blaðið - 23.02.2007, Page 12
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Ár og dagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elín Albertsdóttir
Klám í Reykjavík
Mikil umræða hefur orðið um alþjóðlega viðskiptaráðstefnu sem
halda átti hér á landi dagana 7. til 11. mars. Ástæðan fyrir þessari um-
ræðu var að hingað til lands hugðist koma hópur fólks sem vinnur í
klámiðnaðinum. Fólkið hafði hugsað sér að hittast í Reykjavík til að
ræða viðskipti, strauma og stefnur í klámi.
Það átti sem sagt að halda klámráðstefnu í höfuðborginni. í gær bár-
ust þær fregnir að eigendur Hótel Sögu hefðu hætt við að bjóða ráð-
stefnugestum gistingu en alls höfðu þeir pantað um fimmtíu herbergi.
I kjölfarið tilkynntu skipuleggjendur ráðstefnunnar að hætt hefði verið
við að halda hana hérlendis.
Það er vissulega fagnaðarefni að ráðstefnan verði ekki haldin hér.
Hugsanlega eru einhverjir sem myndu vilja kalla það mannréttinda-
brot að hamla þessu fólki að halda ráðstefnu hér og líklega geta þeir
hinir sömu fært nokkuð sterk lagaleg rök máli sínu til stuðnings. Þetta
er hins vegar miklu frekar spurning um grundvallarsiðferði en laganna
bókstaf. Það er erfitt, ef það er þá mögulegt, að finna eitthvað jákvætt
sem tengist klámi. Klám er iðulega tengt einhvers konar misnotkun á
mönnum, konum og börnum svo ekki sé nú talað um tengingu kláms og
mansals, sem er einhver viðbjóðslegasti glæpur sem hægt er að fremja.
Það er hrein og bein móðgun við hugsandi fólk að ætla að færa rök fyrir
því að það sé í lagi að láta svona nokkuð viðgangast. Að það sé óþarfi
að brýna raustina þegar til landsins stefna talsmenn klámiðnaðarins í
hópum. Það var því engin tilviljun að fulltrúar allra stjórnmálaflokka
landsins, borgarstjórn Reykjavíkur og fjöldinn allur af samtökum og
félögum, skyldu lýsa andúð á og andstöðu við þessa ráðstefnu.
Það er auðvitað ekki hægt að banna fólki, sem ekkert hefur til saka
unnið og hefur ekki í huga að fremja lögbrot, að koma til landsins. Það
er aftur á móti hægt að ræða málin opinskátt, láta sjónarmið sín í ljós
og þess vegna ber það miklu frekar vott um samstöðu þjóðarinnar en
yfirgang að þessi ráðstefna skuli ekki vera haldin hér. Þetta eru skýr
skilaboð frá íslensku þjóðinni. Skilaboð sem vonandi munu óma sem
víðast. Það ber samt að hafa í huga að þetta er bara lítið hænuskref í bar-
áttunni gegn klámi. Hugsanlega verður þessi ráðstefna haldin í annarri
borg í öðru landi. Klámiðnaðurinn veltir hundruðum milljarða króna
á hverju ári og með tilkomu Netsins hefur orðið of auðvelt að nálgast
klámfengið efni. Það er erfitt að berjast gegn þessu en það hefur nú
sannast að mögulegt er að vinna litlar orrustur í stríðinu gegn klám-
væðingunni, sem eins og borgarstjórn Reykjavíkur orðaði svo ágætlega
,hefur afar óæskileg áhrif á samfélagsþróun og sjálfsmynd ungmenná'.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Simbréf éauglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fræðsluganga á safnanótt föstudaginn 23. febrúar
Gengið frá Hlemmi að Þvottalaugunum í Laugardal og þaðan
inn í Grasagarð Reykjavíkur. Fræðst um líf og störf þvottakvenna
ásamt öðru því sem fyrir augu ber.
Lagt af stað frá Hlemmi kl. 20:00
Lúðrasveit blæs til göngu
Boðið upp á heitt kakó í göngulok
Garðskáli Grasagarðsins opinn frá 19-24
Orkuveita
Reykjavíkur
Minjaafn Reykjavíkur
OkASAOAkÐUK
■■VKiAVfKUB
12 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007
blaAiA
Nýmæli í
heilbrigðismálum
Vinstri-græn halda fimmta
landsfund sinn nú um helgina og
blása i lúðra fyrir komandi kosn-
ingabaráttu. Meðal þess sem verður
rætt á fundinum er ný heilbrigðis-
stefna Vinstri-grænna sem hefur
verið í mótun undanfarin tvö ár.
Heilbrigðismál eru einn viðamesti
málaflokkur samneyslunnar og
stjórnvöld hér á landi hafa stært
sig af þvi að þau verji mjög háu hlut-
falli af vergri landsframleiðslu til
heilbrigðismála.
Mikið misrétti
Þessi mælistika er þó mjög tak-
mörkuð eins og sést á því að það
ríki sem ver hæstu hlutfalli vergrar
landsframleiðslu til heilbrigðis-
mála er Bandaríkin. Þar ríkir hins
vegar mikið misrétti, þeir sem ekki
hafa efni á almannatryggingum
eða starfa ekki hjá fyrirtækjum
sem bjóða upp á slíkar tryggingar
sitja eftir með sárt ennið. Þannig
að útgjöld til heilbrigðismála segja
ekki mikið um hvernig því fé er
varið og hvort það nýtist öllum.
Mikilvægustu réttindin
Jafnrétti til heilbrigðisþjónustu
eru grundvallarmannréttindi en
samkvæmt hugmyndafræði nor-
ræna velferðarkerfisins eru heil-
brigðiskerfi og menntakerfi án
gjaldtöku grunnstoðir velferðar
sem skapar öllum tækifæri til að
lifa með reisn og njóta hæfileika
sinna. Um leið og heilsusamlegt
umhverfi og góður aðgangur að
nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu
eru meðal mikilvægustu réttinda
Katrín Jakobsdóttir
einstaklinga er það hagur hvers
samfélags að stuðla að góðri heilsu
almennings og hlúa vel að þeim ef
heilsan brestur.
Ókeypis til tannlæknis
Meðal nýmæla í tillögum Vinstri-
grænna er að tannlækningar verði
börnum og lífeyrisþegum að kostn-
aðarlausu og kostnaðarhlutdeild
fullorðinna verði endurskoðuð,
að sálfræðiþjónusta verði aðgengi-
legur hluti grunnheilsugæslunnar
og greidd af TR og sérstök áhersla
verði lögð á að efla geðheilbrigðis-
þjónustu úti í samfélaginu.
Þetta eru lykilatriði í að efla
heilbrigði landsmanna enda hefur
komið á daginn að tannheilsu
barna og unglinga hefur hrakað
mjög eftir að skólatannlækningar
lögðust af. Þess vegna viljum við
Vinstri-græn bregðast við með því
að tannlækningar barna og lífeyris-
þega verði ókeypis og þannig lagt
inn til framtíðar.
Vandi í geðheilbrigðismálum
Sama má segja um geðheilbrigð-
ismál en mikil notkun geðlyfja og
fjölgun þeirra sem eiga við geðræn
vandamál að stríða er vandi sem
þarf að bregðast við á annan hátt
en gert hefur verið. Þess vegna
skiptir máli að sálfræðiþjónusta
og geðheilbrigðisþjónusta verði
öllum aðgengileg, biðtími styttist
og fólk geti leitað til sálfræðings
án þess að borga háar fjárhæðir í
hvert sinn.
Velferðarstefna VG
I heilbrigðisstefnunni eru auð-
vitað fjöldamörg fleiri nýmæli en
lykilhugmyndafræði hennar er í
anda velferðarstefnu VG: Jafn að-
gangur að heilbrigðisþjónustu, sam-
félagsgerð sem stuðlar að heilsu-
samlegra líferni og góð þjónusta
við alla.
Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna.
Klippt & skorið
Hingað til hefur Blaðamannafélag
íslands lagt til hverjir ættu að sitja
( sérfræðingaráði Norræna blaða-
mannaskólans í Árósum þangað sem margir
íslenskir blaðamenn hafa sótt námskeið á und-
anförnum árum. Mörgum finnst Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
hafa tekiö sér einræðisvald með því að skipa
,sína menn" og hunsa
þar með tillögu Blaða-
mannafélags íslands.
Mörður Árnason
lagði fram fyrirspurn á
Alþingi vegna þessa og
segir á heimasíðu sinni:
,f dag svaraði menntamálaráðherra fyrirspurn
frá mér um skipunina í sérfræðingaráð (eins-
konar ráðgjafarstjórn) Norræna blaðamanna-
skólans í Árósum. Svarið var í rauninni bara: Ég
ræð - og geri það sem mér sýnist."
Og Mörður heldur áfram: „Eina efnislega
skýringin sem hefur komið fram frá
ráðherranum er að með því að skipa
þann sem Blaðamanna-
félagið tilnefndi, Birgi
Guðmundsson, hefði
verið hætt við hagsmuna-
árekstri af því í nefndinni
verði hugsanlega fjallað
um samstarf skólans við
háskóla og endurmenntunarstofnanir. Þessi
skýring stenst illa. Birgir er vissulega lektor í
fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri en það
er nokkuð snúið að sjá hvaða máli það skiptir
nema í algerum undantekningartilvikum - þar
sem varamaðurinn, Svanborg Sigmarsdóttir
blaðamaður, hefði auðveldlega getað hlaupið í
skarðiö. Þess utan sitja þegar tveir fulltrúar nor-
rænna endurmenntunarstofnana í ráðinu auk
fulltrúanna fimm frá norrænu ríkjunum."
w
frétt á www.visir.is var sagt frá því að Þor-
gerður Katrín hefði svarað Merði og
öðrum þeim sem tóku þátt í umræðunum á
þingi með þeim orðum að ráðuneytið væri ekki
sjálfvirkur stimpilpúði fyrir hagsmunasamtök.
Það verður að teljast undarlegt að ráðherrar
sem beðnir eru að svara
um ákveðin málefni
sem varða heila stétt
manna skuli leyfa sér
slikan hroka i svörum.
Þetta minnir á þegar
unglingar eru að reyna
að verja slæmar gjörðir sínar með skítkasti. Ráð-
herrar sem aðrir eru meiri menn svari þeir fyrir
sig á kurteisan hátt. Ef ráðherranum finnst „sínir
menn" betur til þess fallnir að sitja í þessu ráði á
hann einfaldlega að segja það. Punktur!
elin@bladid.net