blaðið - 20.01.2007, Side 38

blaðið - 20.01.2007, Side 38
42 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 blaðið Um ævina borð- arðu mat sem vegur á við 6 fila! Það er bannað með lögum að ropa eða hnerra í kirkjum í Omaha, Nebraska! Kanínur eru fallegar og mjúkar en stund- um agalega feimnar við mannfólkið. Hvernig hestur getur synt neðansjávar? Sæhestur! Hvaða mus var rómverskur keisari? Júlíus Sesarostur Hver er kóngur alira músa? Mús Tse Tung! Hvenær ætti mús að ganga með regnhlíf? Þegar það rignir köttum og hundum! Hvað er með 12 lappir, sex augu, þrjá hala og getur ekki séð? Þrjár blindar mýs! Hvernig veistu að uglur eru klárari en kjúklingar? Hefurðu einhvern tímann heyrt um Kentucky-uglubita? Af hverju eru mýs með langa hala? Þær litu skringilega út með sitt hár! Af hverju fór kjúklingurinn yfir veginn? 777 að sanna fyrir pokabirn- inum að það væri hægt! Af hverju fór haninn yfirveginn? Afþví að hann er svo galinn! Krakkarnir í Krakkakoti hugsa vel um dýrin sín. I Krakkakoti búa nag- grísir, kanínur, páfagaukar og froskar Dýr þurfa mikla ást og umhyggju. Það þarf að hugsa um að þau hafi hollan og góðan mat að borða, vin- skap, að þau fái hreyfingu og að leika sér. Rétt eins og við. Krákkarnir í Krakkakoti gefa dýrunum sínum góðan mat og leika við þau. ttawai i * V V.l Krakkarnir á Krakkakoti með dýrunum sínum Mus musculus Að eiga mús fyrir gæludýr alla daga Auglýsingasíminn er 510 3744 Mus musculus er vísindaheitið yfir mús. Mús er rúmlega 6 cm að lengd, en þegar halanum er bætt við er músin orðin yfir 12 cm löng. Músaskýrsla: Æviskeið músar: Eitt til þrjú ár. Útlit: Mýs eru alls kyns, svartar, hvítar, svartar og hvítar, bláleitar, fjólu- bláar (jú víst) og ljósgráar. Sumar hafa sléttan, gljá- andi feld en aðrar þykkan og krullaðan feld. Mýs eru spendýr af nagdýraætt og eru með framtennur sem hætta aldrei að vaxa. Frændsystkini þeirra eru til að mynda rottur, hamstrar og naggrísir. Félagsskapur: Ein mús í húsi er víst ekki nóg. Eins og þú þarf mús vini. Ef þú átt tvær músastelpur verða þær bestu vinkonur. Ef þú átt tvo músastráka er líklegt að þeir verði alltaf að slást og rífast, sérstak- lega eftir því sem þeir verða eldri. Það er ekki sérlega góð hugmynd að hafa saman músastelpu og músa- strák nema foreldrum þínum sé sama þótt húsið verði undirlagt af músum. Nammi namm: Mýs eru algerir mathákar. Þær vilja sífellt vera að naga og borða. Þú þarft að kaupa sérstakan músamat handa mýslunum þínum. Þú þarft líka að sjá mýslunum fyrir fersku vatni á hverjum degi. Best finnst þeim að drekka vatnið úr vatnspela sem hangir í búrinu. Þá kúka þær líka ekki óvart í vatnið. Mýs elska líka að fá stundum ferska ávexti og grænmeti og þú ættir að gefa þeim ferskmeti á hverjum degi. Baunir, gulrætur, gúrkur, epli og banana. Þú þarft að skera græn- metið í agnarsmáa bita. Aldrei gefa þeim þetta: Súkku- laði, kál, maís, lauk, rabarbara, salt- hnetur, sælgæti, tyggjó eða gos. Heima er best: Músahamingjan er hámörkuð ef þú leyfir þeim að búa í hreinu, stóru og góðu búri. Hvort sem það er vírbúr eða gler- búr (fiskabúr). Búrið þeirra þarf að vera í herbergi sem er ekki of kalt og ekki of hávaðasamt. Þær þurfa að eiga skjól í búrinu, eitthvað sem þær geta skriðið undir til að hvíla taugarnar eða lúlla. Músahirðir: Nýja starfið þitt sem sérlegur músahirðir og músa- vinur er mikilvægt og músavinir þínir treysta á þig. Þú þarft að gefa þeim hreint vatn og þrífa búrið reglulega með sápu og vatni. í botninum á búrinu er gott að hafa sag sem þú skiptir um reglu- lega (þær kúka og pissa í búrið!). Músaleikfimi: Þú getur tamið mýsnar þínar til að gera allskyns skemmtilega hluti þegar þær eru farnar að treysta þér. Þú ættir að sleppa þeim úr búrinu einu sinni á dag. Þú getur fundið upp á allskyns sniðugum leikjum og búið til leikja- svæði fyrir þær úr pappakassa sem þú skerð göt í.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.