blaðið

Ulloq

blaðið - 09.06.2007, Qupperneq 16

blaðið - 09.06.2007, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 blaðið mmm MyndÆMi fsliœfe ■■■ r'E.r jBS'Sa ■■■ LuL Áfengislöggjöfin: Þjónar ekki lengur tilgangi sínum B Auövelt að sniöganga auglýsingabann ■ Áfengiskaupaaldur veldur ósamræmi ■ Einokun á smásölu ákaflega umdeild Islensku áfengislögin hafa verið bitbein samfélagsins árum saman. Tilgangur þeirra er að draga úr mis- notkun á áfengi með ýmiss konar takmörkunum á meðferð, auglýs- ingu og neyslu hins löglega vímu- gjafa og sitt sýnist hverjum um þær takmarkanir. Á síðustu löggjafar- þingum hafa fjölmargir þingmenn lagt fram frumvörp sem miða að breytingum á áfengislöggjöfinni, ýmist til þrengingar eða rýmkunar. Þau eiga það þó öll sameiginlegt að boða ekki heildstæða endurskoðun á lögunum sem eru af mörgum hags- munaaðilum talin barn síns tíma, þrátt fyrir að vera einungis níu ára gömul. Styrkur til iðnnáms eða vélfræði (vélstjórnun) Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í einum af eftirfarandi greinum: Vélfræði (vélstjórnun), rafvirkjun, vélvirkjun, múraraiðn eða pípu- lögnum. Styrkurinn verður veittur um mánaðamótin ágúst-september nk. Umsóknum, með upplýsingum urn náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 28. júní. Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is = \ u | \ -"jpagfe ■ Oftar en ekki hefur verið hægt að fara í kringum lögin, til dæmis í aug- lýsingum á áfengi, og í síðustu viku kallaði þingmaður Vinstri grænna eftir harðari refsingum á hendur þeim sem gerast ítrekað brotlegir við þau með þeim hætti. Blaðið ákvað í kjölfarið að kynna sér áfengislögin, þær breytingartillögur sem hafa komið fram á síðustu misserum og velta upp þeirri spurningu hvort ekki sé orðið tímabært að taka þau til heildstæðrar endurskoðunar. Áfengislögin I upphaflegu frumvarpi áfengis- laganna frá 1998 sagði í fyrstu máls- grein að tilgangur laganna væri að „miða að hófsemd í meðferð áfengis“. I meðförum þirigsins breyttist text- inn og í endanlegri útgáfu laganna segir orðrétt að það sé „tilgangur laga þessara að vinna gegn mis- notkun á áfengi“. Fyrra orða- lagið hefði þó átt betur við því lögin ganga mun lengra í tak- mörkunum sínum á meðferð áfengis en að „vinna gegn mis- notkun á áfengi“. Lögin ganga út á það að takmarka meðferð, auglýsingar og neyslu á áfengi. Þau njóta allnokkurrar sér- stöðu í íslensku lagaumhverfi því það eru ekki mörg lög sem miða að því að stjórna aðkomu borgaranna að vöru á markaði. Það sem veitir þeim enn meiri sérstöðu er að þau einskorða alla smásölu á áfengi við einn aðila, Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins (ÁTVR). Samkvæmt lögunum telst áfengi vera hver sá neysluhæfur vökvi sem er í rúmmáli með meira en 2,25 prósent af vínanda. Leyfi til innflutnings, heildsölu, veitingar eða framleiðslu áfengis eru bundin samþykki yfirvalda. Auk þess þurfa innflytjendur og framleiðendur áfengis að greiða sérstakt áfengis- gjald ásamt venjubundnum tollum og gjöldum sem fylgja almennt innflutningi og/eða framleiðslu. Áfengisgjaldið er föst krónutala og Kassavín blaöiö LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 17 reiknast á hvern sentilítra af áfengi. Samkvæmt reglugerð dóms- og kirkjumálaráðneytisins er það á bil- inu 52,8 krónur til 58,7 krónur eftir því hversu sterkt áfengið er. Auk þess leggur smásalinn, ÁTVR, og aðrir veitendur áfengis á vöruna. Fyrir vikið er áfengisverð á Islandi eitt það hæsta á byggðu bóli. Aldur og auglýsingar Samkvæmt íslenskum lögum verða ríkisborgarar íslenska lýðveld- isins sjálfráða við átján ára aldur. Eftir þann tíma bera þeir sjálfir ábyrgð á fjármálum sínum, mega gifta sig, keyra bifreiðar, bjóða sig fram til Alþingis íslendinga og kaupa sér tóbak. Áfengislögin segja hins vegar að óheimilt sé að selja, veita eða afhenda þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Því er áfeng- isneysla sjálfráða og fullnuma borg- ara á aldrinum átján til tuttugu ára áfram á forræði ríkisins. I lögunum er einnig ákvæði um bann við auglýsingum á áfengi og einstökum tegundum áfengis. Aug- lýsingar í erlendum miðlum sem eru aðgengilegir á íslandi eru þó undanþegnar því banni. Þó virðist það ljóst að þetta bann er sniðgengið af aðilum hins íslenska áfengismark- aðar. Auglýsingar þar sem vara sem er í öllum aðaltriðum og útliti alveg eins og hin áfenga vara er auglýst sem óáfeng eða undir hatti kynn- ingar. Því virðist þessi hluti laganna ekki þjóna tilgangi sínum óbreyttur og auðvelt að dansa í kringum þau. Jón Erling Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Mekka Wine&Spirits, sagði í samtali við Blaðið í vikunni að lögin skertu ótvírætt samkeppnis- stöðu síns fyrirtækis vegna þessarar undanþágu. „Það þarf ekki annað en að skoða annars vegar blað sem er prentað á íslandi og hins vegar blað sem er prentað á ensku en eiga að höfða til sama markhóps. Þar er ljóst að við sitjum ekki við sama borð og aðrir.“ Hann vill láta end- urskoða þennan hluta laganna og undir það tók Árni Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. „Mér finnst fullt til- efni til að menn setjist yfir þau og skilgreini lögin á skýrari hátt. Það þarf ekkert að vera ágreiningur um að gera slíkt með það að markmiði að það sé farið að lögunum “ Tilraun til breytinga Á síðustu löggjafarþingum hafa verið lögð fram fjölmörg frumvörp með breytingartillögum við áfengis- lögin. Þau hafa ýmist miðað að því að þrengja aðgengi almennings að áfengi eða auka frelsi hans til að um- gangast hinn löglegá vímugjafa sem hverja aðra vöru, að minnsta kosti að einhverju leyti. Þingmenn þriggja flokka; Sjálf- stæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks flutt breytingartillögu á fjórum síðustu löggjafarþingum sem miðar að því að leyfilegt verði að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum. Áfengi með meiri vínanda en 22 prósent á þó enn að vera á forræði ÁTVR sam- kvæmt tillögunni. Á meðal flutn- ingsmanna þess voru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingarinnar. Frum- varpið fór til meðferðar í allsherjar- nefnd og skilaði hún áliti þess efnis að það ætti að samþykkja þann 15. mars síðastliðinn. Þörf á endurskoðun Það virðist ljóst að áfengislög- gjöfin þarfnast endurskoðunar. Hvort sú endurskoðun leiðir til auk- ins frelsis í meðhöndlun áfengis eða til frekari hafta skiptir ekki máli í því samhengi, því fyrst og fremst þarf að taka á ósamræmi laganna. Áfengisheildsalar og forvarnarsam- tök finna sér meira að segja flöt til að vera sammála varðandi ákvæðið um auglýsingabann á áfengi. Þar virðast lögin vera allt of óskýr og fjarri því að þjóna nokkrum vitrænum tilgangi. Það sama má segja um ákvæðið um áfengiskaupaaldurinn því það hlýtur að teljast þversagnarkennt að veita borgurunum sjálfstæði að öllu leyti nema einu við átján ára aldurinn, það er að þeim er enn meinað að kaupa eða neyta áfengis. Aðgengið að hinum löglega vímugjafa er svo eilífðardeilumál sem verður að taka til pólitískrar umræðu með reglulegu millibili. Áratugum saman þótti sjálfsagt að banna bjór hér á landi í nafni lýð- heilsu en á endanum kom að því að bjórbannið var dæmt sem barn síns tíma. Það er því fullt tilefni til að velta þeirri spurningu fyrir sér hvort einokun ríkisins á smásölu áfengis sé ekki orðið það líka. Það er svo þingmanna okkar að svara því. Ögmundur Jónasson alþingismaður: Aukiö aögengi skref í afturhaldsátt „Mér finnst alveg sjálfsagt að hafa alla löggjöf til end- urskoðunar og það gildir líka um þessa,“ segir Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, þegar hann er spurður um áfeng- islöggjöfina. Hann varar þó við óheftu aðgengi að áfengi. „Boðberar óheftrar markaðsvæðingar á brennivíni og tób- aki láta í veðri vaka að þeir séu merkisberar framfara. Það er mjög mikill miskilningur því þeir eru að stefna í afturhaldsátt. Þróunin alls staðar í heiminum er í gagnstæða átt og við erum að taka þátt í þeirri alþjóð- legu þróun. Hún gengur öll út á að reyna að takmarka auglýsingamennsku í tengslum við áfengi, tóbak og annað sem veldur heilsutjóni. Þess vegna eigum við að reyna að snúa þessu dæmi við og reyna frekar að taka þátt í þessari baráttu á heimsvísu sem miðar að því að þrengja möguleika seljenda til að koma þessum vörum á markað.“ Ögmundur var einn þeirra sem lögðu fram frum- varp á síðasta þingi sem miðaði að því að koma í veg fyrir að hægt væri að fara í kringum áfengisauglýsinga- bannið. Hann segir það hafa verið gert til að löggjöfin gæti náð fram markmiði sínu. „Það er alveg skýrt samkvæmt íslenskri löggjöf að áfengisauglýsingar eru ekki heimilar. Það er farið framhjá þessari löggjöf vegna þess að hún er gölluð að því leyti að það er hægt að auglýsa til dæmis bjór með því að láta þess getið neðanmáls að um óáfengan drykk sé að ræða. Hann er engu að siður óþekkjanlegur frá áfengum bjór. Það er á þennan hátt sem menn eru að fara framhjá löggjöf- inni og það er þetta sem við vildum girða fyrir.“ Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra: Þarf aö endurskoða áfengislögin „Löggjöfin er í sjálfu sér gölluð og það þarf að end- urskoða margt í henni," segir Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um áfengislögin. „En það er sjálfsagt að við þá endur- skoðun sé annars vegar stuðst við sjón- armið samkeppni og frjálsrar versl- unar og hins vegar við sjónarmið for- varna og þeirra sem vilja vernda börn og unglinga fyrir vímugjöfum.“ Hann varar þó við því að fólk líti á áfengi sem hverja aðra vöru. „Áfengi er ekki matur heldur vímugjafi. Neysla þess hefur afleiðingar og það er aldrei sjálf- sagt að aðgengi að og auglýsingar á áfengi sé eins og á annarri matvöru. En auðvitað flæða hér um erlendir fjölmiðlar og Internetið þannig að það er kannski svolítið hæpið að ætla að vernda íslendinga fyrir aug- lýsingum með slíku banni og sjálfsagt að endurskoða það. Aðalmálið er að það séu lög í gildi sem eru virt. Það er miklu heiðarlegra en að það sé hlegið að lög- unum á meðan menn eru að auglýsa áfengi með neð- anmálstexta sem segir að það sé núll prósent. Það er heiðarlegra að hafa gegnsæja og skýra löggjöf." Björgvin segir sjálfsagt að samræma áfengiskaupa- aldurinn við önnur réttindi og skyldur á ýmsum sviðum. Hann segir það þó pólitíska ákvörðun hverju sinni hvernig aðgengið að áfenginu eigi að vera. „Við erum náttúrlega sjálfstætt ríki og vegum allar slíkar ákvarðanir í samræmi við heilbrigðis- og lýðheilsu- markmið. Áfengi er löglegur vímugjafi og það er sátt um það á meðan það er ekki sátt um að ýmsir aðrir vímugjafar séu það.“ Þarftu að fá nýtt skattkort eða fá gamla kortinu skipt? Nú getur þú sótt um Nýjung! skattkort á skattur.is og fengið það sent Á jj 1 - Umsækjandi sækir um skattkort á skattur.is 2 - Skattstjóri fer yfir umsóknina 3 - Skattkortið berst í pósti Sótt er um skattkort á: www.skattur.is RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.