blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 1
33. tolublaó 3. árgangur
föstudagur
16. febrúar 2007
FRJÁLST, OHÁÐ & ÓKEYP/S!
■ FOLK
„Ég hef reynt að horfa sem mest á
Little Britain, mér finnst þeir alveg
frábærir. Akkúrat minn húmor,"
segirLaddi |síðai6
■ MATUR
Gunnþórunn Einarsdóttir matvælafræð
ingur segir áhuga sinn á mat ekki
tengjast starfinu heldur liggi áhug-
inn í ættinni | síða22
Fyrrum fréttaritari Vísis og DV:
Falsaði viðtöl við ráðherra
■ Bara hægt með Steingrím ■ Mér þykja þetta fréttir, segir Steingrímur ■ Þetta er vont mái
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Ég gat búið til heilar fréttir innan gæsalappa án
þess að hafa náð í hann en ég var samt ekki að
búa til neitt bull. Ég var mjög viss í því hvað ég var
að gera. Skemmtilegast í þessu er að hann gerði
aldrei athugasemdir og hefur sennilega ekki einu
sinni tekið eftir því,“ segir Herbert Guðmundsson,
framkvæmdastjóri og ritstjóri. Hann staffaði um
áratugaskeið á þeim níunda sem fréttaritari Vísis
og DV. Herbert hefur lýst því yfir að hafa í einstaka
tilvikum skrifað fréttir með beinum tilvísunum í
orð þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Her-
mannsson, án þess að hafa náð tali af honum.
Steingrímur undrast að blaðamaður leyfi sér
að að viðhafa slík vinnubrögð. „Mér líst stórilla
á ef aðrir hafa leyft sér að tala fyrir mig. Ég er
mjög hissa á þessu og þetta er eitthvað sem eng-
inn ætti að gera. Mér þykja þetta fréttir," segir
Steingrímur. -
Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við
Háskólann á Akureyri, er hissa á slíkum vinnu-
brögðum. Hann bendir á að Steingrímur hafi
aldrei kvartað yfir orðum sem eftir honum voru
höfð. „Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr og þetta er
vont mál. Ég vona að svona lagað þekkist ekki í
dag og held að fagleg vitund komi í veg fyrir að
nokkrum dytti slíkt í hug. I raun er ég mjög hissa
á þessu," segir Birgir. „I fyrsta lagi undrast ég að
nokkur hafi gert svona lagað. í öðru lagi að nokkur
skuli segja frá því. í þriðja lagi að nokkrum skuli
þykja þetta í lagi.“
Aðspurður ítrekar Herbert að slík vinnubrögð
séu ekki eitthvað sem blaðamenn eigi að tileinka
sér. Hann segir Steingrím hafa verið eina stjórn-
málamanninn sem þessi aðferð virkaði á. „Þetta
kom sjaldan fyrir en það er engu að síður merki-
legt að ég hafi komist upp með þetta. Steingrímur
var líklega eini maðurinn sem ég gat haft eitthvað
eftir án þess að tala við hann,“ segir Herbert. „Al-
mennt eru slík vinnubrögð alveg útilokuð og eitt-
hvað sem maður gerir ekki.“
Rennsli íslenska dansflokksins (slenski dansflokkurinn stendur í ströngu þessa dagana viö aö leggja lokahönd á tvö dansverk sem veröa frumsýnd 23. febrúar næstkomandi, en
sýningin ber titilinn „I okkar nafni". Um er aö ræöa frumsamin verk eftir tvo erlenda danshöfunda, hinn kanadíska André Gingras og Roberto Oliván frá Spáni, en þeir eru báöir þekktir og
virtir danshöfundar víöa um heim. Blaðið ræðir við Roberto Oliván. Sjá nánar á blaðsíðu 20.
Chrysler í vanda
Til greina kemur að Daimler-Chrysler
hætti aö framleiða bandaríska bíla
með öllu. Ástæðan er
stórtap á þeim hluta fyr-
irtækisins sem sér um
framleiðslu á þeim.
■ VEÐUR » siða 2 I ORÐLAUS » síðui' 34
Skútum eða éljum, un Gamlir snúa aftur Hver hefði trúað því að árið 2007 myndum við sjá auglýst tónleika- W ferðalög með hljómsveitunum Deep Purple, Duran Duran, The Jm Who og The Police? Þetta virð- ist ætla aö veröa raunin í ár. ■
ORÐLAUS
Skoðanir
Sigrúnar
Sigrún Bender
flugnemi og
Haukur Heiðar
Hauksson
læknanemi
viðra skoðanir
sínar við Orð-
laus. Skoð-
anir þeirra
stangast vart á
nema þegar talið
berst að fegurðar-
samkeppnum.
FRETTIR
» siða 32
» síða 4
Sjúkraflutningar án leyfa
„Ég veit að GT verktakar hafa ekki
rekstrarleyfi til sjúkraflutninga," segir
Vernharð Guðnason, framkvæmdastjóri
Landssambands slökkviliðsmanna.
Við upphaf virkjanaf ramkvæmda við
Kárahnjúka fékk Impregilo rekstrarleyfi
til sjúkraflutninga frá heilbrigðisráðuneyt-
inu eftir tilmæli þess efnis frá embætti
landlæknis. Sfðar framseldi fyrirtækið
sjúkraflutningana til verktakafyrir-
tækisins GT verktaka án þess að hið
síðarnefnda hefði til þess löggilt leyfi frá
heilbrigðisráðherra.
eftir Prokofiev