blaðið - 16.02.2007, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007
blaöiö
yrir rúmum áratug
þótti Eddu Jónsdóttur
myndlistarmanni
íslenskt myndlistar-
líf hafa heldur litla
möguleika til að
utvíkla sig, heldur fá-
breytt flóran í galleríum og vildi
hún gera eitthvað í málunum.
Sérstaklega vildi hún geta selt og
kynnt verk íslenskra listamanna
erlendis og komast í tæri við góða
safnara, söfn og gallerí. í nóvember
árið 1995 stofnaði hún Gallerí i8
sem dró nafn sitt af heimilisfangi
þess í Ingólfsstræti 8. Þó að galler-
íið sé nú til húsa á Klapparstíg 33
ber það enn sama nafn og þar hafa
verið haldnar yfir 80 sýningar frá
upphafi. Gallerí i8 hefur jafnframt
unnið ötullega að því að kynna ís-
lenska og erlenda samtímamynd-
listarmenn bæði hér heima og
erlendis.
Edda segir að þróun gallerísins
hafi verið betri en hún hafi séð
fyrir þegar hún hóf reksturinn á
sínum tíma.
„Þetta var mjög mikið átak en
reksturinn hefur verið mjög já-
kvæður undanfarin þrjú til fjögur
ár og meiri bjartsýni ríkir. Maður
hefur þorað að ráða fólk og fara út í
hluti sem mann dreymdi ekki um.
Það var auðvitað mikil áhætta fyrir
eina manneskju að fara út í þetta
eins og ég gerði á þeim tíma. Nú er
ég orðin miklu vissari um að þetta
gangi allt upp til lengri tíma,“ segir
Edda.
„Þetta er orðið mun meira spenn-
andi enda erum við jafnvel farin
að líta til útlanda og höfum verið
að tala um að kíkja eftir húsnæði
í Berlín. Það getur vel verið að það
verði af því. Við erum að kanna
þau mál í rólegheitunum en það er
mikil gróska í Berlín og myndlistar-
menn safnast þangað í stórum stíl
segir Edda.
Veglegt afmælisrit
fnóvember síðastliðnum fagnaði
galleríið 11 ára afmæli sínu og af
því tilefni kom út veglegt afmælis-
rit sem heitir einfaldlega 11 ár. í bók-
inni sem er bæði á ensku og íslensku
eru myndir af verkum valinna lista-
manna sem sýnt hafa í galleríinu
frá upphafi og saga þess þannig
rakin í myndum. Þá er einnig að
finna í bókinni greinar eftir Sigurð
Guðmundsson myndlistarmann,
Guðberg Bergsson rithöfund og list-
fræðingana Evu Heisler og Halldór
Björn Runólfsson.
Auður Jörundsdóttir, ritstjóri bók-
arinnar og starfsmaður Gallerís i8,
segir að þau hafi viljað koma með
innlegg í umræðuna um myndlist
en ekki aðeins vera með sögulegt
yfirlit um það sem hefði verið gert
í galleríinu.
Edda Jónsdóttir tekur undir það
og bendir á að bókin komi einnig
til með að nýtast þeim vel erlendis.
„Við sjáum að það auðveldar
okkur mjög við að kynna okkur
að vera með bók sem hægt er að
fletta í gegnum og sjá hverjir hafa
sýnt hérna auk greina um listalífið,“
segir Edda.
Auður segist samt vona að ritið sé
annað og meira en aðeins kynning-
arefni. „Við vildum líka gæta þess
að það hefði eitthvert menningar-
legt gildi. Þetta átti ekki aðeins að
vera fínn auglýsingabæklingur,"
segir hún enda bókin gefin út í sam-
vinnu við Háskólaútgáfuna sem
menningarleg viðbót um myndlist
og myndlistarmenn.
„Við höfum verið heppin að því
leyti til að við höfum fengið til liðs
við okkur frábæra listamenn og
það er mikill fengur fyrir galleríið
að þeir treysti okkur.
Ef maður fer í gegnum bókina
sér maður að það hafa að minnsta
kosti fimm af þessum myndlistar-
mönnum verið valdir á Feneyjabí-
enalinn og allir eiga verk í söfnum
þannig að það er hægt að treysta því
að listamennirnir sem við sýnum
eru mjög vandaðir listamenn.
Við veljum og bjóðum lista-
mönnum að sýna hjá okkur og það
hefur aldrei nokkur maður sagt að
hann vildi ekki sýna hérna,“ segir
hún.
Þó að íslenskir myndlistarmenn
séu í meirihluta þeirra listamanna
sem Gallerí i8 hefur umboð fyrir
hefur það einnig nokkra erlenda
myndlistarmenn á sínum snærum.
.,Við viljum halda galleríinu áfram
alþjóðlegu þannig að hluti af þeim
listamönnum sem við sýnum komi
annars staðar frá. Ef við værum
bara með íslenskar sýningar kæm-
umst við ekki heldur inn á almenni-
lega sýningarstaði erlendis," segir
Edda.
Lítill markaður á fslandi
Einnig verður að taka tillit til
þess að markaður með íslenska
og erlenda samtímalist hér á landi
hefur ekki verið mjög stór.
„Það hefur verið mjög Htill mark-
aður og í byrjun voru þær tekjur
sem við fengum inn meira og minna
í gegnum erlenda myndlist sem var
seld erlendis. Svo hefur það náttúr-
lega breyst og það er orðið miklu
eðlilegra ástand. Þegar maður er
að reka svona gallerí er auðvitað
eðlilegast að það sé verslað hérna
„Þegar fólk sér að myndlist
kostar peninga og getur
hækkað í verði. Þá gæti
komið að því að íslend-
ingar færu að sækjast eftir
að vita meira og mennta
sig betur á þessu sviði þó
ekki væri til annars en að
kunna að kaupa myndlist
sem hækkar í verði."
með myndlist. Við höfum aldrei
haft áhuga á að vera í einhverju
styrkjakerfi en aðstæður á íslandi
hafa verið þannig þangað til núna
að það hefur verið þörf á því,“ segir
Edda og bendir á að á móti komi að
galleríið hefur veitt ýmsa þjónustu,
til dæmis við skóla og nemendur í
listfræði og fleiri sem sambærileg
gallerí erlendis myndu ekki gera.
Myndlistarmarkaðurinnálslandi
hefur breyst á þeim tíma sem Edda
hefur rekið galleríið. Fyrirtæki fjár-
festa í auknum mæli í myndlist og
einnig hefur myndast kjarni fólks
sem safnar samtímamyndlist.
„Það er afskaplega gaman að geta
sýnt fólki sem hefur til dæmis keypt
verk hjá okkur sem gerð hafa verið í
nokkrum eintökum, til dæmis eftir
Ólaf Elíasson, Roni Horn og Lawr-
ence Weiner, að þau hafi nýlega
verið seld á uppboði hjá Christies
á fjórföldu því verði sem það borg-
aði fyrir þau. Þá fyrst áttar fólk sig
á að þetta er góð fjárfesting," segir
Edda og bendir jafnframt á að viss
skekkja hafi verið á markaði með
verk íslenskra myndlistarmanna.
„Það eru svo fáir listamenn á
íslandi sem hafa eitthvert mark-
aðsverð en það má segja að hérna
á íslandi hafi ungir og óreyndir
listamenn verðlagt sig mjög óraun-
hæft, meir en eðlilegt getur talist,
en þekktari og betri listamenn hafa
í rauninni verið á alltof góðu verði,“
segir Edda en bætir við að þetta
sé að breytast hægt og rólega. „Nú
er tími fyrir fólk að fjárfesta áður
en nokkrir af okkar íslensku lista-
mönnum snarhækka í verði sem
gerist um leið og þeir fara að seljast
betur erlendis,“ segir hún.
Kynning á íslenskri list erlendis
Gallerí i8 hefur unnið ötullega að
kynningu á íslenskum myndlistar-
mönnum erlendis á undanförnum
árum. Edda Jónsdóttir segir að
vel hafi gengið að koma íslenskri
samtímalist á framfæri erlendis
og það fari aðallega fram á þeim
listakaupstefnum sem galleríið
tekur þátt í. Hægt er að koma list
á framfæri með ýmsum leiðum svo
sem kaupstefnum, sýningum og
persónulegum samböndum lista-
manna og galleríeigenda og segir
Edda að þessar leiðir styðji vel hver
við aðra.
„Að selja list er mjög persónulegt
og gott traust á milli manna skiptir
aðalmáli," segir hún.
„Það hefur eiginlega verið regla að
ef erlendir safnarar hafa keypt einu
sinni af okkur þá eru þeir áfram í
samskiptum við okkur. Þeir vilja
hafa viðskipti áfram við galleríið.
Þeir vilja fylgjast með hvað okkar
listamenn sem þeir keyptu af eru
að gera. Er eitthvað væntanlegt frá
þeim? Hvar eru þeir búnir að sýna?
Eftir hverja einustu listkaupstefnu
sem við höfum farið á erum við
komin i samskipti við nýjan hóp.
Það er ótrúlega mikið um að fólk
hafi ferðast hingað eftir að hafa
kynnst okkur úti þannig að við
erum tengiliður við menningarlega