blaðið

Ulloq

blaðið - 09.06.2007, Qupperneq 14

blaðið - 09.06.2007, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 blaðiö dreng og seldu líffæri Lögregla á Indlandi hefur handtekiö og ákært tvo bræður á þrítugsaldri fyrir ólöglega líffærasölu og morð á Parvez Alam, níu ára dreng í Bihar-héraði. Mennirnir viðurkenndu að hafa selt lækni nýru, lifur og skjaldkirtil drengsins, sem fannst látinn á maísekru. GRÆNLAND Heimastjórnin og Alcoa í viðræðum Heimastjórn Grænlands hefur ákveðið að hefja við- ræður við bandaríska álfyrirtækið Alcoa um bygg- ingu 340 þúsund tonna álvers í landinu. N Norsk Hydro hefur staðfest að það væri hætt við öll áform um að reisa þar álver og vatnsaflsvirkjanir. AUSTURRÍKI Stolin Stradivarius-fiðla fundin Stradivarius-fiðla sem var stolið í síðasta mánuði í Vín, höfuðborg Austurríkis, er komin í leitirnar og hefur verið skilað aftur til eig- anda síns. Fiðlan er metin á rúmlega 200 milljónir króna og fannst þegar lögregan gerði áhlaup inn í íbúð nokkra í höfuðborginni fyrr í vikunni. Sex Georgíumenn hafa verið handteknir vegna málsins. Styrkur til náms í verkfræði eða tæknifræði Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í verkfræði eða tæknifræði. Einungis nám til fyrstu prófgráðu (greininni er styrkhæft. Styrkurinn verður veittur um mánaðamótin ágúst-september nk. Umsóknum, með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 28. júní. GEFA/ÞfGGJA 5103737 sí^áauglýsíngáír blaöiömm SMAAUGLYSINGAR8iBLADlD.NET Múrsteinaverksmiðja í Kína: Leysti þræla úr ánauð ■ Pólitísk tengsl ■ Berfættir í brennsluofninum Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Rúmlega þrjátíu verkamönnum í múrsteinaverksmiðju í hinu fátæka Shanxi-héraði í Kína var bjargað úr ánauð á fimmtudaginn, eftir að hafa verið haldið sem þrælum af stjórn- endum fyrirtækisins. Wang Binbin, eigandi verksmiðjunnar, er einn þeirra sem hafa verið handteknir vegna málsins, en hann er sonur rit- ara Kommúnistaflokksins í Shanxi- héraði. Verkamennirnir voru allir skítugir, illa á sig komnir og gátu einungis átta verkamannanna gefið upp nöfn sín við yfirheyrslur. Verka- mennirnir höfðu unnið ólaunaða vinnu tuttugu tíma á sólarhring og fengu einungis brauð og vatn frá vinnuveitendum sínum. Verkamennirnir hafa greint lög- reglu frá því að einn þeirra hafi verið barinn til dauða með hamri fyrir að hafa ekki unnið nægilega hratt. Þeir sem var bjargað voru með ör, brunasár og annars konar meiðsl á öllum líkamanum eftir að hafa verið neyddir til að flytja ókælda múrsteina og ganga ber- fættir í brennsluofninum. Wang Dongji, faðir eiganda verksmiðjunnar, er grunaður um aðild að málinu, en talið er að verk- smiðjan hefði aldrei getað starfað með þessum hætti án pólitískrar íhlutunar hans. Þegar lögregla réðst inn í verksmiðjuna fundust illa lykt- andi verkamennirnir sem höfðu klæðst ssömu fötunum í eitt ár. í verksmiðjunni höfðu þeir engan að- gang að þvottaaðstöðu og höfðu til að mynda ekki getað burstað tenn- urnar í sér. Lögregla vinnur nú í því að koma verkamönnunum aftur til síns heima og að þeir fái laun borguð fyrir vinnu sína í verksmiðjunni. Verð frá 2.790 þús. Kíktu á suzukibilar.is SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100 er lífsstilí!

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.