blaðið - 05.01.2007, Síða 19

blaðið - 05.01.2007, Síða 19
blaðiö FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 19 Jarðarför Palestinumaður borinn til grafar að íslömskum sið. Hinn látni fétt i átökum við ísraelska hermenn í borginni Nablus, fremsii líkberinn til hægri var síðan myrtur af leyni- skyttu hersins tveimur dögum síðar. ' I skotlinunni Israelskur her- 5 maður miðar rifflinum á Ijós- ■ myndara Blaðsins. Myndin | er tekin i Ein Beit el Ma-flótta mannabúðunum i Nablus i innrás hersins i siðasta mán- uði. Einn Palestínumaður féll fyrir byssukúlu hermanns og á annan tug heimila voru lögð i rúst. Atök vegna Aðskilnaðarmúrsíns Israeiskur hermaður luskmr á Palest- inumanni. borpi vestur af Nablus en þangað kom herinr. tíl aó /atna við jörðu fimm byggmgar Paiestmumanna, þar sem þær stóðu í vegi fyrir væntanlegum ■ hluta Aðskilnaðarmúrsins á svæðinu. Afram Abbas! Stuðnings- maður Fatah-hreyfingarinnar veifar mynd af leiðtoga sínum, Mahmoud Abbas, i miðborg Ra mallah siðastliðinn laugardag, eftir að Abbas boðaði isjón- varpsávarpi til nýrra kosninga. Myndir: Egill Bjarnason. í bardaganum. Hann er enn þann dag í dag haltur á fætinum eftir óhappið. Eftir afplánunina setti hann sér önnur markmið í lífinu en að bylta hernáminu með beinum aðgerðum. I staðinn eyddi hann púðri í að byggja upp félagsheimili í Balata- flóttamannabúðunum samhliða því að nema fjölmiðlafræði í há- skólanum við Nablus. Það að upp- lýsa heimsbyggðina um ástandið í Palestínu gerir mun meira gagn en vopnaðar árásir, segir hann. „Að loknu námi ætla ég mér burt úr flóttamannabúðunum og eignast fjölskyldu á öruggum stað,” segir Muhammed Faras og bætir við að flestir ibúar Balata stefni að hinu sama en fæstum verður ágengt. Hann bendir ennfremur á að þorri íbúanna trúi því enn að einn góðan veðurdag muni þeir snúa aftur til heimila sinna, til dæmis í borg- unum Haifa og Jaffa, þaðan sem fjölskyldur þeirra voru hraktar við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Innlyksa íeigin borg Eftir að síðari uppreisn Palest- ínumanna hófst versnaði ástandið í Nablus til muna. Af „öryggis- ástæðum” afgirti ísraelski herinn borgina með vegatálmum og jók í samræmi við það eftirlit inni í borginni. Bæði opnunartími og inngönguleyfi gegnum tálmana eru algjörlega undir stjórn hersins. Allar þær hömlur sem fylgja tálmunum hafa haft slæm áhrif á efnahaginn í Nablus, sem áður fyrr var borg iðnaðar og fram- leiðslu. Með vegatálmunum hefur verð á innfluttum vörum hækkað, meðal annars vegna aukins flutn- ingskostnaðar. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr útflutningi á vörum vegna boða og banna Isra- elsstjórnar þar um. Aðskilnaðarmúr Israels, sem byggður er innan landamæra Pal- estínu, hefur einnig skaðað efna- hag Nablus og annarra borga. Eftir að múrinn kom til sögunnar hefur reynst nær ómögulegt fyrir kaup- menn og bændur að selja vörur sínar á ísraelskum markaði. Palest- ínumenn sem áður unnu í ísrael en voru búsettir á Vesturbakkanum fá ekki lengur að ferðast á milli landamæranna og hafa því flestir misst vinnuna. En mannlegi þátturinn er kannski öllu verri. Langar biðraðir við vegatálma Nablus gera Palestínu- mönnum erfitt fyrir en biðin getur tekið allt að þrjár klukkustundir. Verst er þó þegar sjúkrabílar eru kyrrsettir á vegatálmum eða jafnvel meinað að fara í gegn en slíkt kemur upp með reglulegu millibili. Hvítflibbaflokkur Fatah gegn harðlínu Hamas f Nablus eru flokkadrættir milli Fatah- og Hamas-stjórnmálahreyf- inganna sérstaklega áberandi og er borgin klofin milli þessara fylk- inga. I þingkosningunum fyrr á þessu ári vann Hamas yfirburða- sigur í borginni með um 52 prósent kjörfylgi en áður hafði Fatah haldið um stjórnartaumanna í borginni. Ástæðan fyrir óvæntum sigri Hamas í Nablus, sem og annars staðar í Palestínu, er ekki harðlínu- stefna þeirra varðandi Ísraelsríki heldur hvítflibbastarfsemi forvera þeirra. Á meðan Fatah-ríkisstjórn Yassers Arafats og arftaka hans Mahmouds Abbas gerðist sek um stórfelldan fjárdrátt og spillingu stuðlaði Hamas að uppbyggingu á velferðarkerfi Palestínu, svo sem með því að koma á laggirnar skólum og heilsugæslustöðvum. Síðan Hamas komst til valda hefur flokkurinn aftur á móti átt bágt með að greiða opinberum starfsmönnum vegna refsiaðgerða Vesturveldanna sem miða að því að svelta efnahag ríkisstjórnar Hamas. Palestínumönnum var jú nær að „kjósa vitlaust". Þrátt fyrir að efnahagur Palestínu hafi verið í frjálsu falli undir stjórn Hamas-samtakanna er tvísýnt hverjir munu vinna komandi kosn- ingar, sem forseti landsins og oddviti Fatah, Mahmoud Abbas, boðaði til í ávarpisíðastliðinnlaugardag.Hamas hefur nefnilega ekki enn tækifæri til að sanna sig í ríkisstjórn vegna téðra þvingana Vesturveldanna. Á hinn bóginn er ósennilegt að kosningarnar verði yfirhöfuð haldnar. Það sem vakir fyrir Abbas með því að boða til kosninga á næst- unni er að þrýsta á Hamas að taka tilboði Fatah um sameiginlega ríkisstjórn flokkanna þar sem ráð- herrar verði flestir með sérfræði- þekkingu á sínu sviði. Líklegt er að Hamas-menn muni kjósa þann kost en þeir hafa þegar afboðað þátttöku í nýboðuðum kosningum. Framtíðarleiðtoginn í fangelsi Það er augljóst að fráfall Yass- ers Arafats leiddi af sér leiðtoga- kreppu í landinu. Um Arafat ríkti mun meiri eining en gerir nú um Abbas, sem hefur lítið persónu- fylgi. Það háir Abbas að hafa þá ímynd meðal landa sinna að vera leppur Vesturveldanna sem fylgi þeim eftir í blindi. Ljóst er að Bandaríkin ætla að launa Abbas vinsemdina með háum fjárhæðum, sérstaklega eyrnamerktum eflingu lífvarðasveitar Fatah sem nefnist á íslensku sveit sautján. Til marks um leiðtogakreppuna eru myndir af Arafat og Hassan Nasralíah, leiðtoga Hezbollah í Líb- anon, áberandi á götum úti og mun algengari en veggspjöld af Abbas eða Ismael Haniyeh, forsætisráð- herra Palestínu. Nýverið birti dagblaðið Palestine Times útkomu úr nýrri skoðana- könnun þar sem spurt var hvern fólk vildi sem næsta leiðtoga lands- ins. Samkvæmt henni er Marwan Barghouthi vonarstjarna Palestínu- manna en 79 prósent aðspurðra vildu hann sem framtíðarleiðtoga landsins. Abbas hlaut 61 prósent stuðning í könnuninni og Haniyeh 62 prósent. Gallinn er nú samt sá að Barg- houthi afplánar nú fimmfaldan lífstíðardóm í fangelsi eftir að hæstiréttur Israels sakfelldi hann fyrir að hafa staðið á bak við morð á fimm ísraelum. Hann hefur alla tíð lýst sig saklausan og telja margir að sakargiftirnar á hendur honum hafi verið uppspuni og að málið sé fyrst og fremst pólitísks eðlis. Barghouthi varð frægur sem einn af aðalleiðtogum síðari upp- reisnar Palestínumanna og stýrði þá al-Aqsa Martyrs Brides, vopn- uðum armi Fatah. Hann hefur alla tíð fordæmt árásir á óbreytta borgara en hvatt til vopnaðrar baráttu gegn ísraelska hernum. Reynt hefur verið að fá Barghouthi lausan úr fangelsi í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Shalit sem verið hefur í haldi mannræn- ingja á Gasaströndinni frá 25. júlí síðastliðnum. Hingað til hefur lsra- elsstjórn þverneitað körfunni. Burtséð frá pólitískri afstöðu er þrautseigja og frelsisþrá það sem þjappar Palestínumönnum saman. Það er ótrúlegt hvernig þjóð, sem hefur þurft að þola hremmingar og gegndarlausa kúgun í áratugi, hefur náð að lifa með ósköpunum án þess að tapa alveg áttum. Og allir berjast þeir fyrir hinu sama: Frjálsri Palestínu!

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.