blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 bla6iö fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞÉR? Jólabónusinn í ár? „Það mætti eiginlega segja það, vinnufélagar mínir kalla stelpuna bónusbarnið." Agústn Kristófersdóttir nýbökuð móðir Ágústa eignaðist óvænt stúlkubarn en hún vissi ekki að hún væri barns- hafandi. Hún vann í versluninni Bónus allt þar til barnið fæddist. Hún er búin að sýna vinnufélögunum barnið. HEYRST HEFUR... Forsýning á myndinni Flags of our Fathers fór fram fyrir hálffullum sal í Háskólabíó á fimmtudagskvöld. Ekkert af Holly- woodstjörnuliði myndarinnar mætti til sýningar- innar og kom það til vegna sýningar hið ytra á japanskri útgáfu myndarinnar. Gestir forsýning- arinnar höfðu á orði að gaman væri að upplifa íslenskt landslag í stórmynd sem þessari en myndin væri aðeins í meðallagi góð. Áður hafði verið í fréttum að aukaleikurum myndarinnar hér á Islandi hefði ekki verið boðið en svo var einnig um stóran hluta töku -og tækniliðs sem eyddi þremur vikum á Sandvík í tökum og vinnu við myndina. Þeim miðum sem True North hafði til að skipa á forsýninguna virðist að stórum hluta verið deilt til fjölmiðla- fólks og merkimanna. Þó mátti sjá nokkra af aukaleikurum myndarinnar fagna á sýning- unni, til að mynda Jóhann G. Jóhannsson leikara sem var skemmtilega uppáklæddur fyrir tilefnið. Þá voru einnig Lúðvík Geirsson, Árni Sigfússon og Dóra DNA komnir til að kynna sér stórmyndina. Söngkonan Pink hefur skorið upp herör gegn illri meðferð á sauðfénaði í Ástralíu við rún- ing. En þar tíðkast að rýja sauð- fénaðinn á þann hátt að skordýr og óværa á greiða leið að dýrunum svo þauþjást. Pinkvill að fólk sniðgangi vörur er nota ull frá sárum og þjáðum kindum Ástralíu. Á Islandi er ekki lengur notuð íslensk ull í peysur og annað, hið minnsta er stór hluti hennar innfluttur frá Eyja- álfu en þó helst Nýja-Sjálandi. dista@bladid.net Eitt tonn af skötu hjá Jóni í Múlakaffi Jón Örn Jóhannesson yfirkokkur á Múlakaffi á afmæli í dag, Þorláks- messu, og stendur vaktina í Múla- kaffi, Lágmúla við að skammta gestum staðarins vel kæsta skötu með meðlæti. „Mér finnst skemmti- legt að afmælisdegi mínum sé svona háttað," segir Jón Örn og segir dag- inn vera glaðlegan og lifandi enda allir komnir í stakt jólaskap. „Það fer eitt tonn af skötu ofan í gesti staðarins i dag,“ segir Jón Örn um gestaganginn og nefnir að yfir þús- und manns mæti i skötu yfir dag- inn. Menn kjósa skötuna miskæsta og meðlætið er vestfirsk hnoðmör, rófur og kartöflur. „Við bjóðum líka upp á kæsta tindabikkju, hún er töluvert sterkari en skatan," segir Jón Örn sem gefur ekki mikið fyrir að ilminn af skötunni sem megi öllu heldur kalla fnyk. „Nei, mér finnst lyktin góð og skata er góður matur.“ Aðsókn í skötu i Múlakaffi er gríð- arleg og yfir þúsund gestir renna á skötuilminn i Lágmúla. „Gestir Múlakaffis á Þorláksmessu eru þverskurður af samfélaginu," vill Jón Örn meina og aðspurður segir hann það vera rangt að þangað komi aðeins harðkjarna karlmenni sem hafa verið gerðir brottrækir af heimilum sinum með skötumáltíð- ina sökum aðgangsharðrar lyktar sem aðrir heimilismeðlimir vilji aðskilja frá jólahátíðinni. „Karlar koma ekki frekar en konur, þetta er fremur jafnt og hingað koma heilu fjölskyldurnar og afar og ömmur með barnabörnin sín að kynna þau fyrir gömlum siðum.“ Jón Örn segir skötuát Islendinga vera skemmtilegan og þjóðlegan sið sem setji sterkan svip á íslensk jól. dista@bladid.net SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 1 9 3 6 2 5 8 4 7 8 2 5 7 1 4 9 3 6 4 6 7 8 9 3 1 5 2 6 1 8 9 3 2 4 7 5 3 4 9 1 5 7 2 6 8 5 7 2 4 6 8 3 9 1 2 5 1 3 7 9 6 8 4 7 3 4 2 8 6 5 1 9 9 8 6 5 4 1 7 2 3 Gáta dagsins: 8 3 5 7 4 8 9 5 7 2 3 1 6 4 9 6 7 3 9 8 8 7 1 2 9 5 1 6 8 3 9 2 eftir Jim Unger Auglýstir þú eftir eiganda veskis? Hvað bar hæst í vikunni? Stefán Jón Hafstein Stjórnmálamaður Efst í mínum huga er aðdáun- arvert starf björgunarsveit- anna í vikunni. Ég tel þetta miklar hetjur sem starfa iðulega vel fyrir land og lýð. Nú er tæki- færið til að launa þeim vel unnin störf með því að styrkja þá um áramót. Ég hvet alla landsmenn til að kaupa flugelda á flugelda- sölum björgunarsveitanna. Brynja Þorgeirsdóttir Fjölmiðlamaður * Eg er búin að fylgjast vel með strandinu á Wilson Muuga og það finnst mér hafa borið hæst. Mikið björgunarafrek var unnið að strandastað og enn þá krítískar aðstæður. Náttúruöflin og veðrið hafa leikið aðalhlut- verkið í þessari viku. Veðrið hefur borið hæst í þess- ari viku og þær sviptingar sem hér hafa orðið. Veðrið hefur sveiflast frá sex gráðu frosti yfir í þrettán stiga hita á nokkrum klukkutímum. Annars hefur vikan verið undirlögð jólaund- irbúningi og við hjónin höfum tekið því rólega. V \ Guðjón Bergmann Jógakennari

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.