blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 45
blaftið
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 45
Rúv á aðfangadag:
Fyrir þá sem
minna mega sín
Á aðfangadagskvöld sýnir Sjón-
varpið eins og undanfarin ár
upptöku frá jólatónleikum. Fram
koma einsöngvararnir Björgvin
Halldórsson,
Hera Björk
Þórhallsdóttir,
Maríanna
Másdóttir,
Þóra Gréta
Þórisdóttir og
Edgar Smári
Atlason ásamt
GospelkórFíla-
delfíu og hljómsveit undir stjórn
Óskars Einarssonar. Hljómsveit-
ina skipa Brynjólfur Snorrason,
Gréta Salóme Stefánsdóttir,
Hjalti Gunnlaugsson, Jóhann
Ásmundsson, Kjartan Valdimars-
son og Ómar Guðjónsson auk
hljómsveitarstjórans. Kynnir er
Hrönn Svansdóttir og Vörður
Leví Traustason flytur upphafs-
og lokaorð. Stjórn upptöku:
Björn Emilsson. Textað á síðu
888 í Textavarpi.
Skjár einn á aðfangadag:
Örlög Evitu
Skjár einn sýnir söngvamyndina
Evitu klukkan 13.00 á aðfanga-
dag. Myndin er stórbrotin og
dramatísk frá
1996 þar sem
Madonna
fer á kostum.
Myndin er
byggð á
söngleik eftir
Tim Rice og
Andrew Lloyd
Webber en leikstjóri myndar-
innar er Alan Þarker. Eva var
fátæk stúlka sem reyndi fyrir
sér sem leikkona og varð síðar
eiginkona forseta Argentínu,
Juan Peron. Hún var dýrkuð og
dáð í heimalandinu og hún átti
viðburðaríka en stutta ævi. Auk
Madonnu leika Antonio Band-
eras, Jonathan Pryce og Jimmy
Nail aðalhlutverkin.
Á öðrum degi jóla:
Sigurbjörn
biskup
Sjónvarpið
sýnir á mánu-
dagskvöld
klukka 19.25
samtal Jó-
hönnu Vigdísi
Hjaltadóttur
við Sigurbjörn Einarsson biskup.
Hann rifjar upp ýmsa atburði á
viðburðaríkri ævi. Hann segir frá
æsku sinni og uppruna, aðdrag-
anda þess að hann varð biskup
og uppbyggingu í Skálholti sem
hefur verið honum hugleikin alla
t(ð. Hann segir frá leyndarmáli
sem hann á með guði, hættu-
merkjum í samfélaginu af ýmsu
tagi, lýsir afstöðu sinni til sam-
skipta samkynhneigðra og kirkju
og af einlægni talar hann um
ástina og sorgina. Sigurður Jak-
obsson sér um dagskrárgerð.
Stöð 2 á öðrum degi jóla:
Sjálfstætt fólk
á íslandi
Jón Ársæll Þórðarson heldur
uppteknum hætti og leitar uppi
forvitnilegt fólk
á öllum aldri,
ræðir við það
af sinni ein-
skæru hlýju og
nærgætni og
tekst öðrum
fremur að
draga upp nýja
og áður óþekkta mynd af lands-
kunnum (slendingum. I þessum
þætti rifjar hann upp heimsóknir
til gesta á ársinu. Þáttur Jóns Ár-
sæls, Sjálfstætt fólk, hefur einn
alira þátta þrisvar sinnum hlotið
Edduverðlaunin sem sjónvarps-
þáttur ársins, árið 2003, 2004
og nú síðast árið 2005.
Zellweger
kemur sér undan
skilnaðarspurningum
i
Óskarsverðlaunahafinn Renée Zellweger
reyndi hvað hún gat að koma sér undan spurn-
ingum David Letterman um skilnað hennar við
kántrýstjörnuna Kenny Chesney. Hún sat í sett-
inu hjá Letterman á síðasta mið-
vikudagskvöld.
Renée giftist Chesney í maí
i síðasta ári. Þau hittust við
fjáröflun eftir fljóðbylgjuna
sem skall á ströndum As-
íu á öðrum degi jóla 2004.
Fjáröflunin var haldinn
í janúar í fyrra og giftu
sig í maí sama ár. Fjór-
um mánuðum síðar voru þau skilin.
Letterman spurði: „Gætum við rætt aðeins um
hjónaband ykkar Kenny Chesney?" Zellweger var
fljót til: „Ég hélt þú ætlaðir aldrei að spyrja!" Lett-
erman gaf í: „Reynduð þið hjónakornin í raun og
veru nóg?“ Zellweger svaraði óstyrk: „Ekkert mál,
spurðu bara, ég er öllu vön.“ Svo svaraði hún engu.
Renee Kathleen Zellweger, sem fædd er í apríl
1969, í Texas og er þekktust fyrir hlutverk sín í
myndunum um Bridget Jones. Hún hefur tvíveg-
is verið tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir aðal-
hlutverk í kvikmyndum, fyrir Chicago árið 2003
og Bridget Jones árið 2002.
WlNFREY SHOW'
w ^
1
9 1 1
NY|l .
t' i- ~ m |^y jjMK JKjJ