blaðið - 20.01.2007, Síða 16

blaðið - 20.01.2007, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 blaöið Mikiö hvassviðri gengur yfir Evrópu: Tugir farast í veðurofsa Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Samgöngur úr skoröum Fjöldi látinna kominn í 41 Að minnsta kosti 41 hefur látið lífið og hundruð slasast í miklu óveðri sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarna daga. Almenningur og yfirvöld hafa viða unnið að því að koma ýmissi þjónustu og samgöngum 1 samt lag eftir að mikið hvassviðri braut niður rafmagnsstaura, reif upp tré með rótum, skemmdi byggingar og raskaði flug-, sjó-, og vegasamgöngum í fjölmörgum ríkjum álfunnar. Lestarsamgöngur lágu að öllu leyti niðri í Þýslalandi á fimmtudagskvöldið og að morgni gærdagsins vegna rafmagnsleysis og trjáa sem höfðu lagst á teinana. Talsmaður Þýsku ríkisjárnbrautanna segir að ástandið hafi aldrei verið verra en þessa siðustu daga en lestarsamgöngum hafði að mestu verið komið á aftur í gær. Loka þurfti fjölmörgum skólum í Þýskalandi og víðar vegna óveðursins, en vindar höfðu ekki mælst sterkari í Þýskalandi frá árinu 1999. Tugirþúsundaheimila í Þýskaland, Póllandi og Austurríki og meira en milljón heimili bæði í Póllandi og Tékklandi voru án rafmagns í óveðrinu. Flestir þeirra sem létu lífið í óveðrinu fórust í Bretlandi og Þýskalandi. Flestir þeirra fórust í umferðaróhöppum þar sem mátti rekja orsakir slysanna til óveðursins. Tveir slökkviliðsmenn létust í Þýskalandi, annar eftir að fengið tré yfir sig og hinn eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá lést átján mánaða gamalt barn í Munchen eftir að hafa fengið svalahurð yfir sig eftir að hjarirnar rifnuðu af. Annað ungbarn lést í Lundúnum eftir að múrveggur hrundi yfir það á fimmtudaginn. Þegar leið á gærdaginn voru flugsamgöngur smám saman að komast aftur á áætlun í álfunni eftir að tugþúsundir flugfarþega höfðu þurft að þola ítrekaðar tafir. Þá var töluvert um að flugi væri aflýst í Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki, Tékklandi og Slóvakíu. Breskir veðurfræðingar hafa sagt að veðrið hafi ekki mælst verra í landinu frá árinu 1990. Vindhraðinn mældist hins vegar mestur í Evrópu á Snezka, hæsta fjalli Tékklands, eða sextíu metrar á sekúndu. I Austurríki brutust út talsverðir skógareldar þegar rafmagnslínur rifnuðu upp í grennd við Salzburg. Þrátt fyrir að svissnesk yfirvöld hefðu hvatt íbúa landsins til að halda sigheima fyrir, sýndi svissneska sjónvarpið myndir af spennuþyrstum brimbrettaköppum sem þustu FJÖLDI LATINNA í ÓVEÐRI SÍÐUSTU DAGA: 83 Bretland: 13 ™ Þýskaland: 10 ZZ Holland: _ Pólland: 6 Tékkland: 3 ■ 1 Belgia: 2 1 £ Frakkland: 1 um á yfirborði Neuchatel-vatns. Guðbjörg Sandholt, nemi í Lundúnum, segist ekki hafa farið varhluta af versnandi veðri í Evrópu að undanförnu. „Það er búið að vera sérstaklega kalt og hvasst síðustu daga. Regnhlífin mín fauk til dæmis upp þegar ég var á leið í skólann i fyrradag. Sem fslendingur er maður að sjálfsögðu ýmsu vanur þegar kemur að veðri, en þegar veðrið er svona reynir maður bara að . ■* ; .■ •• • "«•'■ * halda sig sem mest innandyra." Guðbjörg segir að fréttir hafi borist af því í breskum fjölmiðlum að rúmlega þrettán manns hafi látið lífið í óveðrinu á Bretlandseyjum og enn fleiri á meginlandi Evrópu. „Ég sá að tré hafði rifnað upp með rótum á Abbey Road hér í London, sem er í næsta nágrenni við íbúðina mína.“ Reiknað er með að fari að draga úr óveðrinu þegar það nær Úkraínu og Rússlandi. Illa farin verksmiðja í Frankfurt Fjölmörgum skólum var lokað snemma í Þýskalandi og flugsamgön- gur röskuðust verulega. Aðallestarstöðin í Berlfn Loka þurfti stöðinni eftir aö tveggja tonna burðarbiti féll fjörutíu metra niður á tröppur aðalinngangsins. Tré fjarlægð af götum Borgarstarfsmenn í Lille i Frakklandi fjarlægja tré sem rifnuðu upp með rótum. :

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.