blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 blaðið INNLENT BYRGIÐ Guðmundur kærður Ólöf Ósk Erlendsdóttir hefur kært Guðmund Jónsson, forstöðumann í Byrginu að því er fram kemur á Vísi.is. Hann er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og átt í kynferðis- legu sambandi við skjólstæðinga sína. WILSON MUUGA Óvíst hve mikil olía er í skipinu Unnið er hörðum höndum við undirbúning þess að dæla olíu úr tönkum flutningaskipsins sem strandaði við Sandgerði á þriðjudag. Hávar Sigurjónsson, hjá Umhverfisstofnun, segir enn ójóst hversu mikil olía er í tönkum skipsins og hversu mikið hefur lekið út. SAMGÖNGUR Fiug úr skorðum Starfsmenn flugfélaga stóðu í ströngu í gær við að koma far- þegum á áfangastað sem höfðu mátt bíða af sér veðrið á fimmtu- dag. Flugsamgöngur hafa verið erfiðar vegna veðurs og var ófært til Vestmannaeyja framan af degi í gær. Vonir standa til að engir verði strandaglópar um jólin. Eftirmál fjöldamorða í Haditha: Akæra hermenn fyrir morð Átta bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að bera ábyrgð á dauða 24 íraka í bænum Haditha á síðasta ári. Meðal hinna látnu voru 76" ára maður og þriggja ára gamalt barn, en hermennirnir sögðust hafa orðið fyrir árás uppreisnarmanna. Hermennirnir geta átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Fjórir her- mannanna eru sakaðir um morð af yfirlögðu ráði og aðrir fjórir um að hafa gert tilraun til þess að hylma yfir ódæðisverkið. Cond- oleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í viðtali í gær að þrátt fyrir mikið mannfall og mikinn kostnað hafi stríðið í Irak verið þess virði. Stór pizza með 2 áieggjum Kr. 1.199 Opnunartimi: Virka daga 16-22 Um helgar 12 - 22 TVÆR Á 2.000 oooTunc I Hækka#uþ>b IrlNUO upp um einn P I Z Z fl 9 r j. c. e- n | 5^,2345 Núpalind 1 Hverafoid 1-5 Reykjavikurvegi 62 Kópavogi Grafarvogi Hafnarfirði byggt búiö TOPP 10 VINSÆLUSTU JÖLAGJAHRNAfl A MEÐAN ÞU V ERTAÐ HEIMANl 1. Robomop gólfhroinpir 2. Síríus Ijósakúia IDA 3. Breviilo safapressa 4. George Fore- man heilsugriil 5. Eva Solo karafia Gólfefni & þrif Höfn og Kaskó Keflavik Jólin á Kárahnjúkum Hangikjöt og sörur í boði á fjallinu Fjölskylduveislan fyrirfram Bóklestur og konfektát Kaþólsk messa Snæfell i baksýn Á Kárahnjúkum Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Kristín Björg Hilmarsdóttir, sem starfað hefur sem móttökuritari á heilsugæslustöðinni á Kára- hnjúkum í rúm þrjú ár, ætlar að hafa það notalegt á fjallinu um jólin. „Ég mun halda aðfangadagskvöld hátíðlegt með tveimur íslenskum sjúkrabílstjórum og tveimur filipps- eyskum hjúkrunarfræðingum. Við ætlum að borða saman hangikjöt og annað sem við höfum viðað að okkur og svo skiptumst við á jólagjöfum. Ég geri síðan ráð fyrir að hvíla mig, horfa á sjónvarpið og lesa bækur. Ég er með sörur að heiman og konfekt og svoleiðis," segir Kristín og bætir því við að glæsilegt hlaðborð verði í matsal starfsmanna í hádeginu á jóladag. Á matseðlinum eru humarhalar, reykturlax, síld, hreindýrapaté, sjáv- arréttasalat, pastaréttir, nautakjöt og svínakjöt og kökur og ávextir í eftirrétt svo fátt eitt sé nefnt. Jólin með fjölskyldunni hélt Kristín hátíðleg í síðustu viku þegar hún var heima í vikufríi. „Ég var þá með fjölskylduna mína í jóla- mat á föstudagskvöldi, börnin mín, tengdabörn og barnabörn, og svo var öll fjölskyldan í jólaveislu hjá bróður mínum. Við tókum þetta bara út fyrir fram,“ segir hún og bætir því við að allflestir íslending- anna á Kárahnjúkasvæðinu fari heim yfir jólin nema þannig standi á vöktum. Sjálf verður hún í fríi yfir hátíð- isdagana þótt heilsugæslan verði að sjálfsögðu opin. „En þar sem ég er flughrædd og alla veðra er von ætla ég að vera um kyrrt hér. Þetta verða önnur jólin mín hér og ég veit að þetta verður ágætt. Börnin mín eru uppkomin og koma til með að hafa það gott með mökum sínum um jólin.“ Híbýiin skreytt Starfsmannahús Sendír jóla- kveðjur heim Kristín Björg Hilmarsdóttir Á aðfangadagskvöld verður kaþólsk messa á Kárahnjúkum. Að sögn Kristínar hafa nunnur og munkar komið þangað und- anfarin ár til að messa þar sem margir erlendu starfsmannanna eru kaþólskir. Víða hafa verið settar upp jólaskreytingar á svæð- inu. „Og svo hafa auðvitað fjöl- skyldur skreytt í húsunum sínum,“ greinir Kristín frá sem vonar að lítið verði að gera hjá félögum hennar á heilsugæslustöðinni yfir hátíðarnar. ^JilUBÖÐ www.eico.is Skútuwogi B - Stmi 57D>1700 OplS « - Jft afla rfag* tff jéfa ag 10 - 12 » AWangarfag

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.