blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2007
m I 1 ^
r Mh’
Þ '
UTAN ÚR HEIMI
Fjórtán deyja í fárviðri
Fjórtán létust og fjöldi slasaðist í fárviðri sem gekk yfir Flór-
ída-ríki í Bandaríkjunum í gærmorgun. Fjöldi húsa eyðilagðist,
tré rifnuðu upp með rótum og rafmagn fór af víða, auk þess
sem samgöngur röskuðust víða. Skemmdirnar urðu mestar í
Lake-sýslu og hafa stjórnvöld varað við frekara óveðri.
Lögregla gagnrýnd
Tyrkneskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt tyrknesku lögregluna harðlega eftir
að myndir náðust af Ogun Samast, meintum morðingja tyrknesk-arm-
enska blaðamannsins Hrant Dink, í fylgd lögreglu þar sem virðist sem
farið sé með Samast eins og hetju. Búið er að reka fjóra lögreglumenn
vegna málsins og hafa fjórir aðrir verið færðir til í starfi.
blaöiö
Umdeildur dómur Hæstiréttur
mildaði dóm yfir karimanni sem
var fundinn sekur um kynferðis-
brot gegn fimm stúlkubörnum.
Hæstiréttur mildar dóm yfir kynferðisbrotamanni:
Taktlaus dómur
Hæstiréttur mildaði í fyrradag
dóm yfir karlmanni sem dæmdur
hafði verið í tveggja ára fangelsi
í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir
kynferðisbrot gegn fimm stúlku-
börnum. Var maðurinn dæmdur
til að sitja í fangelsi í 18 mánuði auk
þess að greiða fórnarlömbunum 2,4
milljónir í miskabætur.
RagnheiðurHarðardóttirvararik-
issaksóknari sem flutti málið fyrir
hönd ákæruvaldsins, segir að nið-
urstaða Hæstaréttar sé ekki í takt
við þá dóma sem fallið hafa í sam-
bærilegum málum að undanförnu.
„Á síðari árum hafa þessir dómir
verið að þyngjast. Þróunin er hæg
og það er eðlilegt þegar breytingar
verða á refsiákvörðun í einhverjum
brotaflokki. En það er ekki hægt að
segja að þessi dómur sé í samræmi
við þá þróun.“
■ Myrti konu sína og tvö börn
■ Vann sjötíu tíma á viku síðasta árið
■
DEBET MEÐ KREDIT
*
\ ^ »é**w***'‘'
Til 1 rnai's nk. fá nýir
viðskiptavi nir í DMK
Sjafabréffyrirtvo,
Borgarieikhúsinu.
Kreditheimild með 0% vöxtum
og engum kostnaði í DMK!
Stundum geta komið upp þær aðstæður að þörf er á láni
til skamms tíma. Þá kemur sér vel að eiga DMK Debetkort
með kreditheimild* á 0% vöxtum.
Nýttu þér þessi einstöku kjör.
Sæktu um DMK á spron.is
Aðrir þættir
DMK þjónustunnar eru:
• DMK Yfirdráttarheimild
• DMK Tiltektarlán
• DMK Létt/án
• DMK 90% ibúðalán
• DMK Ráðgjöf
• DMK Reglulegur sparnaður
• DMK Tilboð
Nánari upplýsingar fást í næsta útíbúi SPRON,
í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is
* skv. útlánareglum SPRON
spron
Eftir Atla isleifsson
atlii@bladid.net
Norska lögreglan telur að ör-
vænting og mikið vinnuálag hafi
orsakað það að fjölskyldufaðir í
Stavangri myrti konu sína og tvö
börn áður en hann tók eigið líf
síðastliðinn miðvikudag. Heimilis-
hjálp fjölskyldunnar kom að húsi
fjölskyldunnar á fimmtudaginn
þar sem hún fann miða þar sem á
stóð „Við erum inni á baðherberg-
inu. Hringdu á lögregluna."
Atle Thomas Johansen var 46 ára
gamall háttsettur starfsmaður ol-
íufyrirtækisins British Petroleum
(BP) og var ábyrgur fyrir margmillj-
arðaverkefni á vegum fyrirtækis-
ins. Johansen fékk þau skilaboð
á föstudaginn að verkefninu yrði
seinkað og kostnaður myndi fara
langt fram úr áætlun. Samkvæmt
norskum fjölmiðlum á Johansen
að hafa verið undir miklu álagi
og unnið rúmlega sjötíu klukku-
stundir að meðaltali undanfarið ár.
Lögregla telur að Johansen hafi
kæft Hilde, eiginkonu sína, Ari-
anne, tólf ára dóttur sína, og Victor,
átta ára son sinn, áður en hann tók
sitt eigið líf. „Við teljum að þau hafi
verið myrt í svefni," segir Karsen
Monsen, talsmaður lögreglunnar.
íbúð fjölskyldunnar er ein þriggja
í fjölbýlishúsi í rólegu íbúðahverfi
í Stavangri á suðvesturströnd
Noregs.
Johansen sendi vinnufélaga
sínum tölvupóst skömmu áður en
hann á að hafa myrt fjölskyldu sína
þar sem hann sagðist ekki hafa orku
í að halda áfram og benti á að eitt-
hvað kynni að koma fyrir fjölskyld-
Heimili fjölskyldunnar Heimilis-
hjálpin kom að fjölskyldunni látinni
inni á baðherberginu.
una. Sálfræðingurinn Kjell Noreik
segir í samtali við Aftenbladet að
svo virðist sem Johansen hafi verið
mjög metnaðarfullur maður og að
hann hafi gert mjög miklar kröfur
til sjálfs sín. „Hann hlýtur einfald-
lega að hafa náð þeim mörkum að
hann gat ekki rneira."
Nágrannar og vinir fjölskyld-
unnar lýsa henni sem vel settri
fjölskyldu þar með hjónin voru
bæði í vel launuðum störfum, en
Hilde starfaði í banka í borginni.
Fjölskyldan hafði í hyggju að flytja
inn í nýtt hús á næstunni með út-
sýni yfir hafið. Johansen heimsótti
verkamennina sem voru að störfum
daginn áður en hann myrti fjöl-
skylduna og segir einn verkamað-
urinn að hann hafi hegðað sér eins
og vanalega.
Syrgjandi vinir og bekkjarfé-
lagar barnanna söfnuðust saman
við heimili fjölskyldunnar á
fimmtudaginn þar sem þau skildu
eftir blómvendi og skilaboð á tröpp-
unum. Flaggað var í hálfa stöng
viða í Stavangri á fimmtudaginn,
meðal annars í Madlamark grunn-
skólanum, skóla barnanna tveggja.
Arianne og Victor Faöirþeirra kæfði sofandi börnin.