blaðið - 20.01.2007, Qupperneq 30

blaðið - 20.01.2007, Qupperneq 30
34 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 blaðið MIÐAEIGANDI HJA HAPPDRÆTTI HASKOLANS VAR IVANDRÆÐUM MEÐ ENDURNÝJUN EN TALDI SIG HAFA FUNDIÐ LAUSN Á VANDANUM Gaf happdrættismiða Unnur Sigurðardóttir, sem bjó á Smiðjuhóli í Borgarfirði 'wið 1938, var í vandræðum með end- urnýjun miða í Happdrætti Há- skólans, en allt í einu taldi hún sig hafa fundið lausn á þessum vanda sínum. Hún hafði sam- band við kunningja sinn sem bjó í Reykjavík, Alfreð Björnsson, og úr varð að hún sendi honum mið- ann og fimm krónur sem áttu að duga til endurnýjunar í nokkra mánúði. Alfreð endurnýjaði miðann í tvö eða þrjú skipti en um sum- arið fór hann til dvalar að Stóra- Hofi í Gnúpverjahreppi. Vinningur kemur á miðann í ágústmánuði kom að Stóra- Hofi Sigurborg Sigurðardóttir frá Hafnarfirði ásamt syni sínum Birni en Alfreð var faðir drengs- ins. Sigurborg hafði verið skamm- an tíma að Stóra-Hofi þegar hún sá happdrættismiðann hjá Alfreð og spurði hann hver ætti miðann. Hann sagði að Bjarni ætti hann. Nafnið Bjarni nefndi Alfreð út í bláinn. Alfreð bætti við að hann gæti ekki endurnýjað miðann. Sig- urborg spurði þá hvort hún mætti eiga miðann og samþykkti Alfreð það. Þá þótti Sigurborgu best að Alfreð gæfi Birni syni þeirra mið- ann og varð það úr. Sigurborg endurnýjaði miðann næstu mán- uði og í október kom 125 króna vinningur á hann. Sigurborg end- urnýjaði miðann til áramóta og notaði afganginn af vinningnum til heimilis síns. Alfreð kærður í þessum sama mánuði kom Unnur Sigurðardóttir til Reykja- víkur og frétti fljótlega að vinn- ingur hefði komið á miðann. Hún ætlaði að hafa tal af Alfreð vegna þessa. Hann var ekki í bænum og sneri Unnur sér þá til frænku hans, Önnu Jónsdóttur, og sagði henni frá því sem henni og Alfreð hafði farið á milli. Eftir að Alfreð kom aftur til Reykjavíkur innti Anna hann eft- ir miðanum. Hann neitaði að hafa tekið við honum. Eftir að Unnur kærði Alfreð til lögreglu játaði hann að hafa fengið miðann send- an, en neitaði að peningar til end- urgreiðslu hefðu fylgt með. Unnur gerði ekki kröfu um end- urgreiðslu á vinningnum og var henni hvorki greiddur hann né hluti hans. í Aukarétti Reykjavík- ur var Alfreð dæmdur í tuttugu daga fangelsi. Hæstarétti þótti refsingin full- þung og mildaði dóminn í 200 króna sekt. Sigurborg endurnýjaöi miðann næstu mánuði og í október kom 125 króna vinningur á hann. Gróska él* w Ráðstefnustjórar eru Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnmálafræðingur og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi. Aðgangurá ráðstefnuna er ókeypis og eru allir velkomnir í íslenskum stjórnmálum Ráðstefna um jafnaðarstefnuna í tilefni 10 ára afmælis Grósku. Verður haldin að Hallveigarstíg 1 laugardaginn 20. janúar klukkan 13.30 - 18.00. Gróska - In memorium Aðdragandi að stofnun Grósku. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður Hreinn Hreinsson, vefstjóri. Lýðræði og flokkakerfið Aukið lýðræði og aukin áhrif kjósenda. Össur Skarphéðinsson, form. þingflokks Samfylkingarinnar. Jafnaðarstefnan og réttlætið Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Höfum við gengið til góðs? Gildi menntunar í samfélaginu og staða íslands. Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor á Háskólanum á Bifröst. Opið land Samband íslands við umheiminn, staðan gagnvart ESB. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Hugmyndafræði jafnaðastefnunnar í kapítalískum heimi Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur. Feminisminn og jafnaðarstefnan Hvernig hefur hugmyndum Kvennalistans reitt af í Samfylkingunni. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi. Draumaland jafnaðarmanna Jafnaðarstefnan og umhverfisvernd. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Almannaheill og frjáls vilji Tilbrigði við heilbrigði Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í geðheilbrigðismálum. Efnahagskerfið og jafnaðarstefnan Áherslur jafnaðarmanna og efnahagskerfið. Guðný Hrund Karlsdóttir, viðskiptafræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Úr stjórnmálum í fjölmiðla og aftur til baka Hvernig líta fjölmiðlamenn á stjórnmál, eru fjölmiðlar hlutdrægir? Róbert Marshall, blaðamaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Framtíð flokkakerfisins - framtíð samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, leiðir umræður meðal framsögumanna og gesta. Lokaorð - Ný stjórn jafnaðarmanna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Gróskugleði kl. 18 -20 Baráttusöngvar - Róbert Marshall. Veislustjóri - Helgi Hjörvar.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.