blaðið - 23.02.2007, Page 1

blaðið - 23.02.2007, Page 1
ORÐLAUS » síða 36 38. tolublað 3. árgangur föstudagur 23. febrúar 2007 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! ■ FÓLK Ragnhildur og Helena Efemía eru stjórnendur Sirkus Reykjavík með Ásgeiri Kolbeins og segjast ráða jafnmiklu og hann | síða ie ■ MATUR Práinn, yfirkokkur á Domo, * segir að Food and Fun sé góð auglýsing fyrir landið og ;v- íslenska matargerð | síða22 ,, m Landbúnaöarráðherra um ísland í hópi viljugra og staðfastra þjóða: Akvörðun Bandaríkjanna ■ Bandaríkjamenn misnotuðu íslendinga ■ Ekki lýðræðisleg ákvörðun ■ Nýtur ekki blessunar Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og vara- formaður Framsóknarflokksins, sagði á þingi í gær að Bandaríkjamenn hefðu misnotað vilja ís- lendinga með því að lýsa því yfir að Islendingar væru í hópi viljugra og staðfastra þjóða. Það hefði verið þeirra einhliða ákvörðun. „Mér finnst þetta styrkja enn frekar þær raddir sem segja að ekki hafi verið haft nægilegt samráð hér heima. Ef Guðni sem ráðherra hefur ekki vitað hvaða ákvörðun var tekin sýnir það að hún var á engan hátt lýðræðisleg," segir Silja Bára Ómars- dóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Há- skóla íslands. Silja Bára telur að með orðumSínum sé landbún- aðarráðherra mögulega að opna á samstarf við stjórnarandstöðuflokkana. „Jón er búinn að segja að það hafi verið mistök að veita þennan stuðning. Ef Sjálfstæðisflokkurinn bakkar ekki er þarna ágreiningur sem þarf að leysa. Mér finnst að Guðni sé að biðla til stjórnarandstöðunnar með því að segja að Framsóknarflokkurinn standi ekki fast á þessari ákvörðun fyrrum formanns flokksins." Guðni benti á að formaður Framsóknarflokks- ins, Jón Sigurðsson, hefði lýst því yfir að ákvörð- unin um stuðning við innrásina í írak hefði verið tekin á grundvelli rangra upplýsinga og að það lægi fyrir að fyrrverandi forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra hefðu tekið hana. Aðspurður kveðst Guðni aldrei hafa haft trú á að Bandaríkjamenn hefðu haft leyfi þeirra sem ákvörðunina tóku til að nota nafn íslands í því skyni sem þeir gerðu. Silja Bára segir þessi orð landbúnaðarráðherrans sýna enn frekar að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi ekki rætt ákvörðunina við þingflokka sína. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir um algeran misskilning hjá Guðna að ræða haldi hann að Bandaríkja- menn hafi með einhverjum hætti misnotað vilja Islendinga. Þó megi deila um síðar hvort upplýs- ingarnar sem lágu fyrir hafi verið réttar. Að mati Silju Báru skiptir það máli hvort Island er á svokölluðum lista viljugra og staðfastra þjóða. .Ákvörðunin um innrásina var ekki tekin á réttan hátt. Hún var ekki tekin inni í Sameinuðu þjóð- unum þar sem ákvarðanir alþjóðasamfélagsins eiga heima.“ Sjá einnig síðu 4 Mótmæli í Frakklandi Grænmetisætur mótmæltu í gær í París, höfuðborg Frakklands, aðbúnaði dýra við fjöldaframleiðslu á kjötvörum. Þær pökkuðu sér í neytendapakkningar. Sem fyrr sannast að ekkert er nýtt undir sólinni. Stígamót auglýstu á svipaðan hátt og röðuðu nöktum konum sem kjúklingalærum í neytendapakkningar þegar þau mótmæltu mansali. Auglýs- ingin sú var þó mun hreinlegri. m » síða 32 Mér finnst! Bríet Sunna Valdemars- dóttir söngkona og Ólafur S. K. Þorvaldsson leikari viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum og því sem efst er á baugi. VEÐUR » sída 2 VIÐTAL » síður 24-25 Viö frostmark Austan- og norðaustan- átt, víða 10-15 metrar á sekúndu, en 15-20 við suðausturströndina. Skýjað á austanverðu landinu og víða dálítil él, en bjartviðri Fékk verðlaun Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, hlaut Eyrarrósina árið 2007. Markmið hennar er m.a. að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni og skapa sóknar- færi á sviði ferðaþjónustu Ástfangin Hjónaleysin Ashton Kutcher og Demi Moore fá greinilega ekki leiða á því að vera stöðugt fyrir framan myndavél- arnar. Þau mættu á tískusýningu Gm Ten og var ekki annaö að sjá en að þau væru einstaklega hamingjusöm. Prinsinn Harry til íraks Breska varnarmálaráðuneytið staðfesti í gær að Harry, yngri sonur Karls Breta- prins, verði sendur til Iraks með herdeild sinni á næstu mánuðum. Harry verður fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem sendur er á stríðssvæði frá því að Andrew, bróðir Karls Bretaprins, var þyrluflugmaður í Falklandseyjastríðinu árið 1982. Ódýrt ódýrt Ódýrt ó' og gott ofl gott ofl gott oMarcð Afgreiðslutimi virka daga: 10-18 og lau.: 11-16 Reykjavík sími: 533 3500 - Akureyri simi: 462 3504 Egilsstaðir: sími: 471 2954 Heilsurúm - dýnur - gjafavara - svefnsófar - stólar - sófar - grjónapúðar

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.