blaðið - 20.01.2007, Side 44

blaðið - 20.01.2007, Side 44
4 8 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 blaðiö í Matarást á laugardögum í NAUTI ERUM VIÐ BESTIR GRENSÁSVEGI 48 • SÍMI 553 1600 Heróín er kallað ýmsum nöfnum eins og big H, blacktar, brown sugar, dope, horse, junk, mud, skag og smack. Efnið er mjög ávanabindandi vegna þess hve hratt áhrifin koma fram. Að meðaltali eyðir heróínfíkill um 15.000 krónum á dag í efnið. Ofneysla fíkniefna er fjórða algengasta orsök dauðsfalla fólks á aldrinum 25 til 49 ára í RRndaríkiiiniim hefur fólk látist af völdum of stórra skammta, þarna hefur konum ver- ið nauðgað og menn myrtir. degi hverjum sem sjá hag sinn i því að fá hreint heróín langt undir markaðsverði. Neyslan fjarmögnuð Glæpatíðnin er engu að síður frekar lág í bænum vegna þess að aðgengi að efninu er auðvelt og verðið lágt og þær konur sem neyðast til þess að selja sig til þess að fjármagna neysluna eru örugg- ari hér en á götum stórborganna. Vændi er stundað dag og nótt í Wil- limantic og virðist mönnum sama þó að eiginkonur þeirra og kærust- ur stundi vændi enda er það eina leið margra til þess að eiga fyrir neyslunni. Willimantic er smábær í Banda- ríkjunum með um 16.000 íbúa. I fljótu bragði virðist bærinn ekki frábrugðinn öðrum smábæjum þar sem lífið gengur sinn vanagang og bæjarbúar njóta lífsins íjarri stór- borginni. Bærinn á sér hins vegar dökka hlið sem fáir þekkja en stór hluti bæjarbúa á við vandamál að stríða og það er vandamál sem ekki er við að búast að finna í hefðbund- um úthverfum eins og þessu. Stóra vandamálið snýst um heróín en efn- ið hefur haft tangarhald á íbúunum í nokkra áratugi og nú er bærinn betur þekktur sem Heroin town. Willimantic-áin rennur í gegn- um bæinn en hún var einu sinni virkjuð fyrir verksmiðju bæjarins. Nú fara fíklar að bökkum árinnar til þess að svala fíkninni og nálar og plastpokar menga bakka henn- ar. Jessica Canwell er heróínfíkill og hefur verið það síðan hún var aðeins 10 ára gömul. „Þetta lítur til að byrja með út fyrir að vera ró- legur, hefðbundinn bær enda bæj- arbragurinn slíkur. En það er ekki allt sem sýnist. Flestir halda að efni eins og heróín séu aðeins vandamál í stórborgunum en svo er alls ekki,“ segir Canwell. Willimantic hefur verið í uppá- haldi eiturlyfjasala í nokkra ára- tugi enda fá þeir að stunda iðju sína þar nánast óáreittir og viðskiptin blómstra, enda eftirspurnin næg. Það eru ekki aðeins bæjarbúar sem eru traustir viðskiptavinir heldur kemur til bæjarins fjöldi fíkla á Bæjarbúar kynnast efninu Árið 1965 fór fyrst að bera á efn- inu í Willimantic en það barst lík- lega með verkamönnum frá Púertó Ríkó. Efnið var ódýrt og fljótlega beið fólk í röðum eftir að verða sér úti um skammt á aðeins um 500 krónur. Lögreglan áttaði sig ekki á vanda- málinu fyrr en of seint var að grípa í taumana og í kringum 1980 var ekki nokkur leið fyrir lögregluna að takast á við vandann og bærinn varð fljótlega þekktur fyrir að vera gróðrarstía eiturlyfjaneyslu og - sölu og margir fíÚar hafa séð sér færi og sest þarna að. 1 Willimantic er hægt að verða sér úti um efni allan sólarhringinn. Bæði framboð og eftirspurn er svo mikil að efnið er ódýrt og hefur verðið á gramminu ekki hækkað í mörg ár og er auðveldara fyrir unga fólkið að verða sér úti um her- óín heldur en bjórkippu. Hooker Hotel Fíklarnir eiga sér aðsetur á hót- eli sem kallast Hooker Hotel en einu sinni var það meðal dýrari gististaða á svæðinu. Núna er það í niðurníðslu og þarna koma saman þeir sem eiga hvergi höfði sínu að halla, bæði fíklar og fólk sem á við geðræn vandamál að stríða. Hvert herbergi á sér sorgarsögu um mannlegan harmleik, en þarna Vandamái kynslóða Heróínneyslan berst á milli kyn- slóða og nú eru það börn fíkla sem voru handteknir fyrir 20 árum sem eru að lenda í vanda vegna neyslu sinnar. Jessica Canwell seg- ist eiga áfengis- og eiturlyfjasjúka móður sem varpaði henni á dyr þegar hún var aðeins 10 ára göm- ul. „Ég ráfaði um göturnar og átti mér engan samastað og endaði að lokum á Hooker Hotel. Þar kynnt- ist ég manni sem var eldri en ég. Ég vissi að hann var heróínfíkill en ég átti engan að hvort sem var og byrjaði að nota efnið líka. Það var gaman til að byrja með en ég varð fljótlega háð því og myndi gera allt til þess að losna undan þvi.“ hilda@bladid.net Heróín

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.