blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006
blaðiö
„Hún spjirði ind-
versknn nngling, 14
ára þræladreng hvaða
drauma hami ætti
sér og livað hann
vildi verða. Hami
svaraði: „Ég á enga
drauma. Ég er búinn
að tapa bernsknnni og
tækifæruniim',/‘
•:• : . >
*.* • V
« » r
4
„Það er til dxntis sagt að
Guð leggi ekki meira á fólk
en þaðfær borið. Þetta
| finnst mér vera tóm dclla
euda hefég séð allt annað í
starfi mtntt. Það eru svona
atriði sem fá mig til að efast.
Santt laðast ég alltaf aftur
að trúnni."
strákofi, og eru hrædd við myrkrið
og drauga, og jafnvel fólk sem vill
vinna þeim mein.
Þannig að þótt maður viti um allar
kringumstæður barnanna held ég að
það sé aldrei hægt að setja sig algjör-
legaí spor þeirra.“
Hverertilgangurinn?
Manneskja sem vinnur við hjálp-
arstarf eins og þú hlýtur að taka það
slœma sem hún sér inn á sig en má
samt ekki taka það inn á sig nema að
vissu marki til að verða ekki óstarfhcef.
Hvernig tekstu á við þetta?
„Það sem mér finnst bjarga mér
er hvað þetta er langt í burtu. Stöku
sinnum þegar ég er að kafa í eitthvert
efni verð ég að taka hlé og gera eitt-
hvað annað í smástund. Þá finnst
mér þetta allt of ömurlegt. Yfirleitt
tekst mér þó að skrifa um þessi mál-
efni án þess að tilfinningar þvælist
of mikið fyrir mér. Hins vegar gæti
ég ekki hugsað mér að vinna við
það að ræða við íslendingana sem
koma til okkar og leita eftir aðstoð,
einfaldlega vegna þess að ég myndi
taka það of míkið inn á mig. Ég hef
hlaupið í skarðið þegar félgsráðgjaf-
inn okkar er ekki til staðar og það
hefur stundum reynst mér mjög
erfitt. Ég held að það stafi af því
að hér eru aðstæður sem er tiltölu-
lega auðvelt að setja sig inn í. Þarna
er kannski um að ræða einstæða
móður sem er öryrki og á fatlað barn
- pabba sem skiptir sér ekkert af, afa
og ömmu sem eru jafn illa stæð. Það
þarf svo margt að breytast til þess að
sú móðir geti lifað betra lífi og virkar
svo vonlaust. Mér finnst sorglegt að
öryrkjar sem vitað er að munu ekki
geta unnið skuli ekki fá hærri bætur.
Þær nægja aldrei til framfærslu og
fólk getur ekki nokkurn tíma gert
sér glaðan dag. Það sér fram á að lífið
verði aldrei betra. Það er ekkert líf að
þurfa að borða dag eftir dag eitthvað
sem er ódýrt og vont. Þetta er það
sem mér finnst skelfilegast að horfa
upp á hér heima.
Það var tímabil í mínu lífi þegar
ég átti svo að segja engan pening.
Ég ákvað að gera ekkert sem kostaði
pening. Jú, ég gat farið út að ganga
en eiginlega ekkert meir. Mig lang-
aði til að bjóða til mín fólki í mat,
hitta vini á kaffihúsi, fara í bíó en
allt kostaði pening. Þetta var hálf
ömurleg tilvera. Ég sá hins vegar
alltaf fram á betri tíð, þetta var
tímabundið ástand. Og það er stóri
munurinn. En ég hefði ekki viljað
lifa svona lífi til frambúðar. Hver er
tilgangurinn með slíku lífi?“
Þekki Guð af afspurn
Hvert er viðhorf almennings til
hjálparstarfs?
„Mér finnst fólk mjög fúst til að
gefa. En við þurfum að kynna málin
þannig að fólk skilji og átti sig á,
hverju þeirra framlag muni breyta.
Það er okkar áskorun og okkur tekst
það ekki alltaf. Svo er misjafnt hvað
fólki finnst. Sumir vilja hjálpa hér
heima áður en hjálpað er erlendis.
Aðrir hugsa til fólks sem virðist
aldrei geta spilað úr því sem það fær.
Fólk þekkir eitthvert dæmi þar sem
fólk er á örorkubótum en því finnst
að það gæti unnið. Fólk hefur þessi
undantekningartilvik í huga og
vill þá ekki styðja innanlandsstarf.
Stundum spyr fólk líka: Kemst þetta
nokkuð til skila, er fólk ekki bara að
misnota þessa aðstoð? Þetta finnst
mér vera fyrirsláttur. Fólk sem talar
svona hefur annaðhvort ekki velt
málinu nægilega vel fyrir sér eða
það vill hvort sem er ekkert gefa. En
fleiri vilja leggja okkur lið, það sést
vel einmitt núna fyrir jólin.“
Hefur starfþitt breytt heimsmynd
þinni og lífsskoðunum?
„Já, fyrst og fremst þannig að ég
er meðvitaðri um gæðin sem ég nýt.
Þegar ég segi börnum og unglingum
frá verkefnunum sem við erum að
vinna hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
þá reyni ég alltaf að tengja það lífi
okkar hér heima, þannig að þau
verði meðvituð um allt það sem þau
njóta. Ég er ekki að höfða til sam-
viskubits heldur að benda á hvað
það er mikilvægt að við metum það
sem við höfum.“
Hvað með trúna, þú ert ekki
trúlaus?
„Ég hlustaði á útvarpsmessu á
kristniboðsdaginnogkristniboðinn
var að velta því fyrir sér hvort menn
þekktu guð einungis af afspurn. Ég
hugsaði með mér: Já, ég þekki hann
bara af afspurn. Mér finnst ég aldrei
hafa fundið óyggjandi sönnun fyrir
því að Guð sé með mér. En alltaf
þegar mér gengur vel þá þakka ég
samt Guði fyrir það.
Stundum finn ég eitthvað í boð-
skapnum sem mér finnst ekki stand-
ast. Það er til dæmis sagt að Guð
leggi ekki meira á fólk en það fær
borið. Þetta finnst mér vera tóm
della enda hef ég séð allt annað í
starfi mínu. Það eru svona atriði
sem fá mig til að efast. Samt laðast
ég alltaf aftur að trúnni.“
En ef þú vcerir spurð hvort þú
tryðir á Guð og mættir bara svara já
eða nei, hvertyrði svarið?
„Þá myndi ég segja já. Aðalatriðið
er kærleiksboðskapurinn í kristn-
inni, að elska Guð og náungann eins
og sjálfan sig. Þó maður taki ekkert
annað úr boðskapnum er það nægt
verkefni."
kolbrun@bladid.net