blaðið - 20.01.2007, Side 15

blaðið - 20.01.2007, Side 15
blaðið LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 15 Alþýðusamband íslands um könnun Ragnars Árnasonar: Segir ekki alla söguna „Rannsóknin er það skammt á veg komin að hún segir aðeins til um tekjuskiptingu heildartekna en ekkert um það hvort ójöfnuður ráðstöfunartekna hefur aukist eða minnkað," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá ASI, um niðurstöður rannsóknar Ragn- ars Árnasonar, prófessors við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. Þegar tekið er tillit til fjár- magnstekna er ljóst að ójöfnuður í tekjuskiptingu fer vaxandi. ASÍ gagnrýnir rannsóknina á heima- síðu sinni þar sem segir að fráleitt sé að sleppa tekjuhæsta hópnum í samanburði á tekjum þar sem tekjuskiptingarrannsókn hljóti að ná til allra tekjuhópa. ASÍ bendir einnig á að þörf sé á umræðu um mismuninn á skatt- lagningu stjórnvalda á tekjum eftir eðli þeirra. Er þá einkum átt við fjár- magnstekjur sem á tólf árum hafa aukist úr 2-3% af heildartekjum landsmanna í 16-17%. Sigríður segir að ASÍ hafi áhyggjur af misskipting- aráhrifum fjármagnsteknanna þar sem helmingur þeirra falli í hlut þess fólks sem er í hæsta 1% tekju- hópnum. „Þeir sem hafa hæstu fjár- magnstekjurnar hafa meiri mögu- leika á að afla enn frekari tekna og við bendum á að þetta er að valda auknum ójöfnuði samfara því sem verið er að fella niður eigna- og há- tekjuskatta. Þannig er skattlagning að minnka á þann hóp sem er að auka við sig tekjurnar hvað mest. Skatta- og bótakerfið er aftur á móti ekki að umbuna lágtekju- og meðaltekjufólki," segir Sigríður. Tekjuháir njóta skattalækkana Sigríður segir að tekjuskipting heildar- tekna gefi ekki rétta mynd afjöfnuði í samfélaginu. Almenningssamgöngur: Jónína vitl skoða strætó Mbl.is Jónína Bjartmarz um- hverfisráðherra segir í skriflegu svari á Alþingi að mikilvægt sé að ríki og sveitarfélög fari í samein- ingu yfir almenningssamgöngur með það að markmiði að bæta rekstrarskilyrði þeirra. Umhverf- isráðuneytið hefur nú þegar átt fund með fulltrúum Strætó bs. um þessi mál að þeirra ósk. 1 svarinu, sem er við fyrir- spurn Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknar- flokks, segir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga sé stöðugt til skoðunar og muni umhverf- isráðuneytið beita sér fyrir því að málefni almenningssam- gangna verði tekin þar upp. Þýskaland: Barist um tölvuleik Þrír voru fluttir á sjúkrahús effir að slagsmál brutust út í verslun í Köln í Þýskalandi vegna tölvuleiks. Verslunin bauð nýja World of Warcraft-leikinn til sölu á sérstöku tilboðsverði og brutust slagsmálin út þegar ljóst var að ekki voru til nægilega margir leikir fyrir allan þann fjölda sem sóttist effir eintaki. Lögregla var kölluð á staðinn, en rúður brotnuðu og urðu talsverðar skemmdir á innanstokksmunum. Hálslón: Hækkar jafnt og þétt Mbl.is Vatnsborð Hálslóns hefur hækkað um tíu sentimetra á sól- arhring að meðaltali undanfarnar tvær vikur. Lónið er nú komið í 567,8 metra yfir sjávarmáli. Byrjað var að safna í Hálslón í septemberlok þegar hjáveitugöng- um Kárahnjúkastíflu var lokað. Utsala Utsala 20-80% afsláttur af öllum vörum Sófaborð með skúffu Natur Eik eða Amerísk Hnota, Stærð; 120x60x46 verð áður: 49.900,- verð nú: 37.900,- Sófasett Gossip - 3+1+1 - Hamrað leður hvítt verð áður: 289.000,- verð nú: 169.000,- Stofuskenkur - Natur Eik eða Amerísk Hnota stærð: 200x46x85 - verð áður: 112.970,- verð nú: 69.000,- stærð: 150x46x85 - verð áður: 92.950,- 36°/o verð nú: 59.000,- Bohemia Vöruhús - Askalind 2 - Kópavogur Opið virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 220/0 Verðdæmi: Stækkanlegt borðstofuborð Natur Eik eða Amerísk Hnota 40% (stærð: 160/240x100x76 cm) verð áður: 112.970,- verð nú: 69.000,- Tungusófi - 6 manna - tauáklæði 60°/o verð áður: 141.570,- verð nú: 59.000,- Stofustóll - PU 80% svartur, hvítur eða rauður verð áður: 24.500,- verð nú: 4900,- Svefnsófi - microfiber - þrír litir 30°/o verð áður: 69.900,- verð nú: 49.000,- Baðinnrétting með blöndunartækjum 57% verð áður: 70.070,- verð nú: 29.900,- Legubekkur - tauáklæði 52% litir: grænn, hvítur eða rauður verð áður: 42.185,- verð nú: 19.900,- Borðstofustóll - PU - svartur eða hvítur verð áður: 14.157,- verð nú: 8900,- 370/0 Mikið úrval af Eikar- og Hnotuhúsgögnum á útsöluverði. Sjón er sögu ríkari 40% BOHEMIA vöruhús

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.