda í ísvélum á höfuðborgar- svæðinu síðastliðið sumar. Alls voru tekin 106 issýni á 55 sölu- stöðum og örverufræðileg gæði íssins rannsökuð. Sýni voru tekin aftur hjá þeim fyrirtækjum þar sem nið- urstöður voru ófullnægj- andi og íssala stöðvuð í millitíðinni. Alls þurfti að endur- taka sýnatökur fjórum sinnum til að koma örverufræðilegum gæðum á öllum sölustöðum í viðun- andi horf. Yfirleitt reyndist heildargerlafjöldi í sýnum vera of hár en í einu sýni fundust saurkólígerlar. Könnun matvælaeftirlits- ins var birt í lok nóvember en þar komu ekki fram nöfn á þeim fyrirtækjum þar sem íssala var stöðvuð. Blaðið óskaði sérstaklega eftir þeim ÍSSALA STÖÐVUÐ: Fyrirtæki þar sem íssala var stöðvuö einu sinni eða oftar siðasta sumar ■ Aktu taktu - Fellsmúla 30 ■ Bíó grill - Starengi 2 ■ Bónusvideo - Laugalæk 6 ■ Brautarstöðin - Ármúla 42 ■ Burger King - Ártúnshöföa ■ Foldaskálinn - Hverfold 1-3 ■ Grillhöllinn - Kirkjustétt 2 -6 ■ Inn og út - Þórðarsveig 6 ■ Isgrill - Bústaðarvegi 130 ■ Sportbitinn-Egilshöll ■ Trunkur - Réttarholtsvegi 1 Samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar upplýsingum og barst svar frá um- hverfissviði Reykjavíkurborgar í vikunni. Brugðust vel við athugasemdum f svarinu kemur fram að flestir sölustaðir virðast hafa brugðist vel við athugasemdum eftirlitsins um aukið hreinlæti og nákvæmari hita- stillingar á ísvélum. Þannig var búið að opna fyrir sölu hjá sjö af ellefu sölustöðum þegar kom að þriðju sýnatökuumferð. Aðeins á veitingastaðnum ísgrill við Bústaðaveg þurfti fjórar sýna- tökur til að koma örfræðilegum gæðum í viðunandi horf. Ásta Benediktsdóttir, eig- andi fsgrills, segir að aldrei hafi reynt á íssölubannið þar sem ísvélin hafi verið biluð þegar könnunin fór fram. „Þetta var bara biluð ísvél. Kælirinn bil- aði og það var gengið frá því strax.“ Haft var eftir Ósk- ari ísfeld Sigurðssyni, deildarstjóra hjá mat- vælaeftirliti umhverf- issviðs Reykjavíkur- borgar, í fyrri frétt Blaðsins um málið að á íslandi séu viðmið- i unarmörk varðandi leyfilegt gerlamagn um- deild. Benti hann á að í Danmörku væru þessi mörk mun víðari og ekki hefði þurft að loka eins mörgum ísvélum ef miðað hefði verið við þau mörk í könnuninni. Akranes: Kaskó er ódýrast Kaskó er ódýrasta matvöru- verslunin á Akranesi samkvæmt verðkönnum sem Verkaiýðsfélag Akraness réðist í á fimmtudag. Verð var kannað í fjórum af fimm verslunum á Akranesi en ein, Verslun Einars Ólafs- sonar, neitaði að taka þátt. Matarkarfan í Kaskó kostar 10.505 krónur, í Skagaveri kostar hún 11.653 og næstdýrust er matarkarfan í Krónunni þar sem hún kostar 12.163. Dýrust er hún í Grundavali sem Samkaup-Strax reka, þar kostar hún 13.591 krónu. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga JHjartaHeill sími 552 5744 Giró- og kreditkortþjónusta

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.