blaðið - 16.02.2007, Síða 25

blaðið - 16.02.2007, Síða 25
blaðið FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 25 sinnað fólk erlendis,“ segir Edda. Að sögn Eddu hefur margt breyst í þessum efnum á undanförnum árum. Landslagið nú er allt annað en þegar hún byrjaði fyrir n árum og áhugi á íslenskri myndlist bæði austanhafs og vestan. „Við höfum selt nokkuð jafnt í Evrópu og Bandaríkjunum. Við erum ekki farin að selja neitt til Asíulanda þar sem við höfum ekki enn komið okkur upp samböndum. Vannýttir möguleikar eru auðvitað margir en það er mjög kostnaðar- samt að komast inn á nýjan markað. Ég gæti trúað að bæði í Danmörku og Bretlandi væru möguleikar fyrir okkur sem enn eru lítið nýttir fyrir utan hina stóru Asíu sem er óplægður akur,“ segir hún. Að sögn Eddu er það helst kostn- aðurinn sem kemur í veg fyrir að þeir möguleikar séu nýttir. „Það er aðallega skortur á fé til að leggja undir í upphafi sem stendur í veginum. Kostnaður við listkaup- stefnur, sýningarhald og kynningar er svo gífurlegur,“ segir Edda. Skilningsleysi ráðamanna Ekki gera allir sér grein fyrir þeim möguleikum sem íslenskir myndlistarmenn eiga erlendis og á það jafnt við um ráðamenn þjóðar- innar og almenning. „Ég held að almennt átti menn sig ekki á snilli manna af sömu kyn- slóð og þeir eru sjálfir. Ráðamenn hafa ekki enn þá tekið ástfóstri við samtímann i myndlistinni. Þeir eru meira í popptónlistinni og íþrótt- unum,“ segir Edda sem telur að aukinn stuðningur og skilningur á íslenskri samtímalist gæti skipt miklu máli. „Það kostar bæði tíma og oft mikla peninga að búa til listaverk og koma þeim á framfæri. Það er al- veg ljóst að við ættum einn til þrjá heimsþekkta myndlistarmenn ef þeir hefðu haft meiri stuðning og skilning í eigin landi á því hvað þeir væru að gera,“ segir hún og tekur dæmi af Kristjáni Guðmunds- syni og Ivari Valgarðssyni. „Kristján Guðmundsson væri heimsfrægur ef hann byggi annars staðar en á íslandi. Fólk sem hittir okkur úti skilur ekki af hverju þessir menn eru ekki þekkt alþjóð- leg nöfn,“ segir hún. En mættu þá stjórnvöld hugs- anlega gera meira til að styðja við bakið á „útrás“ íslenskra myndlistarmanna? „Menn verða að skilja það að út- rás í myndlist fer næstum eingöngu í gegnum gallerí og það sem ríkið gæti gert, eins og gert er i mörgum löndum, er að borga fyrir sýningar- plássið og flutninginn á verkunum því við stöndum engan veginn jafn- fætis nágrannaþjóðum okkar þar sem þau gallerí sem komast inn á helstu kaupstefnurnar fá greiddan kostnaðinn. Okkar staða er líka alltaf verri að því leyti að við þurfum alltaf að nota flugvélar. Margir geta bara keyrt og flutt sjálfir listaverkin í bílum þannig að í flestum tilfellum kostar þessi þátttaka okkur miklu meira en aðra,“ segir hún. Nokkrir íslenskir myndlistar- menn hafa í gegnum tíðina náð að hasla sér völl erlendis og eru Erró og Ólafur Elíasson líklega þeirra þekktastir. Einnig mætti nefna listamenn á borð við bræðurna Sigurð og Kristján Guðmundssyni, Hrein Friðfinnsson og Hrafnkel Sigurðsson en allir eru þeir samn- ingsbundnir Galleríi i8. „Það er auð- vitað oftast hvetjandi og yfirleitt gott að vita að héðan geti komið þekktir listamenn," segir Edda þegar hún er spurð hvort það skipti máli fyrir unga íslenska myndlist- armenn að hafa slíkar fyrirmyndir. Persónuleg tengsl mikilvæg Skyldu þeir myndlistarmenn sem mestum árangri hafa náð er- lendis eiga eitthvað sameiginlegt að mati Eddu? „Flestallir hafa þeir menntað sig og búið erlendis um eitthvert skeið. Þeir hafa einbeittan vilja og öguð vinnubrögð, skýra sýn, listrænt inn- sæi og hæfileika,“ segir hún. Margir íslenskir myndlistarmenn hafa sótt menntun sína til útlanda, einkum til Bandaríkjanna og Evrópu og hafa því viðað að sér áhrifum úr ólikum áttum auk þess að mynda tengsl við erlenda kollega sína. „Það skiptir auðvitað gifurlega miklu máli að fara í framhaldsnám er- lendis og kynnast listheimi annarra þjóða. Annars gerist flest í gegnum persónuleg tengsl í listum svo menn verða að vera þar sem eitthvað er að gerast," segir Edda. Þegar hún er spurð hvort yngri kynslóð islenskra myndlistarmanna sé hugsanlega ófeimnari við að koma sér á framfæri erlendis en þeir sem eldri eru segir hún að það sé engin spurning. „Það eru annars oftast galleríin sem eru umboðsmenn þeirra sem koma þeim áfram,“ segir hún. Staða samtímalistar hér á landi hefur batnað til muna á undan- förnum árum að mati Eddu. „Þó erum við töluvert á eftir tímanum enda búum við ekki í stórborg þar sem menn eru aldir upp með heims- listina nánast á hverju götuhorni. Enn þá er stór hluti íslendinga sem stendur í þeirri meiningu að mynd- list sé bara málverk," segir hún. Hlutverk skóla og fjölmiðla Ýmsir hafa í gegnum tíðina fjallað um vanþekkingu almenn- ings hér á landi á íslenskri sam- tímalist og myndlist yfirhöfuð. Stundum er jafnvel talað um að gjá hafi myndast milli fólksins og listarinnar. Með hvaða hætti mætti glæða áhuga almennings á samtímalist og kynna hana? Þyrfti hugsanlega að efla fræðslu um sjón- listir og listasögu í skólum? „Það ætti að vera fastur þáttur í skólum landsins að fara ferðir með börn á söfn. Og ekki bara söfnin hér heldur söfnin í heimsborg- unum London, París eða New York. Annars kemur þetta eins og margt annað af sjálfu sér þegar fólk sér að myndlist kostar peninga og getur hækkað í verði. Þá gæti komið að því að Islendingar færu að sækjast eftir að vita meira og mennta sig betur á þessu sviði þó ekki væri til annars en að kunna að kaupa myndlist sem hækkar í verði,“ segir Edda. Umræða um myndlist eins og aðrar listgreinar fer öðrum þræði fram í fjölmiðlum og gegna þeir því mikilvægu hlutverki við að koma henni á framfæri. Eddu finnst umræða um myndlist í fjölmiðlum hér á landi vera afar misjöfn. „Sá fjölmiðill sem væri hvað best til þess fallinn að fræða, kenna og kynna myndlist hefur staðið sig síst af öllum fjölmiðlum. Þá meina ég sjónvarpið sem hefur því miður brugðist allverulega og það er eiginlega undarlegt að útvarpið er sá fjölmiðill sem hefur sinnt þessum menningarþætti langbest og þá á ég við Víðsjá og fleiri þætti. Dagblöðin hafa sýnt mikla meðal- mennsku og jafnað allt út. Amatö- rismi og alvörumyndlist fá oft jafn- mikið pláss á síðum þeirra,“ segir Edda Jónsdóttir að lokum. einar.jonsson@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.