blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 32
Hulstur fyrir hljómhlöðu
Nú er komið á markað hulstur fyrir ipod nano sem unnið
er úr rúskinni og laxaroði. Hulstrið er hannað af Bergþóru
Guðnadóttur hjá Farmers Market. Hulstið gengur undir
nafninu iLax og fæst í Applebúðinni.
tiska________________
blaöiö
Jólarauðar varir
Flott varagloss frá Gosh í eldrauðum jólalit er hátíðlegt og fínt.
Glossinu fylgir glært glansandi gloss til að setja yfir og gera þannig
varirnar enn kyssilegri og jólalegri. Glossið heitir Everlasting lips og
eins og nafnið gefur til kynna helst liturinn á vörunum lengi.
tiska@bladid.net
Guðbjörg Sigurðardóttir er
kaupmaður í versluninni IQ á Skóla-
vörðustig 8. Guðbjörg segir að hún
hafi alltaf haft áhuga á tísku en hún
hefur rekið verslunina í tvö ár. Versl-
unin sérhæfir sig i dönskum fatnaði
frá þekktum merkjum á borð við
Bitte Kai Rand, Ivan Grundahl, og
Gildu Hayes. Guöbjörg er lika með
gott úrval af skóm en hún segir að
hana hafi langað að reka litla skó-
búð innan fatabúðarinnar. Guðbjörg
nefnir hér fimm hluti sem henni
finnst vera nauðsynlegir í vetur
hvort sem er til að efla andann eða
til að líta vel út.
„Veturinn er í mínum huga tími
samkvæma og samverustunda
með fjölskyldu og vinum. Tíminn er
tilvalinn til að hitta gott fólk og vini
sem hlýja þér um hjartarætur og til
að gleðjast með.“
IMér finnst léttur húmor,
glaðværð og að stutt sé í
brosið nauðsynlegt i vetur.
2Faliegur klæðnaður og
vandaðir skór eru
nauðsynlegir i vetur
sem alltaf.
3Besti fylgihluturinn í
vetur finnst mér vera er silkitrefill
sem kemur frá danska hönnuðinum
Gildu Hayes. Trefillínn er með Sagafur
dúski sem þú
skellir á þíg eftír
vinnu og þú getur
farið hvert
sem er, í
kokteilboð,
út að borða,
leikhús eða
óperuna.
Þetta
er einn af
þessum frá-
bæru hlutum sem gerir þig
alltaf fína og glæsilega. Gilda Hayes
er nýjasti hönnuðurinn sem ég er
með föt frá en þetta er hennar fyrsta
tískulína. Mér fínnst hún gera mjög
falleg og glæsileg föt og sé að hún á
framtíð fyrir sér.
4Kertaljós og góð tón-
list. Kertaljósin gefa
■hlýju, frið og rómantík.
Wú fyrlr jólin flnnst mér
nýi jóladiskurinn
frá Bogomil Font
alveg frábær og
síðan mæli ég
með jólaóratoríu
Bach á aðventus-
unnudögum.
5Heitt súkkulaðl á Mokka hér á
móti mér og góðir kuldaskór. Hér,
i verslunínni fást kuldaskór sem
endast í áratug og eru með ekta gæru-
fóðri þannig að þeir eru einstaklega
hlýir og góðir.
Sfðan er tilvalið að
labba upp Skóla-
vörðustíginn, upp aö
Hallgrímskirkju og
skoða málverkasýning-
una sem er í anddyri
kirkjunnar.
Gleðileg jól.
Gefðu mér gott í skóinn
Kertasníkir hefur löngum þótt
gjafmildasti jólasveinninn og á það
til að gefa ívíð meira í skóinn en
bræður hans sem á undan koma.
Kertasníkir gerir heldur ekki endi-
lega greinamun á börnum og full-
orðnum og á aðfangadagsmorgun
vakna bæði börn og fullorðnir full
tilhlökkunar og kíkja I skóinn sinn.
Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir
Kertasníkja til að gefa kvenkyns
jólabörnum sem eru orðin stór I
skóinn
Stórt armband með
stórum semalíusteinum,
2750 kr. Gyllt armband,
799 kr. frá Accessorize.
Babydoll nátt-
kjóll, rauður
og jólalegur,
frá La Senza
3900 kr.
Svart og glæsilegt kor-
selet með böndum fyrir
sokka frá Knickerbox,
4499 kr. G strengur í
stíl frá Knickerbox,
1299 kr.
Glæstur Bulgari hringur,
91.700 kr. Leonard.
Silfurarmbönd frá Acces
sorize, 799 kr. og 599 kr.
Rautt og svart nær-
fatasett frá La Senza,
brjóstahaldari, 4290 kr.
Nærbuxur, 2290 kr.
Kvöldveski alsett steinum
frá Accessorize, 6190 kr.
Hálsmen hannað af
Hendrikku Waage,
12.800 kr. Leonard.
Mjúkur og
þægilegur bóm
ullarserkur frá
Knickerbox,
3499 kr.
Guess úr,
16.700 kr.
Leonard.
Jólalegt Júniform
Verslunin Júniform er staðsett
á Hverfisgötunni og það er Birta
Björnsdóttir sem á heiðurinn að föt-
unum sem þar er að finna. Búðin var
opnuð fyrir fimm árum af Birtu og
Andreu Magnúsdóttur og síðan þá
hefur Júniform getið sér gott orð fyr-
ir fallega og einkennandi hönnun.
Kjólar eru í aðalatriði í versluninni
en Birta hannar einnig skemmti-
lega jakka, peysur og leggings svo
eitthvað sé nefnt.
Það eru tvær fatalínur sem versl-
unin hefur upp á að bjóða, Júniform
og Júnik. Júniform-línan er fram-
leidd í nokkrum eintökum hver flík
en hver flik í Júnik er einstök og
bara gerð í einu eintaki.
Birta segir að jólatískan sé alltaf
aðeins frábrugðin því sem gengur
og gerist í vetrartískunni. „ Það
blossa alltaf upp pallíettur og gla-
múrstemning fyrir jólin og gull og
silfur í fatnaði spila stórt hlutverk á
jólum. Jólin eru alltaf jólin og það er
gaman að klæða sig upp og vera svo-
lítið jólalegur,11 segir Birta og bætir
við að á nýju ári séu ýmsar skemmti-
legar breytingar í vændum hjá Júni-
form