blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 blaðið ARIÐ 1945 KOMST UPP UM VÍÐTÆKT VÍXIL- FALS í HÚNAÞINGI OG Á AKUREYRI Falsari í Húnaþingi Jóhann Eyþórsson kom í mars- mánuði 1945 í útibú Búnaðarbank- ans á Akureyri og fór þess á leit við settan útibússtjóra að bankinn keypti af sér víxil að upphæð 15 þús- und krónur. Jóhann sagðist sjálfur vera samþykkjandi og hann fengi þrjá valinkunna menn til að ábyrgj- ast lánið. Otibústjórinn gaf Jóhanni vilyrði fyrir því að bankinn myndi kaupa víxilinn. Þegar Jóhann kom með víxil- inn útfylltan í bankann var nafn Björns Pálssonar á Löngumýri á víxlinum sem útgefanda og nöfn Péturs Péturssonar á Höllustöð- um og Steingríms Jóhannessonar á Svínavatni sem ábekinga, gjald- dagi var 1. október. Ekki var víx- illinn greiddur þá og fékk Jóhann hann framlengdan til áramóta. Til að framlengja víxilinn skilaði Jó- hann bankanum öðrum víxli með sömu nöfnum. Seint í júlí kærði Kaupfélag Hún- vetninga Jóhann fyrir að hafa fram- vísað fölsuðum ávísunum. Jóhann gekkst við að hafa selt kaupfélag- inu tvær falsaðar ávísanir, aðra að upphæð 2.850 krónur og hina að upphæð 500 krónur. Gert var samkomulag við Jó- hann um að hann greiddi strax 1.400 krónur til kaupfélagsins og hann lofaði að greiða vikulega 400 krónur og lofaði sá maður sem ann- aðist launagreiðslur til Jóhanns að sjá um að 400 krónur yrði greiddar vikulega. Launagjaldkerinn hætti hins vegar að annast launagreiðsl- ur til Jóhanns en honum láðist að tilkynna dómaranum það. Urðu þá vanskil á samkomulaginu þar sem Jóhann sýndi enga tilburði til að standa við gert samkomulag. í byrjun september var Jóhann kallaður fyrir dómara. Fleiri fals- aðar ávísanir höfðu borist til yfir- valda. Viðurkenndi Jóhann að hafa falsað ávísanirnar sem voru tvær, önnur að fjárhæð 600 krónur og hin 500 krónur. Dómari tilkynnti Jóhanni að mál yrði höfðað gegn honum og var honum meinað að fara úr um- dæminu nema með leyfi dómara en hann mátti halda áfram störf- um sínum á Skagaströnd. Yirvöld- um var ókunnugt um víxilfölsun- ina á Akureyri. Ekki hættur Jóhann var ekki hættur. 13. sept- ember fór hann í Sparisjóð Húna- vatnssýslu og seldi þar víxil að fjárhæð sex þúsund krónur. Hann hafði falsað nafn Daníels Þorleifs- sonar, bónda á Stóra-Búrfelli, sem útgefanda og nafn Stefáns Ágústs- sonar, bónda á Ytri-Ey sem ábek- ings. Sjálfur var hann samþykkj- andi. Síðar í sömu viku fékk Jóhann leigubílstjóra, Ara Jónsson á Blönduósi, til að aka með sér til Akureyrar. Þeir höfðu ekki verið lengi á Akureyri þegar Jóhann fór í útibú Landsbankans og seldi þar tíu þúsund króna víxil og ekki varð annað séð en Björn Pálsson á Ytri-Löngumýri væri útgefandi og Pétur Pétursson á Höllustöðum ábekingur. Jóhann fór einnig í útibú Búnað- arbankans, þar seldi hann víxil að upphæð 15 þúsund krónur. Nú skrif- aði hann nafn bróður síns, Hall- dórs, sem samþykkjanda og nafn Björns Pálssonar sem útgefanda og nafn Guðmundar Pálssonar á Guðlaugsstöðum sem ábekings. Á þriðja degi Akureyrarheim- sóknarinnar vildi Ari Jónsson bil- stjóri ekki vera þar lengur og varð úr að þeir fóru heim. Bankinn hafði samband Fáeinum dögum eftir Akureyr- arheimsókn Jóhanns þurfti útibús- stjóri Landsbankans að hafa tal af Pétri Pétursyni og var erindið ótengt víxilkaupunum en í samtali þeirra hafði útibússtjórinn orð á víxlinum. Eðlilega kannaðist Pét- ur ekki við að hafa skrifað nafn sitt á víxil fyrir Jóhann Eyþórsson. Rannsóknin var auðveld en við hana fannst sparisjóðsbók sem Jóhann átti við Sparisjóð Súgfirð- inga. Raunveruleg innistæða á bók- inni var rúmar sex þúsund krónur en Jóhann hafði sjálfur skrifað i hana tvö innlegg, annað var þrjú þúsund og hitt tvö þúsnd krónur. Jóhann Eyþórsson var þegar hér var komið sögu 25 ára gamall og einhleypur. Hann átti eitt barn en ekki var að sjá að hann hefði látið peninga til barnsins. Þegar Jóhann var spurður hvað hann hefði gert við peningana sem hann hafði svikið út sagði hann að fyrir fyrsta víxilinn, 15 þúsund krónurnar sem hann fékk í Bún- aðarbankanum á Akureyri, hefði hann keypt bíl í félagi við annan mann en hann var búinn að selja hlut sinn í bílnum fyrir fimm þús- und krónur og að auki hafði hann keypt bækur á Akureyri fyrir 3.200 krónur, afganginum eyddi hann. Fyrir fölsuðu ávísanirnar hafði hann meðal annars greitt föður sín- um 600 krónur, hinu eyddi hann. Annað fé hafði hann notað til hestakaupa, greiðslu til barns- móður sinnar, til föður sins og til að greiða af láni vegna bílakaupa, hinu eyddi hann. Faðir hans end- urgreiddi þá peninga sem Jóhann hafði látið hann fá. í aukarétti Húnavatnssýslu var Jóhann Eyþórsson dæmdur til að sæta fangelsi í eitt og hálft ár. Hæstiréttur staðfesti dóminn. I gegnum tíðina hafa íslendingar fullkomnað hátíðarmatinn með ávöxtum frá Del Monte. Veldu gœði, veldu í)el Monte

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.