blaðið - 16.02.2007, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007
blaöiö
menning@bladid.net
Á hátíöinni koma fram margir helstu blústónlistarmenn Islands ásamt
sænsku hljómsveitinni Jump 4 Joy. Aðgangur verður ókeypis.
Bók Yrsu á
eistnesku
Eistneska bókaforlagið Varrak,
sem er eitt stærsta útgáfufélag
Eistlands, hyggst
gefa út glæpasög-
una Þriðja táknið
eftir Yrsu Sigurðar-
dóttur á eistnesku.
Þar með er Ijóst
að Þriðja táknið
kemur út á 27
tungumálum í
öllum byggðum heimsálfum ver-
aldar, auk þess sem þýskir aðilar
undirbúa gerð kvikmyndar eftir
sögunni. Önnur glæþasaga Yrsu,
Sér grefur gröf, sem kom út hér á
landi fyrir síðustu jól, er væntan-
leg á þrettán tungumálum víða
um heim.
°9
Auour
Listir, menning
fötlun
our Ólafsdóttir rithöfundur og
Ingólfur Margeirsson, rithöfundur
og sagnfræðingur, halda erindi
um listir, menningu og fötlun í
Norræna húsinu frá klukkan 12
til 13 í dag. Þar fjallar Auður um
sköpun og þýðingu fótalausra og
mállausra ofurhetja í skáldsögum
sínum Upphækkuð jörð og Rign-
ing í nóvember.
Ingólfur hyggst fjalla um hinn
huglæga þátt fötlunar, hugann,
daglega menningu, sjálfstæði og
þrá öryrkja eftir því að taka þátt í
daglegri menningu auk mikilvægis
menningar og menntunar í lífi
öryrkja.
Fyrirlestrarnir eru hluti fyrirlestra-
raðar sem haldin verður í febrúar,
mars og maí á vegum Rannsókna-
seturs í fötlunarfræðum og er hluti
af menningarhátíð fatlaðra, List án
landamæra.
Kraftur lands og náttúru
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Þessa dagana er Islenski dansflokk-
urinn að leggja lokahönd á tvö
frumsamin verk sem verða frum-
sýnd þann 23. febrúar næstkom-
andi. Sýningin ber titilinn „I okkar
nafni“ og í henni eru tvö verk eftir
erlenda danshöfunda, þá André
Gingras frá Kanada og Roberto Oli-
ván frá Spáni, en báðir hafa getið
sér mjög gott orð. Blaðið náði tali
af þeim síðarnefnda, en verk hans
ber enska heitið In the name of the
land.
„The land í þessu tilfelli hefur
tvöfalda merkingu. Annars vegar
þýðir það land í eiginlegum skiln-
ingi þess orðs, það er að segja land
sem einhverjir menn hafa slegið
eign sinni á, og hins vegar vísar
það til allrar jarðarinnar, án skipt-
ingar,“ útskýrir Roberto.
(slensk náttúra í öndvegl
Roberto er nú staddur í þriðja
skipti á íslandi og segist mjög hrif-
inn af íslenskri náttúru, enda sæki
hann innblástur í hana í verkinu.
„Þemað er reyndar alþjóðlegt þar
sem fjallað er á gagnrýninn hátt um
umgengni mannsins við náttúruna.
Menn hafa slegið eign sína á jörðina
og skipt henni í eignir og lönd. En
það er mjög mikilvægt að fólk átti
sig á því að jörðin er eign okkar allra
og við verðum að hugsa á hnattræn-
an hátt og koma fram við náttúruna
af virðingu“ segir hann.
Ádeiluverk
Myndirðu segja að verkið vœri
pólitískt?
„Ég er ekki frá því að það sé
það. Þetta er þema sem á mjög
vel við á íslandi nú í dag þar sem
Islendingar standa á hálfgerðum
krossgötum. Annaðhvort getið þið
valið að byggja þjóðfélagið upp í
fullkominni sátt og virðingu við
náttúruna, eða þið getið farið þá
leið að eyðileggja hana frekar. Auk
þess má segja að hægt sé að sjá út
úr verkinu annað hvort ádeilu eða
spegilmynd af þjóðfélaginu og því
sem er að gerast í heiminum.“
Náttúran er Roberto afar hug-
leikin, bæði í þessu verki og öðrum
sem hann hefur gert. „Það er ein-
mitt svo mikilvægt að allir fari að
hugsa á hnattrænan hátt og samein-
ast um að bera virðingu fyrir nátt-
úrunni til þess að sporna við hlýn-
un jarðar,“ segir hann ákveðinn.
Séríslensk tónlist
Tónlistin í verkinu er úr hinum
mögnuðu tónverkum Heklu og Ele-
gíu eftir Jón Leifs. „Það er í raun
táknrænt að við notum verkið
Heklu, þar sem það er mjög sérís-
lenskt aukþess sem eldfjallið Hekla
sýnir okkur hvað náttúran býr yfir
miklum krafti og lætur ekki buga
sig. Auk þess leikum við okkur dá-
lítið með hugmyndir um álfa og
huldufólk úr íslenskum þjóðsög-
«
um.
Meðvitaðir dansarar
Roberto segir að samstarf sitt
með íslensku dönsurunum hafi
verið einstaklega gott. „Þessi hópur
sem ég hef verið að vinna með sam-
anstendur af fullorðnum einstak-
lingum með sterkar skoðanir. Þeir
hafa ákveðnar skoðanir á umfjöll-
unarefninu og eru afar meðvitaðir.
Af þeim sökum skildu þau strax
mínar hugmyndir í verkinu og gera
þeim góð skil.“
Hann kann almennt vel að meta
land og þjóð. „Mér finnst það vera
mikill kostur hvað íslendingar eru
opnir fyrir hugmyndum sem ef til
vill skarast að einhverju leyti við
hinn efnislega heim. Evrópubú-
ar eru gjarnir á að trúa einungis
því sem hægt er að útskýra með
vísindalegum hætti og hafna öllu
öðru. Mér finnst sem Islendingar
séu opnari og áhugasamari um hið
dulræna og séu tilbúnari til að við-
urkenna að ef til vill er ýmsu hrein-
lega ætlað að vera ofar okkar skiln-
ingi. Því sjónarmiði er ég alveg
sammála,“ segir þessi virti spænski
danshöfundur að lokum.
'f. sffxipy
SETTU ÞAÐ SAMAN
NYTT
2007
PRIR
iNGARSAUR:
SMÁRALIND
AKUREYRI
SELFOSS
ORMSSON LÁN: MánaBarleg jöfn afborgun (48 mánuöi: Kr. S.858.-
FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT ogTlLÁ LAGER-NÚNA
AEG HEIMILISTÆKI ÁTILBOÐSVERÐI
ÞEGAR KEYPTAR ERU „SETTUÞAÐ SAMAN" INNRÉTTINGAR
ORMSSON
ORMSSON
ÁRVIRKINN, SELFOSSI • Sími 480 1160 AKUREYRI • Sími 461 5003
SMÁRALIND • Sími 530 2907 / 530 2908
Ljótu hálfvitarnir
snúa aftur
Hljómsveit sem ber hið frumlega
nafn „Ljótu hálfvitarnir" ætlar að
stíga á stokk á skemmtistaðnum
Rósenberg í Lækjargötu í kvöld
og annað kvöld. Hljómsveitina
skipa nokkrir Þingeyingar og er
sveitinni lýst sem treggáfaðri,
meiðandi fyrir fegurðarskynið og
alltof fjölmennri.
Aðgangseyrir á tónleika Ljótu hálf-
vitanna er fúsund krónur sem jafn-
gilda þúsund krónum íslenskum
og er ætlun hljómsveitarmeðlima
að leika frumsamda tónlist þar til
síðasti hálfvitinn liggur í valnum.
Áhugasömum er bent á að ekkert
gerir til að mæta bæði kvöldin þar
sem hálfvitarnir koma örugglega
ekki til með að muna eftir þeim
frá kvöldinu áður.