blaðið - 23.02.2007, Page 34
Úr ösku hinnar sálugu XFM er
ný útvarpsstöð að rísa. Stöðin
hefur hlotið nafnið Reykjavfk
FM og er væntanleg í loftið um
næstu mánaðamót. Á bak við
stöðina standa hinir dagfarsprúðu
Capone-bræðui og Omar Bon-
ham sem sá áður um síðdegist-
þátt á XFM. Á bak við þá standa
svo ónafngreindir peningamenn
sem borga búsann. Útvarpsstöðin
er staðsett í Skipholtinu þar sem
XFM var til húsa. Snorri Sturluson,
fyrrverandi útvarpsstjóri XFM, ku
ekki vera með í för en ástæðan er
talin vera sú að hljómsveitir á borð
við Toto og Genesis voru of fyrir-
ferðarmiklar á spilunarlistum XFM
þegar hann réði ríkjum.
ókvæða við tapinu og skoraði á
Valda í bassaeinvígi. Hann tók að
sjálfsögðu áskoruninni en staður
og stund einvígisins er enn á
huldu.
Umfjöllun um tónleika Hafnfirð-
inganna í Jakobfnurfnu birtist
í breska tónlistartímaritinu NME
í síðustu viku. Vel var látið af tón-
leikunum og Gunnar, söngvari
sveitarinnar, var sagður minna
á gamla pönkarann Mark E.
Smith. Jakobínarína lauk nýverið
við þrettán tónleika túr um Bret-
land en sveitin hefur dvalið þar
það sem af er ári við upptökur á
sinni fyrstu breiðskífu sem er vænt-
anleg með vorinu.
Ultra Mega Teknóbandið
Stefán (UMTBS) var í Noregi á
dögunum ásamt hljómsveitinni
Reykjavík og Lay Low. Tróðu
þau upp á tónlistarhátíðinni by:
Larm og slógu í gegn samkvæmt
fjölmiðlum ytra. Siggl, söngvari
UMTBS, þótti slá sjálfum Sid
Vicous við á sviðinu, en hegðun
hans baksviðs var lítið prúðari.
Týndist hann kvöldið fyrir heim-
ferð. öryggisverðir hátfðarinnar
höfðu þá haft afskipti af honum
vegna brota á reglum hátíðarinnar,
en allt ku vera bannað í Noregi.
Fyrr á árinu voru meðlimir Reykja-
víkur! staddir á tónlistarráðstefnu
í Frakklandi ásamt títtnefndri Lay
Low. Valdl, bassaleikari Reykja-
víkurl, skoraði á hana í sjómann
og tókst að sögn viðstaddra rétt
að merja sigur. Lay Low brást
Trúbadorinn Helgi Valur stefnir á
að hefja upptökur á nýrri breið-
skífu um miðjan mars. Hljóðg-
úrúinn og hljómborðasafnarinn
Magnús öder sér um upptökur
en hann hefur starfað með
fjölmörgum sveitum og stjórn-
aði meðal annars upptökum á
breiðskífunni Please Don’t Hate
Me með Lay Low. Helgi Valur á
eina breiðskífu að baki, Demise of
Faith, sem kom út árið 2005.
Nú styttist í fyrstu breiðskífu hljóm-
sveitarinnar Benny Crespo’s
Gang. Skífan ku vera tilbúin fyrir
utan eitt lag sem tekið verður upp
um helgina. Mikil eftirvænting ríkir
um útgáfu plötunnar en sveitin
hefur getið sér gríðarlega gott orð
fyrir frábæra frammistöðu á tón-
leikum undanfarna mánuði.
Metallica á Hróarskeldu?
Orðrómur er uppi um að hljóm-
sveitirnar Metallica og Korn komi
fram á næstu Hróarskeldu-hátíð.
Fram kemur á vefsíðu Metall-
ica að sveitin sé að skipuleggja
Evróputúr í sumar og að hún komi
jafnvel við heima hjá einum með-
limi sveitarinnar. Eins og flestir vita
er trommari Metallica, Lars Ulrich,
frá Danmörku en hinir koma frá
Ameríku.
Danska tónlistartímaritið Gaffa
slúðrar því að Korn spili á Hróar-
skeldu og vísar í aðdáendavefsíðu
sveitarinnar. Vefsíðan vísar hins
vegar í Gaffa í sinni frétt um málið
svo enginn veit hvort eitthvað er til
í sögusögnunum.
Nokkrar sveitir eru þegar stað-
festar á Hróarskeldu, svo sem Red
Hot Chili Peppers, My Chemical
Romance og gamlingjarnir í The
Who. Þá hefur Björk Guðmunds-
dóttir einnig staðfest komu sína á
hátíðina.
Olöf Arnalds fjallar um nánd milli fólks
á sinni fyrstu plötu
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net
„Þetta eru sungin lög sem ég spila
undir á gítar. Textarnir eru á íslensku
og eftir mig,“ segir Ólöf Arnalds
um sína fyrstu sólóplötu, Við og við,
sem kemur út í dag. „Textarnir fjalla
svolítið um nánd milli fólks, þeir
eru allir um fólk sem er nálægt mér.
Fjölskyldan er alltaf með mér og er í
aðalhlutverki."
Ólöf hefur fengist við ýmislegt
síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla
íslands á síðasta ári. Hún hefur til
dæmis starfað með hljómsveitinni
Múm, sem vinnur að nýrri plötu.
Þá söng hún inn á plötu Skúla
Sverrissonar, Sería, sem kom út fyrir
síðustu jól. Skúli er sérlegur listrænn
ráðgjafi á plötu Ólafar.
„Hann er guðfaðir plötunnar,” segir
Ólöf. „Ég ráðfærði mig við hann um
allt sem ég var í einhverjum vafa um.
Hann og Kjartan Sveinsson." Þrátt
fyrir að tveir ráðgjafar hafi komið að
plötunni segir Ólöf enga afbrýðisemi
hafa komið upp á milli þeirra.
„Þeir höfðu báðir heilmikið að
segja um hvernig útsetningarnar
ættu að vera. Ég þurfti bara að fá
einhverja staðfestingu, af því ég er
ekki í hljómsveit, ég var bara ein. Við
vorum held ég bara öll alltaf frekar
sammála, en á endanum þá réði ég.
Við skulum ekki gleyma því,“ bætir
Ólöf við og hlær.
Platan er tekin upp í Sundlauginni,
sem er hljóðver hljómsveitarinnar
Sigur Rósar í Álafosskvosinni, en
hluti plötunnar var tekinn upp í
Víðistaðakirkju. Ólöf segir áherslu
hafa verið lagða á að grunnupptökur á
söng og gítar yrðu lifandi. „Ef ég hefði
tekið upp gítar og söng sitt í hvoru
lagi hefði ég getað neglt ákveðna hluti
betur,“ segir Ólöf. „En það er eitthvað
annað sem gerist í augnablikinu sem
er áhugavert að heyra eftir á. Maður
reynir að velja góðar tökur sem eru
með réttu „fíli“. Svo reyndi ég að hafa
fólk hjá mér i hljóðverinu eins mikið
ég gat til að hafa einhvern að hlusta.
Maður verður að spila fyrir einhvern
og segja sögu frekar en að vera á
einhvern klínískan máta að taka upp
eitthvað sem maður er að búa til.“
Umslag plötunnar prýðir tvíhöfða
svanur sem æskuvinkona Ólafar,
Sara Riel, teiknaði. Sara þessi teiknaði
einnigumslagsmyndplötunnarLabof
Love með Skakkamanage. „Það kom
ekki til greina að neinn annar myndi
hanna umslagið nema hún,“ segir
Ólöf. „Þegar við vorum fimmtán ára
í gagnfræðaskóla lét ég mig dreyma
um að gera plötu og sagði við hana:
„Einhvern tíma ætla ég að gera plötu
og þá gerir þú .coverið’" af því að hún
var í myndlistinni og ég í tónlistinni.
Gaman að þetta sé búið að gerast.
Þetta er gamall draumur að rætast.“
Væri gaman að spila í líatar
„Þetta er fimmta vikan á listanum
oglagið er ekki á niðurleið ennþá,“ seg-
ir Skúli Gestsson, bassaleikari hljóm-
sveitarinnar Dikta. Eins og fram ícom
í Blaðinu í gær situr lag sveitarinnar,
Breaking the Waves, í þriðja sæti vin-
sældarlista útvarpsstöðvarinnar QBS
í Katar. „Við kynntumst plötusnúði
frá Katar á ferðum okkar um Bret-
land. Hann sér um listann."
Skúli segir Katar frekar frjálslynt
land miðað við löndin í kring, en
landið liggur að Sádi-Arabíu. „Það er
mikið af bandarískum hermönnum
þarna og enska er mikið töluð.“ Að-
spurður segir Skúli að gaman væri að
spila á tónleikum í landinu. „En ég
veit nú ekki hvernig það verður, þetta
er náttúrlega bara smáríki, það búa
þarna um 800.000 manns.“
Dikta stendur í ströngu þessa dag-
ana en Breaking the Waves kemur út
á Bretlandi á vegum Smekkleysu á
næstunni. Skúli segist vona að breið-
skífa fylgi í kjölfarið. „Við ætlum að
sjá hvernig þetta gengur. Við höfum
farið áður út að spila og ætlum að
gera það aftur þegar platan kemur út.“
atli@bladid.net