blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 blaöiö VEÐRiÐ í DAG Frostið minnkar Noröaustan 8-13 metrar á sek- úndu og dálítil snjókoma eða él en hægari vindur og léttskýjað syðra. Minnkandi frost. Á MORGUN Frostið minnkar Norðan 5 til 10 metrar á sekúndu, hægari vindur norð- vestantil. Léttskýjað sunnantil. Frost um allt land. VÍÐA UM HEIM 1 Algarve 10 Amsterdam 8 Barcelona 10 Berlín 6 Chicago ■10 Dublin 9 Frankfurt 12 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 7 New York 6 Orlando 4 Osló 6 Palma 13 París 7 Stokkhólmur -12 Þórshöfn -3 17 2 18 13 3 2 Rochom P’ngieng (t.v.) ásamt móður sinni Rochom gengur um mjög bogin i baki og talar ekki skiljanlegt tungumál. „Móglísa" fannst í frumskóginum: 19 ár með dýrum Kambódísk kona sem hvarf átta ára gömul fannst aftur fyrr í vikunni eftir að hafa lifað ein í frumskóginum í nítján ár. Talið er að konan sem fannst sé Rochom P’ngieng, sem hvarf eftir að hafa farið ein út til að gæta vísunda fjölskyldunnar í hinu afskekkta Rattanakiri-héraði í norðurhluta Kambóbíu árið 1988. Faðir hennar segist þekkja dóttur sína á því að hún sé með ör á hægri handlegg sem hún á að hafa fengið í æsku. Enn er beðið eftir niðurstöðu úr DNA-prófi til að sannreyna hvort um dóttur mannsins sé að ræða. Lögregla í héraðinu segir að konan sé í raun að hálfu kona og að hálfu dýr, en hún er augljóslega vannærð, talar ekki skiljanlegt tungumál og gengur um mjög bogin í baki. Konan fannst eftir að bóndi á svæðinu hafði tekið eftir því að einhver hafði stolið hrísgrjónum af jörð hans. Hann náði konunni og tilkynnti lög- reglu eftir að hafa beðið í launsátri eftir að hrísgrjónaþjófurinn léti til skarar skríða á nýjan leik. Lög- regla gætir þess nú vel að konan haldi ekki aftur inn í frumskóg- inn eftir að hafa farið úr fötunum sem henni voru útveguð og gert sig líklega til að hverfa á brott. 100% náttúrulegur ávaxta- og grænmetisdrykkur • Enginn viðbættur sykur • Engin viðbætt vítamín • Engin rotvarnarefni Gefst ekki upp Haraldur Hannes Guð- mundsson Ijósmyndari Mynd/Þorkell Haraldur Hannes í aðgerð vegna gats á höfuðkúpunni: Hefur fengið aukinn mátt ■ Handarstórt gat ■ Lamaöur og sjónskertur ■ Daglegar framfarir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Haraldur HanneS Guðmundsson, sem ráðist var á í London þann 19. nóvember síðastliðinn, er með handarstórt gat á höfuðkúpunni sem setja á akrýlplötu fyrir í að- gerð væntanlega upp úr mánaða- mótunum. Árásarmennirnir brutu höfuðkúpuna með barefli úr járni og fóru brotin inn í heila. Haraldur, sem lamaðist vinstra megin, er nú í endurhæfingu og hefur hann fengið svolítinn mátt í fótlegginn. „Það þurfti að tína brotin úr heil- anum og vegna þess hversu vanda- samt verk það var tók aðgerðin sex klukkustundir," greinir Helga Þórð- ardóttir, móðir Haraldar, frá. „Hann er að þjálfa sig í að ganga og læra þessa hluti sem eru svo sjálfsagðir. Maður sér daglega ein- hverjar framfarir og þótt þær séu litlar gleðst maður yfir því sem gerist frá degi til dags. Hann finnur styrkinn aukast og hefur fengið töluverðan mátt í fótlegginn. Hann er einnig bjartsýnn á að fá aukinn handarstyrk. Þetta verður margra mánaða ferli og jafnvel ára,“ segir Helga sem telur jákvætt viðhorf Har- aldar skipta afar miklu máli. Haraldur er með talsvert skerta sjón á vinstra auga. Hann ræður ekki við lestur enn sem komið er en getur unnið svolítið á tölvu. „Hann er skýr í kollinum og málstöðvarnar eru óskertar. Bati hans hefur verið ótrú- legur miðað við þá áverka sem honum voru veittir,“ tekur Helga fram. Ráðist var á Harald, sem er 36 ára, er hann var á ferð á reiðhjóli skammt frá heimili sínu í austur- hluta London sunnudagsmorgun- inn 19. nóvember. Haraldi tókst að flýja frá árásarmönnunum, sem voru þrír og hettuklæddir, en þeir veittu honum eftirför og réðust að honum að nýju og börðu hann í höfuðið með barefli úr járni. Har- aldur, sem hafði verið á leið í bakarí, var ekki rændur. Enn er ekki vitað hverjir árásarmennirnir voru. „Andlit árásarmannanna sjást ekki á myndbandi sem lögreglan hefur undir höndum og þess vegna hefur ekki verið hægt að staðfesta hverjir þeir eru þótt ákveðnir menn liggi undir grun,“ segir Helga. Hún gerir ráð fyrir því að Har- aldur, sem starfaði sem tísku- og auglýsingaljósmyndari og við ýmiss konar tölvuvinnu, fái örorkubætur á meðan hann er í endurhæfingu. „Hann er rosalega áhugasamur um að ná árangri og það skilar sér. Hann býr hérna heima hjá okkur ásamt eig- inkonu sinni. Honum finnst hann fá andlegan styrk við það að geta verið með fjölskyldunni í baráttunni við að ná bata. Hann er ákveðinn í því að láta þetta ekki eyðileggja Hfið.“ • Engin litarefni • Engin bragðefni Úr hverri flösku af Knorr Vie fást 200 g af því besta og hollasta úr ávöxtum og grænmeti Eiturefnanotkun við Fljótsdalsvirkjun: Efnið meðhöndlað af virðingu „Eftir að við höfðum samband við framkvæmdaraðila fóru þeir í að sækja um tilskilin leyfi. Ég veit ekki betur en að leyfi fyrir notkun efnisins liggi núna fyrir. Að því leytinu til að engin kæra hefur bor- ist til okkar þá er málið úr sögunni hvað okkur snertir,“ segir Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði. Blaðið hefur fjallað um notkun Ep- oxy koltjöruefnis við stálfóðrun fall- gangna við Fljótsdalsvirkjun. Efnið er talið hættulegt heilsu manna og Leyfi veitt Búið er að veita leyfi fyrir eiturefnanotkun við stálfóðrun fall- ganganna við Fljótsdalsvirkjun. ýmsir sérfræðingar mæltu gegn notkun þess. Síðar kom í ljós að engin leyfi lágu fyrir um notkun eiturefnisins og ákvað Lárus því að kanna málið. Oddur Friðriks- son, trúnaðarmaður starfsmanna, segir engin vandkvæði hafa komið upp vegna notkunarinnar. „Menn eru að verða búnir með að koma efninu á og ekkert komið fyrir, Það voru gerðar sérstakar ráðstafanir og efnið meðhöndlað af virðingu,“ segir Oddur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.