blaðið - 16.02.2007, Síða 10

blaðið - 16.02.2007, Síða 10
FOSTUDAGUR 16. FEBRUAR 2007 blaöiö 800 manns leitað Rauði krossinn hefur hafið átak til að hafa uppi á um átta hundruð körlum og konum sem er saknað eftir stríð stjórnarhersins og maóista. Talið er að um 13 þúsund manns hafi fallið í stríði fylkinganna sem staðið hefur í landinu síðasta áratuginn. I steininn fyrir að afneita helförinni Þýskur dómstóll hefur dæmt rithöfundinn Ernst Zuendel í fimm ára fangelsi fyrir kynþáttafordóma og fyrir að hafa afneitað helför gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Zuendel flutti til Kan- ada árið 1958 en þýsk stjórnvöld skilgreindu hann sem ógn við þjóðaröryggi skömmu eftir útgáfu lofrits hans um Adolf Hitler. Karadzic í sambandi við fjölskylduna Bosnískur embættismaður segir að Radovan Karadzic, fyrrver- andi forseti Bosníu-Serba, sé í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína og hitti stundum fjölskyldumeðlimi. Karadzic hefur verið eftirlýstur í fjölda ára en hann hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni vegna fjöldamorða í Srebrenica árið 1995. Sigurjón Þórðarson: Skiptir um kjördæmi Sigurjón Þórðarson, þing- maður Frjálslynda flokksins, hefur fært sig úr Norðvestur- yfir í Norðausturkjördæmi. „Þetta er áskorun. Þegar effir því var leitað þá ákvað ég að slá til,“ segir Sigurjón.„Eg er mjög bjartsýnn á það að Frjálslyndi flokkurinn geti náð mjög góðum árangri þarna og náð að minnsta kosti einum og jafnvel fleiri þingmönnum inn. Þessi þinghluti þarf virkilega að skipta um takt í landstjórninni.“ Samkvæmt Sigurjóni er ekki búið að ákveða hver tekur við af honum í Norðvesturkjördæmi. „Ýmsir koma til greina en það er ekki fast ákveðið. Það kemst jafnvel á hreint um helgina." Verjendur gagnrýna rannsókn Baugsmálsins harkalega: Lögregla hunsaði ítrekað ábendingar Baugsmanna ■ Hefði getað komið í veg fyrir ákærur ■ Deilt um eignarrétt á skemmtibáti Eftir Magnús Geir Eyjóifsson magnus@bladid.net Aðalmeðferð Baugsmálsins hélt áfram í gær en þá spurði settur rík- issaksóknari, Sigurður Tómas Magn- ússon, forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jó- hannesson, út í 18. ákærulið. I þeim lið eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson sakaðir um að hafa dregið fé út úr Gaumi til að fjármagna eign- arhlutdeild í skemmtibátnum The Viking í Flórída og látið Baug greiða afborganir og rekstrarkostnað af Baugsmálið í hnotskurn Nú er réttað í síðari hluta Baugsmálsins vegna 18 liða ákæru setts ríkissaksóknara. Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger eru ákærðir í þetta skiptið. Ákæruliðirnir voru nítján en héraðsdómur visaði þeim veigamesta frá í júní í fyrra. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð tæpum mánuði seinna. bátnum, þótt reikningarnir væru Baugi alls óskyldir. Vinnubrögð lögreglu miður góð Saksóknari fór víða í spurningum sínum og spurði Jón Ásgeir ítar- lega út í viðskipti Baugs og Nordica, félags Jóns Geralds Sullenberger, sem skráður var fyrir bátnum. Finnst ákæru- valdinu það skjóta skökku við að Baugur hafi greitt misháar upphæðir fyrir ýmsa óskilgreinda þjónustu frá Nordica og vildi meina að í raun hafi Baugur verið að borga fyrir eignarhlut sinn í bátnum. Jón Asgeir margítrekaði að engin skjöl séu til sem sýna að Gaumur hafi átt nokkurn hlut í bátnum og að um lán hafi verið að ræða. Rætt hafi verið um að Gaumur tæki skuld Jóns Geralds upp í eignarhlut en af því hafi aldrei orðið. Jón Gerald hafi einn verið skráður fyrir bátnum og það sjáist klárlega þegar hann seldi bátinn án samráðs við nokkurn að- ila og hélt eftir kaupverðinu. Enn fremur svaraði Jón því til að reikningarnir sem Baugur hafi greitt hafi átt sér fullkomlega eðlilegar skýringar. Nordica hafi veitt Baugi ýmsa þjón- ustu umfram vörusölu, svo sem öflun viðskipta- vina og heimsóknir á vörusýningar. Fyrir þetta hafi Baugur verið að greiða og benti hann á að sambærilegir samningar hafi verið gerðir við fyrirtæki í Dan- mörku og Bretlandi. Hafi Jón Ásgeir bent lögreglu ítrekað á að kynna sér þá samninga en því hafi ekki verið sinnt, líkt og flestum öðrum ábend- ingum frá Baugsmönnum sem hefðu getað varpað ljósi á málið og komið í veg fyrir ákærur. Þessi vinnubrögð lögreglu séu miður góð og ljóst í hvaða tilgangi farið var út í rann- sókn málsins. MIJGS Hótaði Jóni Ásgeiri lífláti Verjendur Jóns Ásgeirs beindu hins vegar vörn sinni að samskiptum ákærða við Jón Gerald. Farið var ít- arlega í upphaf viðskipta þeirra og hvernig samskipti þeirra þróuðust þar til Baugur sleit viðskiptum við Nordica um mitt ár 2002. 1 máli Jóns Ásgeirs kom fram að vin- ■ skapur hafi þróast með Jóni Gerald og Baugsmönnum en þegar í ljós kom að staðaNordicavar ekkijafngóðog Jón Gerald lét í veðri vaka hafi k 0 m i ð u p p s p e n n a í sam- skiptum þeirra. Ofan á það hafi Baugsmenn ekki verið Rýnt í skjölin Gestur Jóns- son, verjandi Jóns Ásgeirs, og Jakob Möller, verjandi Tryg- gva Jónssonar, skoða málsgögn. EINAR SVEINBJÖRNSSON, INNANHÚSSARKITEKT í dag föstudag frá kl. 12:00 -17:00, laugardag frá kl. 11:00 -17:00 og sunnudag frá kl. 12:00 - 17:00 mun Einar veita viðskiptavinum EGG faglega ráðgjöf um innan- og utanhússlýsingu. Komdu til okkar á Smáratorg, skoðaðu eina glæsilegustu Ijósaverslun landsins og fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingi. Þjónustan er þér að kostnaðarlausu og í leiðinni getur þú gert góð kaup því fjöldí Ijósa verður á tilboðsverði.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.