blaðið - 16.02.2007, Page 21
blaðiö
FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 21
Pourquoi Pas?
Menningarveislan Pourquoi Pas?
- Franskt vor á íslandi verður
opnuð á Vetrarhátíð og í tilefni
af því verður sýning franska lista-
mannsins Pierre Huyghe opnuð
þann 23. febrúar í Listasafni
Reykjavíkur. Sýningin ber nafnið
Fagnaðargarðurinn, eða Cele-
bration Park, og er framhald af ný-
afstöðnum sýningum hans í Tate
Modern og Musée d’Art moderne
de la Ville í París, en inniheldur
einnig ný verk sem ekki hafa verið
sýnd áður.
Huyghe hefur vakið mikla eftirtekt
síðastliðin ár og er í fremstu röð
þeirrar kynslóðar ungra franskra
listamanna sem komu fram á lista-
sviðið á síðasta áratug 20. aldar.
Hann vinnur með fjölbreytta miðla
listanna, einkum kvikmyndir og
myndbönd, en einnig veggspjöld,
bæklinga og Ijósmyndir.
Sinfónían
á ferðalagi
Sinfóníuhljómsveinslands er nú í
níu daga tónleikaferð til Þýska-
lands, Króatíu og Austurríkis.
Tónleikagestum ytra er boðið upp
á fjölbreytta efnisskrá sem er mis-
munandi eftir tónleikastöðum en
hún samanstendur af verkunum
Galdra-Loftur og Trilogia piccola
eftir Jón Leifs, píanókonserti
Edvards Grieg og Tilbrigði um
stef eftir Paganini eftir Sergej
Rakhmanínov, sinfóníu númer 2
eftir Síbelíus og 5. sinfóníu Sjo-
stakovitsj.
Koma Sinfóníuhljómsveitar
íslands til meginlandsins hefur
vakið þó nokkra athygli og upp-
selt hefur verið á suma tónleika
sveitarinnar, sem snýr aftur heim
til íslands þann 20. febrúar næst-
komandi.
heilsa
börn
konan
ferðalög
fólk
tónlist
m m m
bio
menning
lifið
íþróttir
Auglýsingasfminn er
510 3744
blaðið—
Íslensk-úkraínsk
list í GEL
Myndlistarmaðurinn Alexander
Zaklynsky opnar í dag sýningu í
GEL Galleríi við Hverfisgötu 37. Al-
exander er hálfur Islendingur og
hálfur Úkraínumaður sem hefur
verið búsettur hér á landi í rúmt ár,
en þar áður bjó hann í Bandaríkjun-
um.
„Ég var gestalistamaður í SÍM-hús-
inu við Hverfisgötu 1 desember árið
2005 og hef verið með nokkrar sýn-
ingar hér, meðal annars nokkrar í
yfirgefnum húsum,” segir hann.
Hann hefur því haft í nógu að
snúast síðan hann flutti hingað til
lands og hefur alfarið starfað sem
myndlistarmaður. „Ég er á vinnu-
stofunni minni öllum stundum á
kafi í vinnu,“ segir hann eins og
sönnum íslendingi sæmir.
Sérstök opnunarhátíð verður þeg-
ar sýningin verður opnuð klukkan
18 og eru allir velkomnir. „Þarna
verða alls kyns málverk, bæði stór
og smá auk teikninga og skúlptúra.
Verkin verða til sölu og sýningin
verður opin í þrjár vikur,” segir Al-
exander að lokum.
hilduredda@bladid.net
F