blaðið

Ulloq

blaðið - 23.12.2006, Qupperneq 30

blaðið - 23.12.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 blaðiö Hef alltaf Mgt hjartanu SíðustufimmárhafaMonika Abendroth hörpuleikari og Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari leikið jólalög í miðnæturmessu í Fríkirkj- unni í Reykjavík ásamt strengjakvar- tett. í þessi fimm ár hefur kirkjan alltaf verið þéttsetin og einstaklega góður rómur gerður að samleik Páls og Moniku. Sjálf segir Monika að miðnæturmessan sé orðinn hluti af hennar jólahaldi. „Mér finnst æð- islegt að þetta sé messa á miðnætti því um það leyti er ég búin að halda jólin heima hjá mér, búin að borða jólamatinn, opna pakkana og dást að lifandi ljósunum á jólatrénu. Ég er því tilbúin að fara að heiman og njóta hugvekjunnar og tónlistar- innar. Þaðan fer ég beint út í jólanótt- ina sem er alltaf falleg. Ég myndi alls ekki vilja missa af þessu og þetta er hluti af minu jólahaldi." Gott samstarf Miðnæturmessan hefst kl. 23:30 í Fríkirkjunni í Reykjavík og Monika segir að stemningin sé jafnan yndis- leg. „Það er alltaf gaman að ljúka að- fangadegi á þessum nótum. Dóttir mín hefur alltaf farið með mér í messuna en það eru kaflaskipti í okkar lífi um þessar mundir. Hún er orðin fullorðin kona, 24 ára gömul, og er flutt að heiman með kærasta. Hún tók samt sem áður þá ákvörðun að koma á miðnæturmessu ásamt kærastanum og fleirum úr hans fjölskyldu. Það sýnir mér að hún hefur upplifað þessa hefð á skemmti- legan hátt,“ segir Monika en hún og Páll Óskar hafa unnið saman síðan 2001. „Samstarfið hefur gengið mjög vel. Það eru að vísu alltaf hægðir og lægðir í nánu samstarfi en við höfum átt þá gæfu að vinnu á heil- brigðan hátt úr því. Ég og Páll Óskar kynntumst þegar sameiginlegur vinur okkar, Hreiðar Ingi Þorsteins- son, hélt tónleika í Fríkirkjunni í tilefni af 22 ára afmæli sínu. Við komum fyrst saman opinberlega í Grasagarðinum í Laugardal og við- brögð fólksins voru þvílík að fjórum dögum síðar tókum við þá ákvörðun að gera geisladisk.“ Hef gaman af mann- legum samskiptum Úr því var ekki aftur snúið og Monika og Páll Óskar hafa gefið út tvo diska saman við góðar und- irtektir. „Við höfum ferðast innan- lands til að kynna plöturnar og nú er staðan sú að við getum ekki annað eftirspurn. Við erum þegar bókuð í tvenna jólatónleika á næsta ári því við gátum ekki sinnt fleirum þessi jól,“ segir Monika sem starfar hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. „Það er gaman og gefandi að vinna við eitt- hvað sem maður hefur virkilegan áhuga á. Aftur á móti þekki ég ekki annað því ég hef alltaf fylgt hjartanu. Munurinn á starfi mínu í sinfón- íunni og samstarfi mínu og Páls Ósk- ars er sú að í sinfóníunni þarf ég að spila það sem dagskráin segir. Það er mikil upplifun að spila í hljóm- sveitinni og sitja í þessu mikla tóna- hafi. Hljómsveitin er í mjög háum gæðaflokki, það er gaman að vera hluti af henni og að hafa upplifað þróunina í gegnum árin. Samstarf mitt og Páls er meira skapandi auk þess sem ég er í meiri tengingu við almenning. Ég hef mikla ánægju af þessu og mér finnst virkilega gaman og gefandi að vera í sviðsljósinu. Ég er fædd í tvíburamerki og tvíburar er fólk sem er frekar opið og hefur gaman af mannlegum samskiptum." Ólíkir kraftar Monika segir að þrátt fyrir að hún hafi spilað undir á ótal geisla- diskum hafi vinnan við fyrsta disk hennar og Páls Óskars verið öðruvísi. „Þegar búið var að taka upp geisla- diskinn Ef ég sofna ekki í nótt segir Páll Óskar við mig að 20 prósent af vinnunni sé búin og 80 prósent eftir. Minkapelsar *, Kanínupelsar ** Ullarkápur Úlpur A Jakkar Ullarsjöl Húfur 02 hanskar Mörkinni 6, Sími 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-18 Sunnudaga frá kl. 13-17 Ég skildi ekki hvað hann var að tala um því í mínum huga var diskurinn búinn en það voru þá kynningar, tónleikar og að koma fram að árita diska sem hann átti við. Sem klass- ískur hljóðfæraleikari gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað væri mikið umstang í kringum gerð geisla- disks. Við spiluðum alls staðar til að kynna okkar samstarf sem kom fólki svolítið í opna skjöldu. Palli var náttúrlega áberandi ungur poppari og allt í einu birtist hann með eldri hörpuleikara. Við erum mjög ólík en þegar maður setur ólíka hluti saman gerist eitthvað nýtt og ferskt,“ segir Monika og bætir við að hún og Páll Óskar séu þegar farin að huga að nýjum diski. „Margir hafa spurt mig að því og ég get upplýst það að við munum byrja að vinna að honum á næsta ári. Páll Óskar og ég erum bæði sammála um að meg- inmáli skiptir að vanda sig og gera góðan disk í stað þess að framleiða ár eftir ár.“ Landið kveikti í mér Monika heimsótti ísland fyrst árið 1973 og segir að það hafi verið æskudraumur hennar að heimsækja þessa ævintýraeyju í norðri. „Þegar ég var barn og unglingur las ég bók þar sem talað var um Yellowstone og heita hveri sem mér fannst mjög heill- andi. Bandaríkin voru langt í burtu en á íslandi var líka hverasvæði og annig festist landið í mínum huga. g og kærastinn minn komum saman í okkar fyrstu ferð hingað en ferð til íslands hafði verið draumur hjá okkur báðum. Við vorum hér í fimm vikur og það var æðislega gaman. Við komum aftur árið 1974 og svo langaði mig að vera aðeins lengur á íslandi, ekki bara sumarfrí heldur heila árstíð. Ég skrifaði því Sinfóníuhljómsveit íslands og sótti um vinnu þrátt fyrir að vera með mjög gott starf í Þýskalandi. Landið hafði þessi áhrif á mig og kveikti í mér.“ Allir alltaf á hlaupum Monika hefur búið á Islandi frá árinu 1976 og segir að upplifun hennar af Islendingum hafi breyst mikið síðan hún kom hingað fyrst. „íslendingar eru mjög vingjarnlegir og allir íslendingar taka mjög vel á móti fólki, upp að vissu marki. Það breytist hins vegar um leið og „Skoðun mín er sú að ef hjarta mitt segir mér að búa í öðru landi þá á ég að læra tungumálið, að- lagast landinu og vera hluti aflandinu. Mér finnst ekki að ég eigi að koma til landsins og halda öllum gömlum hefðum og venjum, eins og ég sé stundum maður fer að grafa dýpra og reynir að eignast vini. Ég kom til landsins 32 ára gömul og flestir eiga sína vini úr bernsku og úr námi auk þess sem fjölskyldan er vitanlega stór partur af lífi þeirra. Fólk hefur því myndað sitt net og ef maður ætlar að fá dýpra samband við fólk þá getur það verið erfitt. Ég er náttúrlega búin að vera hér lengi og með árunum hef ég eign- ast vini en þetta tekur langan tíma. Sem útlendingur stendur maður alltaf svolítið fyrir utan því við erum fjölskyldulaus hérna og getum ekki tengt okkur við einhvern frænda á Austfjörðum. Annars finnst mér gott að búa hér en þjóðfélagið hefur hins vegar breyst mikið á þessum þrjátíu árum og þessi efnishyggja og kapphlaup er mjög áberandi. Það er synd því það tapast ýmislegt í öllum þessum hraða. Hlutir eins og mann- leg samskipti, samkennd með náung- anum og einfaldar samræður. Það eru allir alltaf á hlaupum." Engin ferðaþjónusta lengur Monika segir að þegar hún fékk ástríðu fyrir íslandi fékk hún líka ástríðu fyrir íslenskri tungu. „Ég vildi endilega læra íslensku og fór fyrst í Háskóla íslands til að læra beygingar og málfræði sem er flókin. Ég bablaði eitthvað eftir þrjá mán- uði en ég get ekki dæmt um hvenær ég byrjaði að tala tungumálið. Hins vegar fór ég í leiðsögumannaskóla árið 1979 og gat klárað hann á ís- lensku og því hlýt ég að hafa kunnað tungumálið ágætlega á þeim tíma. Ég vinn sem leiðsögumaður á sumrin, að sýna gömlum löndum mínum landið og mér finnst það æðislega gaman. Svo les ég alltaf í blöðum að ferðamanna- straumurinn til landsins aukist og það er mikil ánægja vegna þess. Ég upplifði þetta sterkt síðasta sumar og það er sannarlega alltaf fleiri og fleiri ferðamenn hér en aðstaðan er ekki lengur til staðar. Ef ég fer í Breiðamerkurlón sem er yndislegur staður er svo mikið af fólki að kom- ast í bátsferð að það er nauðsynlegt að bíða í klukkutíma. Það er svo mikil læti í kringum þetta að allir vilja komast að. Þessir staðir hafa ekki bolmagn lengur til að taka á móti þessum fjölda. Á mörgum stöðum finnst mér þetta ekki vera ferðaþjónusta lengur því það er engin þjónusta eftir.“ Að verða hluti af landinu Þar sem Monika er fædd í Þýska- landi og aðflutt til íslands liggur bein- ast við að spyrja hana hvað henni finnist um nýlegar umræður í þjóð- félaginu um innflytjendur. „Skoðun mín er sú að ef hjarta mitt segir mér að búa í öðru landi þá á ég að læra tungumálið, aðlagast landinu og verða hluti af landinu. Mér finnst ekki að ég eigi að koma til landsins og halda öllum gömlum hefðum og venjum, eins og ég sé stundum. Ég kem frá Þýskalandi og er mótuð af hefðum og hugsanagangi þar og hér er ýmislegt öðruvísi. Fólkið hugsar á margan hátt öðruvísi og það var ýmislegt sem ég kaus að sleppa en tók upp annað í staðinn. Mér líkaði ekki við aðra þætti, eins og drykkju- siði íslendinga og þá lét ég vera. Með þessu móti verður til eitthvað nýtt en ef innflytjendur halda alltaf í sitt þá myndast aldrei ný menning. Á tímabili var ég í vandræðum með mig, ég var ekki Þjóðverji; ég gat ekki búið í Þýskalandi með þennan íslenska hugsunarhátt. Samt sem áður var ég ekki íslendingur. Þetta var tímabil sem ég var rótlaus og það var erfiður kafli. Allt þar til ég fann út að það skiptir mig ekki máli af hvaða þjóðerni ég er heldur er ég komin til að búa hér og hér líður mér vel. Fólk sem flytur til annarra landa hefur fjölmörg tækifæri til að þroskast og víkka sjóndeildarhring sinn og mér finnst synd þegar það er ekki nýtt en þess í stað haldið fast í sitt gamla.“ svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.