blaðið - 20.01.2007, Page 19

blaðið - 20.01.2007, Page 19
blaðið LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 19 Möröur Árnason Niðurstöður mínar (með góðri aðstoð vina og félaga sem ég þakka hér með fyrir), sem ég vil að um- hverfisráðherra staðfesti, fara hér á eftir. Tölurnar um losun koltví- sýrings sem hér um ræðir eru allar fengnar úr opinberum gögnum, en upplýsingar um árlega álframleiðslu eru almennar staðreyndir sem meðal annars má sækja á vefsetur fyrirtækjanna. Norðurál á Grundartanga: 377 þúsund tonna árleg losun I álveri Norðuráls á Grundar- tanga nemur koltvísýringslosun um 377 þ.t. á ári þegar stækkun lýkur þar seint á þessu ári. Þá verður fram- leiðslugetan 260 þ.t. af áli (er nú 220 þ.t. eftir stækkun um 130).. Norðurál hefur starfsleyfi fyrir 300 þ.t. af áli á ári, sem nemur 435 þ.t. heildarlosun koltvísýrings, og getur hvenær sem er ráðist í þá stækkun en hyggst ekki nýta þessa heimild að sinni. Við fyrsta hanagal Blaðinu er nú dreift eldsnemma á morgnana í 100 þús eintökum um land allt Stóriðjuákvæðið: Ekki pláss fyrir stækkun í Straumsvík Þegar lagðar eru saman tölur um losun koltvísýrings frá verksmiðj- unum tveimur á Grundartanga, nýja álverinu á Reyðarfirði og Straumsvíkurverinu stækkuðu og at- hugað hvað af þessari mengun fellur undir „íslenská' stóriðjuákvæðið samkvæmt Kyoto-samningunum - kemur í ljós að losun frá verksmiðj- unum nemur 1642 þúsund tonnum á ári, sem er 42 þúsund tonnum meira en stóriðjuákvæðið leyfir. Ég hef lagt fram fyrirspurn til umhverfisráðherra þar sem beðið er um að þessar tölur séu staðfestar og aðra þar sem spurt er hvernig ráð- herrann ætlar að bregðast við. Samkvæmt tölum mínum er ekki pláss fyrir stækkunina í Straums- vík innan stóriðjuákvæðisins. Hvað þá stækkun í Straumsvík plús Helguvík eða Húsavík á tímabilinu 2008-2012, gildistíma Kyoto-bókun- arinnar. Hinsvegar kæmist annað þeirra álvera fyrir samkvæmt stór- iðjuákvæðinu ef ekki yrði stækkað í Straumsvík. Samkvæmt tölum mínum er ekki pláss fyrir stækkun- ina í Straums- vík innan stór- ^ iðjuákvæðisins. Umrœöan Ákveði Norðurálsmenn að stækka sína verksmiðju verður heildarlosun raunar 1700 þ.t. á ári. Kvótinn sam- kvæmt „íslenská' stóriðjuákvæðinu er hinsvegar 1.600 þ.t. á ári. Framúr- keyrsla í báðum tilvikum Hvaða kanínur birtast úr hattinum? Nú verður fróðlegt að vita hvað umhverfisráðherra - og ekki síður iðnaðarráðherra - vill taka til bragðs. Stundum hafa ráðherrar gælt við hugmyndir um að túlka stóriðjuákvæðið sem heildartölu fyrir árin fimm, þannig að ekki þurfi að standa við 1600 þ.t. á hverju ári heldur hægt að reikna þetta sem meðaltal. Sá galli er á þessari lítt siðlegu túlkun - jafnvel þótt hún stæðist samkvæmt alþjóðaskuld- bindingum - að enginn veit hvað við tekur árið 2013. Samningsstaða íslendinga yrði afar bágborin, að ekki sé minnst á æruna. Kannski eiga álverin að kaupa sjálf kvóta frá útlöndum - sem rynni þá í almennu heimildina? Um þetta virt- ist Valgerður Sverrisdóttir vera að tala um daginn án frekari skýringa. Eða þá ráðherrarnir ætlast til að við hleypum álverunum inn í almenna kvótann með því að draga saman mengun frá bílum, fiskiskipum og öðrum iðnaði til að álverin geti mengað meira? Nú - svo er auðvitað gamla góða ráðið frá Loðvíki 15., síðasta Frakka- kóngi fyrir stjórnarbyltingu: Synda- flóðið kemur ekki fyrr en eftir minn dag. Meinið er bara það að Alcan í Straumsvík er á dagskrá núna strax. Höfundur er alþingismaður Alcoa í Reyðarfirði: 504 þús- und tonna árleg losun í álveri Alcoa verður losunin um 504 þús.t. á ári. Álframleiðslan verður 346 þús.t., en verksmiðjan á sem kunnugt er að komast í gagnið fyrrihluta árs (apríl). Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: 184 þúsund tonna árleg losun umfram í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga voru framleidd 72 þ.t. af járnblendi árið 1990. Verksmiðjan var stækkuð árið 1999 sem nemur 42 þ.t. árlegri framleiðslu, og er koltví- sýringslosun vegna þeirra 184 þ.t. á ári. Alcan í Straumsvík: 577 þúsund tonna árleg losun umfram 1990 Verði af stækkun álvers Alcans í Straumsvik verður 577 þ.t. árleg losun frá álframleiðslu umfram þá sem komin var í gang 1990. Þá voru fram- leidd 88 þ.t. af áli í verksmiðjunni en með stækkun hefðu 372 þ.t. bæst við árlega framleiðslu, samtals 460 þ.t. Samtals eftir 1990: 1.642 þúsund tonn á ári Hefur svo margt að segja blaði

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.