blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 blaöið INNLENT SLASAÐIR SJÓMENN Meiddust eftir brotsjó Tveir skipverjar á Þór HF-4 slösuðust eftir að brotsjór kom á skipið. Annar skipverjinn er tví- tugur en hinn hálffertugur. Sá yngri meiddist á hendi en sá eldri á höfði en gert var að sárum þeirra um borð eins og kostur var. FASTEIGNIR Mikil sala Fleiri fasteignir seldust á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en selst hefur í meðalviku síðustu þrjá mánuðina. 166 eignir seldust í síðustu viku, 22 fleiri en í meðalviku. Jólaundirbún- ingur virðist því ekki letja fólk frá íbúðakaupum. STRAND VIÐ SANDGERÐI Kanna lát sjóliðans Danski sjóherinn rannsakar nú hvort að rangar ákvarðanir hafi leitt til dauða danska sjóliðans Jan Nordskov Larsen utan við Sandgerði á þriðjudag. Hann var sendur, ásamt sjö félögum sínum af danska varðskipinu Triton, á gúmmibát út að flutninga- skipinu Wilson Muuga sem strandaði í fjörunni. Sjóliðarnir lentu í , a Varað við hættu af kertum: Færri eldsvoðar Tólf eldsvoðar út frá kertum hafa verið tilkynntir tryggingarfé- lögunum það sem af er desember, en að meðaltali hafa 44 slíkir brunar verið á þessum árstíma síðustu sex árin. Jólin, áramótin og þrettánd- inn eru jafnan sá tími sem flestir kertabrunar verða. Sjóvá Forvarnarhús hvetur landsmenn til að fara varlega með kertaskreytingar um jólin og varar við því að þær séu stað- settar nálægt eldfimum efnum. OF MIKIÐ AÐ BERA? - Láttu okkur um það a þtnum vequm... m <0 o Nýja Sendibílastöðin 568 5000 www.sendibilar.is Njóttu ilmandi jóla Jólakaffi með sætum berja- og súkkulaðikeim. SÆLKERAKAFFI JÓLAKAFFI Leigja útlendinga Ólögleg starfsmannaleiga er til skoö- unar hjá Vinnumálastofnun. Forsvarsmaður fyrirtækisins er sakaður um að hafa hótað öllu illu ef haldið yrði áfram rneð rnálið. Mynd/Kristinn Olögleg starfsmannaleiga til skoðunar hjá Vinnumálastofnun Hótar verktaka og verkalýðsforingja ■ Framkvæmdastjóri hótar mönnum ■ Fylgjast meö framvindu mála ■ Sinni mínu starfi þrátt fyrir hótanir Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Framkvæmdastjórinn hafði sam- band við mig og sagði að ég skyldi ekki voga mér að reyna einhver brögð. Hann sagðist verða endalaust á bak- inu á mér og úr samtalinu var hægt að lesa úr hótanir um eitt og annað,“ segir einn af þeim verktökum sem leigt hafa erlenda starfsmenn af fyr- irtækinu Geymi ehf. Fyrirtækið hefur verið kært til Vinnumálastofnunar þar sem það hefur ekki leyfi sem starfsmanna- leiga. Málið er í forgangsrannsókn og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, lítur það alvarlegum augum. Hann bendir á að beðið sé skýringa frá fyrirtækinu og ef þær verða ekki fullnægjandi verður starfsemi þess stöðvuð. Fyrirtækið er ekki á skrá yfir löglegar starfs- mannaleigur og viðurlög við brotum af þessu tagi eru stöðvun starfsemi, sektir og/eða fangelsisvist. Fylgist með Verktakinn segist ætla að fylgjast með aðgerðum Vinnumálastofnunar áður en næstu skref verði tekin. „Að svo stöddu ætla ég ekki að bregðast við þessum hótunum og fylgist bara með framvindu mála. Ef frekari hótanir berast mun ég að sjálfsögðu tilkynna þær til lögreglu. Eg veit að viðkomandi hefur einnig haft í hótunum við verkalýðsfélögin,“ segir verktakinn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki forsvarsmanna Geymis ehf. vegna hótananna en Kristinn Helgi Eiríksson framkvæmdastjóri kann- ast ekki við að hafa leigt út erlenda starfsmenn. Hann furðar sig á því að málið sé til skoðunar og veit ekki til þess að gerðir hafi verið samningar um leigu starfsmanna. Églitáþetta sem beina hótun. Vilhjálmur Birgisson, framkvæmdastjóri Verka- lýðsfélags Akraness Alvarlegt mál Vilhjálmur Birgisson, fram- kvæmdastjóri Verkalýðsfélags Akra- ness, staðfestir að forsvarsmaður fyrirtækisins hafi haft í hótunum við sig vegna málsins. „Það var ekki hægt að skilja annað á þeim orðum sem viðkomandi viðhafði að ég skyldi hugsa mig tvisvar um áður en ég héldi áfram með málið. Ég lít á þetta sem beina hótun og lít þetta mjög alvarlegum augum," segir Vilhjálmur. „Ég er eingöngu að sinna því sem mér ber í mínu starfi og hef tilkynnt þessar hótanir til Vinnumálastofnunar." Rannsókn á hlerunum hætt: Aflétta verður trúnaði „Eina leiðin til að tryggja að menn fái allar upplýsingar upp á borðið og að allir tjái sig frítt er að aflétta öllum trúnaðarákvæðum og öðru slíku.“ Þetta segir Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Vinstri grænna, um þá yfirlýsingu ríkissaksóknara að rannsókn á meintum hlerunum í utanríkisráðuneytinu verði ekki haldið áfram. Ríkissaksóknari segir ekkert hafa komið fram sem styðji ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar um að símar hafi verið hleraðir í utanríkis- ráðuneytinu í ráðherratíð hans. Undanbrögð virka illa á mann Steingrímur J. Sigfús- son, þingmaður Vinstri grænna „Norðmenn leystu alla undan trúnaði. Ég held að mönnum hafi verið skylt að bera vitni fyrir rann- sóknarnefndinni. Öll þessi mál, leyniþjónustan, hleranirnar, grein- ingardeildin og ævintýrið með bréfhausinn hjá sýslumanninum í Keflavík, vísa í sömu átt. Það þarf að upplýsa þetta allt,“ segir Stein- grímur og bætir því við að stjórnar- liðar hafi skotið sér ábak við sérfræð- inganefndina sem eigi eftir að skila áliti. „Hún athugar bara afmark- aðan þátt málsins, það er aðgang fræðimanna að skjölum. Þegar hún hefur skilað áliti er mönnum ekk- ert að vanbúnaði að taka ákvörðun um framhaldið og að mínu mati á þingið að hafa frumkvæði og hlutast til um ítarlega og óháða rannsókn á öllu málinu. Öll undanbrögð gagn- vart því virka ekki vel á mann.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.