blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 31

blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 31
blaðið LAUGARDAGUR 20. JANÖAR 2007 35 Halla Gunnarsdóttir Finnast svið góð „Ég er ekki búin að ákveða hvort ég ætla að fara á þorrablót,” segir Halla Gunnarsdóttir, þingfréttaritari Morgunblaðsins, sem er í framboði þessa dagana til formanns Knatt- spyrnusambands íslands auk Jafets Olafssonar og Geirs Þorsteinssonar. ,Ætli ég reyni ekki að fara á þorra- blót. Mér finnst þorramatur mjög góður og borða hann allan. Ég er þó þátt í blótinu. Ég borða hrútspunga jafnt sem hákarl og svið og svo hrein- lega allt sem í boði er.” „Mér finnast þorrablót afar skemmtileg hefð og virkilega gam- an að sækja slíkar matarveislur þar sem fólk kemur saman í þeim eina tilgangi að borða mat og tala um mat. Sem er í raun afar fyndið í sjálfu sér.” ekki að hlaupa mikið á eftir þessum mat á öðrum árstímum, er ekki það sólgin í hann. Nema kannski svið en þau finnast mér mjög góð og er hálf manneskja fái ég mér ekki svið einu sinni til tvisvar á ári. Fyrir stuttu tók ég tímabil þar sem ég borðaði ekki kjöt en svið voru þar undanskilin og ég leyfði mér að borða þau. Annars borða ég allt saman og tek fullan Nú er tími þorrablót- attiia og flestir fara á að minnsta kosti eitt, hvort sem það er nteð vinahópnum, fjölskyldu eða satn- starfsmönnum. Blaðið ræddi viðfintm þekkta einstaklinga og spurði þá hvort þeir ætli að blóta þorra. Þorrinn mánuður karlmennskunnar Ekki bara stemningin „Ég fór á herrakvöld Fylkis í gærkvöldi þar sem ég borðaði mikið af þorramat," segir Gísli Marteinn Baldursson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist borða allan þorramat fyrir utan lundabagga. „Ég hef aldrei getað komist upp á lagið með það. Þeir eru á einhvern hátt eins og hörð fita. En hrútspungarnir og súrmetið er að mínu mati mjög gott,“ segir Gísli og segist aðspurður ekki geta gert upp á milli hvað sé í uppáhaldi hjá sér. „Það er allt frá harðfiski yfir í hrúts- punga.“ Gísli segist fara á þorrablót á hverju ári og stundum oftar en einu sinni. „Ég fer með vinum mínum upp í bústað og við tökum með okkur þorramat. Síðan eru alltaf einhver þorrablót sem manni er boðið í hér í bænum. Lengi vel var ég veislustjóri í þorrablótum og er það enn. Það endar oftast þannig að ég hef farið á mörg þorrablót áður en þorranum lýk- ur.“ Þrátt fyrir að yngri kynslóðin sé ekki ýkja hrifin af þorramat vill Gísli Mar- teinn ólmur halda í þennan sið. „Þetta er skemmtilegur og þjóðlegur siður. Mér finnst hann raunverulega góður því ég er ekki að fara á þorrablót og pína matinn ofan í mig stemningarinnar vegna." Á þorrablót sem veislustjóri „Ég fer hugsanlega á eitt þorrablót og verð þar í hlutverki veislustjóra. Veislu- stjórn á þorrablótum fylgir sömu reglum og veislustjórn yfirleitt; það er að allir fái nóg að borða og drekka. Þannig snýst vel- heppnuð veislustjórn á þorrablóti um að allir fái pungana sína og nóg af snafs með. Það er annars alltaf skemmtileg stemning á þorrablótum svona karlastemning og menn að metast um hvað þeir geta borðað mikið af súrum mat. Ég er það öruggur með mína karlmennsku að ég læt slíkan meting alveg eiga sig. Ég er reyndar ekkert mikið fyrir þorramatinn og sérstaklega ekki súrmatinn, hann gerir ekkert fyrir mig. Ég borða allt nema það sem súrt er og þótt mér finnist síld og slátur alveg herra- mannsmatur finnst mér súrmaturinn oft á tíðum á bragðið eins og hann hafi gleymst á bak við skáp í langan tíma.“ „Ég fer á mitt þorrablót í minni heimasveit, Lundarreykjadal, og ég er búinn að hafna tveimur til þremur þorrablótum í Danmörku til að komast þangað. Ég held að öll Islendinga- félögin séu á sama kvöldi þarna úti. Þorrinn er náttúrlega mánuður karlmennskunnar og um leið sveitamennskunnar sem er nú einn og sami hluturinn. Þetta er mjög skemmtilegur tími og þetta er besti tími ársins í mínum huga, enda er ég fæddur á þorranum. Ég reikna með því að fara á fjögur eða fimm þorrablót þetta árið. Ég get étið endalaust af þorramatnum. Reyktur rnagáll er bestur og svo náttúrlega hangikjötið og sviðasultan. Ég borða reyndar sviðasultu allt árið, ég nota hana oft í staðinn fyrir að krydda einhverja samloku til að borða í bílnum á leiðinni. Það er í rauninni ekkert sem mér finnst vont af þorramatnum. Það er fjöldinn allur af skemmtilegum minn- ingum frá þorrablótum. Það sem er sennilega eftirminnilegasta þorrablótið sem ég man eft- ir var í minni heimasveit fyrir nokkuð mörg- um árum. Þá var mikil ófærð og maturinn var ekki kominn í hús fyrr en um miðnætti. Þá var ekki byrjað að dansa fyrr en um tvö eða þrjú og það var dansað til sjö um morguninn. Það var eitthvert besta þorrablót sem ég hef farið á.“ Horfi bara á hrútspungana „Ég fer í þorrablót í heimahúsi,” segir Helga Mogensen hjá Maður lifandi. „Ég hef gert það nærri því á hverju ári þrátt fyrir að vera ekki yfir mig hrifin af þorra- mat. Félagsskapurinn er skemmtilegur og það nægir mér. Ég get því miður ekki borð- að allan þorramat og er eins og litlu börn- in, fæ mér bara flatkökur og hangikjöt. Til dæmis hef ég bara sleppt hrútspungunum og læt mér nægja að horfa á þá. En ég get borðað rófustöppuna, kartöflustöppuna og blóðmörinn og lifrarpylsan finnst mér ágætur matur. Hákarl hef ég oft smakkað, geri tilraun með það hvert ár en ekki hef- ur verið af því góður árangur. Ég borða heldur ekki svið í dag en það gerði ég þeg- ar ég var yngri og í minningunni eru þau góð. Ástæðan fyrir því að ég borða ekki þorra- mat er ekki sú að hann sé óhollur, matur sem er geymdur í mysu er það sennilega ekki. Ég hef bara ekki farið í kjölinn á því og kynnt mér innihaldið. En það er bara svo margt annað í boði í dag og ég hlýt að vera matvönd. Þorrinn er skemmtileg hefð sem vert er að halda í og félagsskapur- inn á þorrablótum það allra besta.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.